Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 9
Frá kvörtunar- þjónustunni Gjaldþrot flækir málin í haust óskaði Brim hf. (áður Heimilis- tæki hf.) eftir gjaldþrotaskiptum. Öllum verslunum í eigu fyrirtækisins var lokað en það voru verslanirnar Euronics (Smára- lind), Taktur (Ármúla), Heimilistæki (Sæ- túni) og Heimskringlan (Kringlunni). Fjölmargir neytendur höfðu áhyggjur vegna gjaldþrotsins og settu sig í sam- band við Leiðbeininga- og kvörtunar- þjónustu Neytendasamtakanna. Spurn- ingin sem brann á allra vörum var þessi: Hvað verður um ábyrgðina þegar verslun lokar vegna gjaldþrots? Almennt er svarið við spurningunni að gjaldþrot veldur því að fyrirtæki getur ekki staðið við skuldbindingar sínar, hvorki ábyrgðarskuldbindingar né aðrar skuldbindingar. Vegna aukinnar neytendaverndar í lög- um og samkeppni milli fyrirtækja þarf gjaldþrot fyrirtækis þó ekki að þýða að öll sund séu lokuð fyrir neytandann. Af þeim sökum tók Leiðbeininga- og kvört- unarþjónustan strax til við að kanna hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir neytendur sem keypt hefðu gallaðar vör- ur af framangreindum verslunum. Tvennt kom í Ijós: 1) Kaupalög mæla fyrir um að í neytendakaupum geti kaupandi undir vissum kringumstæðum gert gallakröfu á fyrri söluaðila; 2) Vörur sem fluttar höfðu verið inn í gegnum Euronics í Noregi og seldar í Euronics á íslandi voru með al- þjóðlegri ábyrgð Euronics-keðjunnar. Við svo búið töldu Neytendasamtökin góðar vonir til að sum mál mundu leys- ast en því rniður reyndust Ijón í veginum. Annars vegar kom í Ijós að Heimilistæki hf. höfðu flutt inn tæki af flestum vöru- merkjum og því var ekki um neina fyrri söluaðila að ræða. Hins vegar neitaði Euronics í Noregi að viðurkenna ábyrgð sína nema hver neytandi legði fram kvitt- un frá Euronics á íslandi fyrir innflutningn- Starfsfólk leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna, frá vinstri: Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri, Ingibjörg Magnúsdóttir fulltrúi, Ceir Mareisson lögfræðingur, Sesselja Asgeirsdóttir fulltrúi og Ólöf Embla Einarsdóttir lögfræðingur og stjórnandi leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar. um frá Noregi. Þær kvittanir reyndist of dýrt og tímafrekt að finna hjá þrotabúinu auk þess sem áætlað var að um 90% kvittananna væru týndar. Þess má geta í framhjáhlaupi að Neytendasamtökin eru afar ósátt við kröfur Euronics í Noregi og til stendur að láta reyna á málið fyrir kvörtunarnefnd í Noregi í gegnum Evr- ópsku neytendaaðstoðina á íslandi. Ráöleggingar Neytendasamtakanna Þegar hér var komið sögu brugðu Neyt- endasamtökin á það ráð að ráðleggja neytendum að setja sig í samband við núverandi umboðsaðila síns vörumerkis á íslandi og biðja hann um nafn á tengilið hjá framleiðanda. Svo virðist sem þessi leið gefist best því samkvæmt upplýs- ingum Neytendasamtakanna hefur einn framleiðandi (Electrolux í Noregi) greitt fyrir ábyrgðarviðgerð á ísskáp eftir þess- ari leið og í tveimur öðrum tilvikum ætl- uðu neytendur að hafa beint samband við framleiðendurna, Whirlpool og Phil- ips. Viðkomandi framleiðendur virðast síðan hafa haft samband við núverandi umboðsaðila, Heimilistæki ehf., því Heimilistæki annast nú ábyrgðarviðgerð- ir á Whirlpool- og Philips-tækjum sem keyptir höfðu verið hjá hinu gjaldþrota fyrirtæki. Hér eru ráðleggingar Neytendasamtak- anna til eigenda gallaðra tækja eftir vöru- merkjum: 1. Eftirfarandi merki seldu innlendir aðilar Heimilistækjum hf. og er hægt að hafa beint samband við þá: a. Linkur: Sony og Panasonic b. Radíónaust: Samsung og Seg c. Pfaff: Braun og Candy d. Íslandssími eða íslensk fjarskipti vegna síma e. Radíóverkstæði Reykjavíkur: Thomson 2. Hafa samband við umboðsaðila á íslandi um nafn á tengilið: Hitatchi, JVC, Crundig, United, Sangem, El ram, Kenwood, Sharp, Delongi, Asco, AEG, Crönje, Bose, Brevill, Elna, Philco og Bauknet. 3. Fara beint á verkstæði Heimilistækja ehf: Whirlpool og Philips 4. Senda tengilið framleiðanda tölvu póst: Electrolux (netfang: marit.teigen@electrolux.no) Græna kortiÖ í febrúar barst Neytendasamtökunum kvörtun frá félagsmanni vegna vill- andi kynningar á Græna kortinu sem Strætó bs. gefur út. Um langt skeið hefur Cræna kortið verið kynnt sem „30 daga kort" en stimplun kortsins hefur hins vegar miðast við mánað- artímabil. Mismunandi dagafjöldi mánaðanna leiðir svo til þess að gildistími kortsins sveiflast frá 28 dög- um í 31 dag. Vegna málsins sendu Neytendasamtökin stjórn Strætó bs. ábendingu og var strax brugðist við af hálfu fyrirtækisins. Kynning Græna kortsins verður því framvegis með þeim hætti að um mánaðarkort sé að ræða og er réttara að mati Neytenda- samtakanna. NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2003 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.