Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 24
AÐGANGUR AÐ VERALDARVEFNUM mm Aðgengi að upplýsingum á veraldarvefn- um er sífellt að aukast og ekki sér fyrir endann á þróun þeirrar tækni sem gerir tengingar mögulegar. Tæknin verður sífellt hraðvirkari, langdrægari og ekki síst ódýrari. En um leið eykst notkun al- mennings á þessari tækni og þess vegna er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á eðli mismunandi tengimöguleika við ver- aldarvefinn. í þessari grein verður reynt að skýra getu þess tæknibúnaðar sem nú er mest notaður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Upphringisamband, sítenging, bandvídd, gagnamæling - allt eru þetta atriði sem menn kannast við úr auglýsingum síma- og netfyrirtækja án þess að þau séu skýrð út nánar. Upphringisamband: Þegar notast er við upphringisamband er venjuleg talsíma- lína notuð til að tengja við veraldarvef- inn. Greitt er fyrir tenginguna líkt og fyrir venjulegt símtal. Sítenging: Þegar notandi er sítengdur við veraldarvefinn þarf ekki að tengjast í hvert skipti sem þörf er á tengingu held- ur er sífellt samband og aðeins greitt fyrir gagnaflutning en ekki þann tíma sem not- andinn er tengdur. Bandvídd: Hér er átt við gagnaflutn- ingshraðann. Tölvusamskipti byggjast á straumi bita og er notast við eininguna kbit eða kílóbita á sekúndu. Sem dæmi er algengt að hljóðupptökur sem sóttar eru á veraldarvefinn þurfi hraðann 32 kb og hreyfimyndir eins og upptökur af sjón- varpsfréttum þurfa 93 kb hraða. Gagnamæling: Umfang tölvugagna er mælt í bætum (enska: bytes) og er oftast notuð einingin KB eða kílóbæt. Eitt A4- textaskjal í Word-ritvinnslu er til dæmis um 30 KB. Lítil Ijósmynd á heimasíðu er um 15 KB. Meðalstór heimasíða er um 150 KB að stærð og ef sótt er 30 mínútna upptaka af fréttatíma sjónvarps þá er um- fangið um 10.000 KB. Aðeins eru mæld þau gögn sem eru sótt (niðurhal, enska: download) og venjulega aðeins það sem er sótt frá útlöndum. Athugið að 1.000 KB = 1 MB (megabæt). Til að geta metið hvaða tækni hentar hverjum og einum þarf neytandinn að gera upp við sig hve hraðvirkt sambandið þarf að vera, hver fastur mánaðarlegur kostnaður má vera og hvað kostnaður sem fylgir notkun má vera mikill. 56K mótald: Flestar tölvur hafa 56K- mótald sem staðalbúnað. Með því er hægt að tengjast um venjulega talsíma- línu með upphringisambandi. Þótt nafnið gefi annað til kynna er hámarks bandvídd um 46 kb og ef notandi er langt frá símstöð og símalínan léleg minnkar hraðinn eftir því. Þessi tækni hentar vel þeim sem nota veraldarvefinn lítið og þurfa ekki hrað- virkt samband. Hægt er að fá ókeypis aðgang að tölvupósti og verald- arvefnum með þessari tækni og aðeins er greitt fyrir upphringisam- bandið. Þeir sem nota þennan tengimöguleika mikið eru fljótir að finna hvað sambandið er hægvirkt og notkunin dýr. ISDN-tæknin notar venjulega símalínu og hentar vel þeim sem nota netið hóf- lega mikið. Símalínunni er þá skipt í þrjár aðskildar rásir. Tvær eru talsímarásir sem hægt er að nota sem upphringisamband við veraldarvefinn og gefa hvor um sig 64 kb hraða. Þriðja rásin er um 9 kb og notast við númerabirtingu og aðra sérþjónustu en einnig sem sítenging við veraldarvefinn ef keypt er þjónusta sem heitir ISDN+. Kosturinn við ISDN er að tengingin gefur stafrænt samband og er það mun hraðvirkara en venjulegt 56K-mótald. Einnig er hægt að tengjast veraldarvefnum og tala í síma samtímis og ef báðar rásirnar eru notaðar sem upphringisamband má fá hraða upp að 128 kb. Hámarksfjarlægð notanda frá símstöð er um 10 km en mögulegt er að magna sambandið upp í 20-30 km eftir aðstæðum. I ADSi-tækninni er notuð venjuleg síma- lína og hægt er að fá sítengingu við ver- aldarvefinn á mun meiri hraða en með upphringisamböndum. Hægt er að tala í síma um leið og notandi er sítengdur við vefinn þar sem það samband er á öðru tíðnisviði. Hámarksfjarlægð notanda frá símstöð er um 5 km og hægt er að velja áskrift með mismunandi gagnaflutnings- hraða: 256, 512 og 1536 kb. Fyrir þá sem nota veraldarvefinn mikið er þetta að mörgu leyti hagkvæmasti kosturinn. Tæknin byggist á sítengingu og er aðeins greitt fyrir gagnaflutning ásamt mánað- arlegu fastagjaldi. Ef veraldarvefurinn er hinsvegar lítið notaður er mánaðarlegur kostnaður varla réttlætanlegur í venju- legu heimilisbókhaldi. Samanburdur á tengimöguleikum Hvernig er hægt að bera saman kostnað við þessar þrjár leiðir, 56K-mótald, ISDN og ADSL? Ef við hugsum okkur fjölskyldu 24 NEYTENDABLA0ID1.TBL.2003

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.