Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Page 27

Neytendablaðið - 01.04.2003, Page 27
hafa beitt sér gegn henni af öllu afli, meðal annars með þeim mótsagnakenndu rök- um að merkingar villi um fyrir fólki sakir fáfræði þess um erfðabreytt matvæli. Ekki hefur tekist að fá skyldumerkingar lögfestar í Bandaríkjunum þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Bandaríska lyfjastofnunin (FDA), sem lengi hefur verið álitin vilhöll líftæknirisunum, hefur skilyrt merking- una „Ekki erfðabreytt" því að á markaði sé einnig til sölu erfðabreytt afbrigði af viðkomandi vörutegund og að seljandi geti sannað að varan sé ekki erfðabreytt. Eða eins og forystumaður í lífræna geiran- um orðaði það: „Sönnunarbyrðin hvílir á hinum saklausu." Hæpnar fullyrðingar líftæknirisanna Þótt skýrslan sem um ræðir fjalli eink- um um mál þessi frá sjónarmiði fram- leiðenda hljóta niðurstöður hennar að vera neytendum mikið umhugsunar- og áhyggjuefni. Nagandi óvissa um lang- tímaáhrif erfðabreyttra afurða á gang- verk náttúrunnar og heilsufar neytenda er í sjálfu sér næg ástæða til að staldra við. Talsmenn líftækniiðnaðarins hafa dregið upp fagra mynd af erfðabreyttum matvælum og haldið því fram að þróun þeirra sé óslitin sigurför sem leiða muni til aukinnar framleiðni og öryggis í mat- vælaframleiðslu. Samkvæmt skýrslunni sýnir reynsla framleiðenda í Norður-Am- eríku allt aðra og dekkri mynd. Ef stað- hæfingar líftæknifyrirtækjanna um kosti erfðabreyttra efna fyrir framleiðendur standa á jafn veikum fótum og skýrslan bendir til, þá er full ástæða til að spyrja hversvegna við eigum að trúa fullyrðing- Cundula Maziani og Hugh Warwick: The Seeds of Doubt. Skýrsla fyrir Soil Association, samtök um um að þessi efni séu örugg og skað- um iífræna landbúnaðaframleiðslu. Kom út !7. september 2002. Sjá: www.soilassociation.org. laus fyrir neytendur. Umfjöllun þessi er byggð á tilgreindum gögnum (skýrslu og fréttatilkynningu) með góðfúslegu leyfi Soil Association. Fræ efans - nokkrar helstu niðurstöður skýrslunnar • Ræktun erfðabreyttra nytjaplantna hefur í mörgum tilvikum reynst óhag- kvæmari en ræktun venjulegra plantna. Ástæðurnar eru aukinn kostnaður við frækaup, meiri þörf fyrir illgresiseitur, minni uppskera (nema e.t.v. í maísrækt- un), og ekki síst minni markaður og lægra verð fyrir afurðirnar. • Aukin framleiðsla erfðabreyttra afurða hefur dregið úr möguleikum framleið- enda til að tryggja nægilegt framboð á sambærilegum afurðum sem ekki eru erfðabreytt, þ.e. hefðbundinni eða lífrænni framleiðslu sem sívaxandi hópur neytenda kýs heldur. • Bændur sem tekið hafa upp ræktun á erfðabreyttu korni eða bómull eiga mjög erfitt með að snúa við blaðinu þar sem ræktunarlandið er ,mengað' um ófyrirsjáanlega framtíð. Hefðbundin fræframleiðsla, matjurtaræktun, matvæla- iðja og flutningar í lausu hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna mengunar frá erfða- breyttum efnurn. • Frjómengun frá erfðabreyttum plöntum er víða orðið alvarlegt vandamál. Þetta veldur bændum tilfinnanlegu tjóni, einkum þeim sem framleiða fyrir ört vaxandi markað með lífrænar vörur, en í alþjóðareglum um lífræna ræktun er notkun erfðabreyttra efna bönnuð. Skaðabótamálum af þessum sökum fjölgar nú ört, enda gífurlegir hagsmunir í húfi. Var farsímanum þínum stolið? Farsímaeign íslend- inga hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Kvörtunardeild Neyt- endasamtakanna fer ekki varhluta af þessari þróun og fær fjölmörg farsímamál inn á borð til sín enda bilanatíðnin nokkuð há. En það er ekki nóg með að farsímar eigi það til að bila heldur er þó nokkuð um að þeir týnist eða sé hreinlega stolið. Fyrsta verk þegar farsíma er stolið er að sjálfsögðu að láta loka símanum. En það er líka hægt að láta leita að símanum og kostar það 3.000 krónur hjá Landssíman- um. Sésíminn í notkun skilar þessi leitoft- ar en ekki árangri. Eigandi stolna símans þarf að skrifa undir sérstakt eyðublað hjá Landssímanum og borga fyrrgreinda upp- hæð. Ef haft er. uppi á farsímanum er lög- reglunni gert viðvart og málið þá komið í hennar hendur. Ef leitin skilar ekki ár- angri eða eigandi hefur ekki áhuga á að borga fyrir að leita að símanum er hægt að láta eyðileggja IMEI-númer símans og verður hann þá ónothæfur. Lögreglan áætlar að á síðasta ári hafi á milli þrjú og fjögur hundruð farsímar skilað sér aftur en þó finnst fjöldi síma aldrei aftur. NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2003 2 7

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.