Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2004, Síða 7

Neytendablaðið - 01.06.2004, Síða 7
Skrifstofa Neytendasamtakanna á Akureyri I um aldarfjórðung hafa Neytenda- samtökin rekið skrifstofu á Akureyri. í upphafi var skrifstofan opin tvo daga vikunnar og sáu stjórnarmenn í stjórn Neytendafélags Akureyrar og nágrennis um starfið í sjálfboðavinnu. í mörg ár hefur skrifstofan haft fastan starfsmann á launum og breytti það miklu fyrir starfið þegar sá áfangi náðist. Það sem gerði gæfumuninn þegar Neyt- endasamtökin ákváðu að reka útibú á Akureyri var að stéttarfélög á Eyjafjarðar- svæðinu ákváðu að ganga til samstarfs við samtökin. Gerður var samstarfssamn- ingur milli þessara aðila sem fól meðal annars í sér að stéttarfélögin styrkja Neytendasamtökin fjárhagslega til að auðvelda þeim rekstur skrifstofunnar. Þau stéttarfélög á Akureyri sem eru aðil- ar að þessum samningi eru: Eining-lðja, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Félag málm- iðnaðarmanna, Félag verslunar- og skrif- stofufólks, Starfsmannafélag Akureyrar- bæjar og Félag byggingamanna. Neytendasamtökin færa þeim öllum þakkir fyrir ríkan skilning á mikilvægi öflugs neytendastarfs. Auk þess hafa tvö bæjarfélög, Akureyri og Dalvík, styrkt þessa starfsemi, alla vega flest árin og fyrir það þakka Neyt- endasamtökin. Því er þó ekki að leyna að Neytendasamtökin telja eðlilegt að sveit- arfélög á svæðinu styrki samtökin með öflugri hætti en nú er svo efla megi þessa einingu í starfi Neytendasamtakanna. Og vissulega voru það vonbrigði að Ak- ureyrarbær sá sér ekki fært að styrkja samtökin þetta árið. Það er hins vegar Ijóst að það skiptir máli að Neytendasamtökunum sé gert kleift að starfrækja útibú úti á landi. Með því komast þau í meiri nálægð við neyt- endur sem þar búa og neytendastarf á viðkomandi svæði verður að sjálfsögðu líka allt annað og meira, til hagsbóta fyrir neytendur. Starfsmaður skrifstofunnar á Akureyri er Brynhildur Pétursdóttir. Neytendablaðið spurði Kristján Þór ]úl- íusson bæjarstjóra á Akureyri og Björn Snæbjörnsson formann Eingar-lðju eftir- farandi spurningar: Hvaða gildi telur þú það hafa fyrir neyt- endur á Eyjafjarðarsvæðinu að Neyt- endasamtökin reka útibú á staðnum? Björn Snæbjörnsson Það hefur haft mjög mikið gildi fyrir launafólk á Eyjafjarðarsvæðinu að Neyt- endasamtökin skuli hafa hér útibú. Það skerpir athygli fólks á málefnum hér á svæðinu. Fólk tekur vel eftir því þegar kannanir eru gerðar og sömuleiðis hefur þetta haft áhrif á verslanir og fyrirtæki. Neytenda- mál voru mikið inni á skrifstofum stéttar- félaganna og þar var þeim sinnt af bestu getu en þar skorti e.t.v. reynsluna. Nú sinnir fagfólk þessum störfum og kann til verka. Samstarf stéttarfélaganna og Neytenda- samtakanna hefur verið gott í öllum meg- inatriðum og hefur auðveldað báðum aðilum að sinna því sem hver og einn kann best. Ef setja ætti út á eitthvað væri það helst að ekki er nógu mikið um verðkannanir, t.d. matvöru, þeirri vöru sem fólk kaupir mest af. Ég vil alls ekki að skrifstofan á Akureyri verði lögð niður. Það yrði mikil afturför í þjónustu við félagsmenn okkar. Kristján Þór Júlíusson Nútímasamfélag er eins og þéttriðið net verslunar og viðskipta. Kaup og sala á vörum og þjónustu verða sífellt flóknari og þar sjást ekki allir fyrir. Það verður því að sjálfsögðu að standa vörð um rétt neytenda og til þess eru líkast til engir betur fallnir en samtök neytenda. Það eru til mýmörg dæmi um ýmis vafa- mál sem koma upp í viðskiptum manna á meðal því það er misjafn sauður í mörgu fé. Jafnvel vill brenna við að verið sé að selja hálfónýta eða gallaða vöru, svo ekki sé minnst á varning sem beinlín- is getur talist hættulegur heilsu manna. Þar kemur til kasta Neytendasamtakanna og njóta almennir neytendur góðs af vak- andi auga þeirra og eftirliti með viðskipt- um, auk þess að njóta stuðnings við að leita réttar síns. I Eyjafirði er blómleg byggð þar sem Ak- ureyri er kjarninn og miðpunkturinn með öllum lífsins gæðum. Þetta er blómlegt byggðalag og ég hef haldið því fram að þar muni búa í það minnsta um 30.000 manns árið 2020. Hér er og verður næst- stærsta þéttbýli landsins og því er mjög mikilvægt að í svo stóru samfélagi sé starfsemi Neytendasamtakanna virk og sýnileg og ekki þurfi að sækja slíka þjón- ustu um langan veg. NEYTENDABLA0H12.TBL.2OO4 7

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.