Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 26
ips^s|S|
r4
Vorið 2001 sáði Michael Alberts i Nebraska-ríki erfðabreyttu sojafræi i þennan akur. Fræið er með mótefni gegn illgresiseitrinu „Roundup" sem
úðað var yfir akurinn til þess að eyða öllum öðrum gróðri. Ári síðar kom i Ijós að akurinn verður „mengaður" erfðabreyttu soja um ókomna tíð (fræ
sem þroskast eftir fyrstu uppskeru) nema nýtt og sterkara eitur sé notað til að „hreinsa" það burtu. Mynd: Hugh Warwick
Tímamótaskýrsla um reynslu Bandaríkjamanna
Aukinn efi um erfðabreytt matvæli
Fyrir nokkru var kynnt í Bretlandi og tólf
öðrum ríkjum merkileg skýrsla sem varp-
ar nýju Ijósi á þær hættur sem kunna að
fylgja erfðabreyttum matvælum, þvert á
það sem líftæknifyrirtækin hafa reynt að
halda fram. í skýrslunni kemur fram að
frjómengun frá erfðabreyttum nytjajurt-
um hafi valdið gífurlegu tjóni og er þar
staðhæft að þeir sem rækta slíkar plönt-
ur þurfi að nota mun meira illgresiseitur
en áður var. Greint er frá margháttuðum
erfiðleikum sem bandarískir framleið-
endur glíma við eftir að þeir byrjuðu að
rækta erfðabreyttar matjurtir. Þá komast
skýrsluhöfundar að þeirri niðurstöðu
að erfðabreytt fræ skili að jafnaði ekki
meiri uppskeru en venjulegt fræ. Það
er athyglisvert vegna þess að talsmenn
erfðabreytinga hafa einmitt haldið því
fram að þær auki möguleika þjóðanna til
að brauðfæða sig.
í fréttatilkynningu sem gefin var út í til-
efni af útkomu skýrslunnar segir meðal
annars að framleiðsla erfðabreyttra mat-
væla dragi úr samkeppnishæfni landbún-
aðar og geri honum erfiðara um vik að
svara þörfum neytenda. Þá er bent á að
hún kunni að þrengja valkosti neytenda
þar sem framboð minnki á sambærileg-
um ó-erfðabreyttum afurðum, og erfða-
breytt framleiðsla smiti eða ,mengi' aðra
framleiðslu.
Hagnaöarvon stórfyrirtækja
A undanförnum sex árum hefur fram-
leiðsla erfðabreyttra matvæla náð að
festa rætur í Bandaríkjunum og Kanada.
Hér er einkum um að ræða erfðabreytt
soja, mafs og repju (til olíuframleiðslu).
Megin-drifkraftur þessarar þróunar er f
stórfyrirtækjum í eiturefna- og líftækni-
iðnaði. Þau sjá mikla hagnaðarvon í
framleiðslueinkaleyfum á fræjum erfða-
breyttra nytjaplantna sem hafa mótstöðu
gegn ýmsu illgresis- og skordýraeitri
eða eru búnar öðrum eiginleikum sem
auðvelda geymslu, úrvinnslu og markaðs-
setningu. Hafi nytjaplanta þol fyrir illgres-
iseitri er hægt að nota eitrið til að drepa
aðrar plöntur á akrinum, illgresið, og er
því engin tilviljun að einn mikilvirkasti
framleiðandi eiturefna fyrir landbúnað,
Monsanto, er jafnframt í fararbroddi við
framleiðslu á erfðabreyttu plöntufræi.
Andstaða neytenda vaxandi
Neytendur hafa á hinn bóginn sýnt þess-
ari framleiðslu lítinn áhuga. í raun má
segja að sinnuleysi hafi einkennt viðhorf
almennings í Norður-Ameríku, eink-
um Bandaríkjunum, en umræða verið
nokkuð mikil í Evrópu. Áhugi á erfða-
breyttum matvælum á því ekki uppruna
sinn á neytendamarkaði. Talsverð and-
staða er við þau meðal neytenda, eink-
um f Vestur-Evrópu, vegna þeirrar miklu
óvissu sem enn ríkir um áhrif erfðabreyt-
inga á umhverfi og heilsufar neytenda.
Samtök neytenda hafa víðast hvar lagt
áherslu á að neytendur geti valið á milli
erfðabreyttra matvæla og venjulegra
(hefðbundinna eða lífrænt-ræktaðra).
Kröfur um að erfðabreytt matvæli séu
merkt sem slík nýtur víðtæks stuðnings
meðal almennings, en líftæknifyrirtækin
2B NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2003