Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 7
i -V f L .V r Stjórn Neytendasamtakanna 1984-1986. Aftari röð frá vinstri: Kristín Sigtryggsdóttir, Gísli Baldvinsson, Þorlákur Helgason, Steinar Þorsteinsson, Anna Birna Halldórsdóttir, Guðsteinn V. Guðmundsson framkvæmdastjóri samtakanna, Bjarni Skarphéðinsson, Ásdís Rafnar varaformaður og Ólaf- ur Ragnarsson gjaldkeri. Fremri röð frá vinstri: Gfsli Gunnarsson, Reynir Ármannsson ritari, jóhannes Gunnarsson formaður og Jónas Bjarnason. Áherslur breytast - baráttumálum fjölgar Jóhannes Gunnarsson hefur líklega starfað meira að neytendamálum hér á landi en nokkur annar, fyrr og síðar. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Neytendafélags Borgarfjarðar, fyrsta neytendafélagsins, og var formaður þess fyrstu tvö árin. Hann var kjörinn í stjórn Neytendasamtakanna 1978, varð formað- ur þeirra 1984 og hefur verið það síðan að undanskildum árunum 1996-98 þeg- ar Drífa Sigfúsdóttir var formaður, fyrst kvenna. Þau tvö ár var Jóhannes fram- kvæmdastjóri samtakanna. íformannstíð Jóhannesar urðu Neytenda- samtökin sífellt fyrirferðarmeiri í allri fjölmiðlaumræðu um neytendamál, en jafnramt varð formannsstarfið viðameira og vandasamara. Jóhannes var æ oftar inntur eftir afstöðu samtakanna til marg- víslegra mála sem vörðuðu viðskipti, neyslu og almenn kjör. Á sama tíma urðu viðfangsefni samtakanna víðtækari en áður. Þau létu til dæmis sífellt meira til sín taka á sviði banka- og fjármálavið- skipta. Með minnkandi verðbólgu og auknum stöðugleika batnaði verðskyn almennings og standa Neytendasamtök- in nú fyrir vönduðum verðkönnunum sem birtar eru í fjölmiðlum og vekja verð- skuldaða athygli. Vegna vaxandi fjármálavanda hjá heim- ilum efndu Neytendasamtökin þegar á árinu 1991 til ráðstefnu um fjármál heim- ilanna og gjaldþrot einstaklinga og vakti hún verðskuldaða athygli. í kjölfar henn- ar stóðu samtökin fyrir umræðum um þjónustu og aðlögunarferli fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum. Á árinu 1993 hófu Neytendasamtökin að aðstoða heimili í greiðsluerfiðleikum með ráðgjöf og ann- arri þjónustu en sú starfsemi var lögð niður með stofnun Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Neytendasamtökin hófu jafnframt námskeiðshald í fjármál- um heimilanna sem enn er við lýði og hefur notið mikilla vinsælda. í byrjun tíunda áratugarins juku Neyt- endasamtökin mjög samvinnu við erlend neytendasamtök, svo sem með virkri þátttöku í norrænu neytendasamstarfi, samstarfi innan Evrópusamtaka neyt- enda (BEUC) og samstarfi neytendasam- taka um gæðakannanir (ICRT). Allt þetta samstarf hefurskilaðNeytendasamtökun- um veigamiklum upplýsingum og marg- víslegum stuðningi. Eftir því sem hlutverk Neytendasamtak- anna hefur orðið fjölbreyttara og starf- semi þeirra markvissari og faglegri hafa opinberir aðilar óskað eftir umsögnum samtakanna í ríkara mæli, til dæmis um margvíslega löggjöf. Neytendasamtökin stóðu fyrir skipu- legri og öflugri félagasöfnun á árunum 1988-90. Á aðalfundi samtakanna 1990 hafði fjörutíu ára gamall draumur um Neytendasamtökin sem raunveru- leg fjöldasamtök ræst. Á tveimur árum hafði fjöldi félagsmanna þrefaldast, úr sjö þúsund og þrjú hundruð manns í ríf- lega tuttugu þúsund manns, Síðan hefur félagsmönnum heldur fækkað og eru nú rúmlega 13 þúsund. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Neytendasamtökin eru óumdeilanlega öflug og fagleg fjölda- samtök sem allir þekkja og eftir þeim er tekið. Þau hafa fyrir löngu sannað tilverurétt sinn sem öflugur og sanngjarn málsvari neytenda. NEYTENDABLAÐI0 1. TBL. 2003 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.