Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 29

Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 29
• Setja til dæmis allar innkaupanótur á blaðaprjón eða í dollur og taka það svo saman með ákveðnu millibili. • Safna reikningum saman í möppu. • Skráning daglegra útgjalda. • Skráning mánaðarlegra útgjalda. • Deila niður á mánuði útgjöldum sem koma sjaldnar, svo sem tryggingum og fleiru. Þegar fólk er komið með stöðuna er hægt að fara út í að vinna að skipulagningu fjár- málanna, svo og að setja sér markmið. Á heimasíðu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, slóðin er: www.rad.is, er til dæmis hægt að prenta út fjárhagsyfirlit sem gefur heildarmynd af fjárhagsstöð- unni. Einnig er öllum velkomið að hafa samband við Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna í síma 551 4485 frá kl. 9-12 og 13-15 alla virka daga, ef það vantar nánari leiðbeiningar við útfyllingu fjár- hagsyfirlitsins. Skipulagning fjármála Til að geta skipulagt fjármálin vel þarf að vera til staðar gott heimilisbókhald. í heimilisbókhaldi er hægt að fylgjast með hvar hægt er að draga saman í framfærslu og auka sparnað, til að ná settu markmiði. Skipulag í fjármálum er nauðsynlegt hvernig sem fjárhagsstaðan er. Þær grundvallarspurningar sem ber að spyrja sjálfan sig áður en lagt er í slíka skipulagningu eru: Hverjar er tekjurnar? Hver eru útgjöldin? Er afgangur eða er verið að safna skuld- um? Við gerð þessarar upplýsingavinnu er gott að nota fjárhagsyfirlitið frá Ráðgjafa- stofunni sem hjálpartæki. Þegar það er búið verður eftirleikurinn auðveldur. Að þvf loknu er komið að því að fara yfir markmið og hvernig hægt er að nálgast þau, þá er mun auðveldara að finna út hvar hægt er að spara útgjöld og leggja til hliðar, án þess að það skerði neysluna og lífsgæðin svo um munar. Það mætti því segja að sú upphæð sem sparast með þessum hætti verði ósýnileg, þ.e. það sem maður ekki sér og veit ekki af er ólíklegt að maður sakni. Það er aldrei of seint að byrja, heldur verður það of seint að byrja ekki. Setja markmið í samræmi við tekjur og eignir Samhliða því að reyna að hafa fyrir dag- legri framfærslu og húsnæði þurfa flestar fjölskyldur að kaupa bíl, borga niður skuldir, leggja til hliðar til elliáranna, greiða tómstunda- og skólakostnað barna sinna og greiða fyrir ýmis tilfallandi til- efni, stórar veislur og fleira. Þessi atriði eru þau sem flestir stefna að og hafa þegar skuldbundið sig af þeim sökum. Það er hins vegar Ijóst að ekki eru allir eins og ekki hafa allir sömu þarfir. Það er því gott að gera einhvers konar ,óskalista' yfir markmiðin. Það er gott að skipta þeim niður í tvo lista. Annars vegar þau markmið sem ætlunin er að ná innan til dæmis 5 ára, og hins vegar markmiðin sem stefnt er að til lengri tíma. Markmið- in gætu til dæmis verið að: • Lækka skuldir • Eignast öryggissjóð • Eignast íbúð/hús • Stækka við sig húsnæði • Stofna fjölskyldu • Kaupa heimilistæki eða húsgögn • Spara fyrir framtíð barna sinna Eftir að hafa sett þetta niður á blað er nauðsynlegt að huga að því hvað fólk vill leggja á sig til að ná þessum mark- miðum. Þá koma upp spurningar eins og: Hvernig á ég að eiga fyrir þeim? Ætti ég að auka við mig vinnu? Hef ég kost á því? Er ég tilbúinn að fórna til dæmis frítímanum með barninu? Þessara spurn- inga verður fólk að spyrja sig og meta stöðuna út frá svörunum, þ.e. að leggja áherslu á að ná þeim markmiðum sem eru mikilvæg. Það sem eftir situr er svo hægt að láta vera áfram á óskalistanum og sjá til hvað framtíðin ber í skauti sér, því enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Heimildir: www.cfp.com/cons_main.htmi, www.iandsbanki.is/index.asp?gr=8829, www.napfa.com/ConsumerServices/consum- ertips.html, www.namsmenn.is/fjarmal.html, Neytendasamtökin. Ólöglegt efni í hárlitunarvörum Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er efnið m-PD, sem aðallega finnst í svörtum háralit, bannað í snyrtivörum. Það er einungis leyft í þeim tilfellum þar sem öruggt er að einungis fagfólk meðhöndli efnið. í Danmörku er þetta efni algerlega bannað en samt sem áður fundu blaðamenn danska neytenda- blaðsins Tænk+Test nokkrar hárgreiðslu- stofur sem notuðu háralit með þessu tiltekna efni. Ekki nóg með að ólögleg efni sé að finna í háralit. Tænk+Test hefur líka skrifað um ólögleg efni í augnháralit sem seldur hefur verið í Danmörku en síðan fjarlægður úr hillunum eftir uppljóstranir danska neytendablaðsins. I Danmörku og reyndar víðar í Evrópu hefur orðið vart við mikla aukningu of- næmiseinkenna samfara hárlitun. Fjöldi fólks sem leitar læknis vegna ofnæmis- einkenna fer stöðugt vaxandi, og dæmi eru um alvarleg einkenni á borð við bólgur, hárlos, höfuðverk, útbrot og kláða. í Englandi lést 38 ára þriggja barna móðir þegar hún var að lita hár sitt svart. Ofnæmiseinkennin voru slík að hún bólgnaði upp og lést úr andnauð. Neytendasamtök um allan heim hafa áhyggjur af þessari þróun, sérstaklega í Ijósi þess að sífellt fleiri lita hár sitt. Ekki alls fyrir löngu sendi Samband evrópskra neytendasamtaka (BEUC) frá sér áskorun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að grípa til aðgerða vegna hættu við hárlitunarefni. Vísindaleg ráðgjafanefnd framkvæmda- stjórnar ESB komst að þeirri niðurstöðu fyrir um tveimur árum að konur sem nota háralit að staðaldri ættu frekar á hættu að fá krabbamein í blöðru. Sam- tökin hafa áhyggjur af því hvað viðbrögð hafa verið lítil og sein og hversu slælega það gengur að meta áhættuna af þeim aragrúa kemískra efna sem notuð eru í háralit. Talsmenn iðnaðarins gera lítið úr áhættu samfara hárlitun og benda á að mikilvægt sé að fylgja leiðbeiningum nákvæmlega. Á fundi í Austurríki um öryggi snyrtivara var fjallað sérstaklega um alvarlegar afleiðingar hárlitunar. Þar lét yfirmaður Colipa, samtaka evrópska snyrtivöruiðnaðarins, hafa þetta eftir sér: „Ef fólk er of heimskt til að nota háralit ætti það að sleppa því." NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2003 29

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.