Bændablaðið - 17.02.1998, Qupperneq 3

Bændablaðið - 17.02.1998, Qupperneq 3
Þriðjudagur 17. febrúar 1998 Bændablaðið 3 Hert eftirlit með útflutningi hrossa Ekki má dragast að öll útflutt hross verði örmerkt Svo sem lesendur Bænda- blaðsins hafa séð er nú mikið starf í gangi við uppbyggingu gæðaskýrsluhalds í hrossa- rækt og tilheyrandi forritun svo það verði að veruleika. Jafnframt þessu er nú tekið harðar á öllum málum er varða skil á upplýsingum til Bænda- samtakanna einkum hefur eftirlitið verið hert með út- flutningnum. Bændablaðið tók Kristin Huga- son hrossaræktarráðunaut tali að þessu tilefni. Kristinn tók fram í upphafi að þessar aðgerðir hefðu lengi staðið yfir þó ekki hefðu þær verið svo ýkja áberandi í fjöl- miðlum enda væri oft verra að vinna að málunum í gegnum þá. Kristinn kvað mikið hafa áunnist, t.d. þekktist ekki lengur að upp- runavottorð væri gefið út um hross sem skráð væri á annan eiganda en þann sem skráður væri í Feng. Nú væri þó verið að taka á ýmsum erfiðum málum, t.d. þar sem allt virtist benda til að rangar upp- lýsingar hefðu verið gefnar vísvit- andi. Kristinn tók fram í lokin að ekki kæmist lag á þessi mál fyrr en öll hross væru örmerkt sem á annað borð væru á lífhrossamarkaði eða í ræktun tengdri honum. Nú mætti ekki dragast neitt að tekin yrði upp sú venja að öll útflutt hross yrðu örmerkt. Það hindraði að uppruna- vottorð víxluðust á milli hrossa eða þeim væri víxlað. Því þó svo út- flytjendur væru í heild sinni sóma- kærir væri þó misjafn sauður í mörgu fé. Fyrsta Limousine nautið feilt í Hrísey Á dögunum var Limousine nautið Ljúfur felldur í Hrísey. Hann var fæddur í júlí 1995 og því um 30 mánaða gamall. Ljúfur var 720 kg á fæti og fallþunginn 421 kg. Kjötið af honum var mjög vöðvamikið, en þar sem hlutverk hans var að framleiða sæði var fítu- söfnun tiltölulcga Iítil. Á meðfylgjandi mynd má sjá fallið af Ljúfí. Tveir góðir kostir í kornið! BIZON - SAMPO CASE IH * Valmet mótor 87 hö * Valmet hydrostatic drif * 3,25 m skurðarborö * Hentar bændum og minni kornræktarfélögum * Perkins mótor 150 hö * 3,60 - 4,20 - 4,80 skurðarborð * Afkastamikil * Hentar stærri kornræktarfélögum Leitið upp- lýsinga hjá sölumönnum! VÉLAR& ÞJÖNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a -\ Askrift að Frey fyrir þá sem viljafylgjast með íslenskum landbúnaði Freyr flytur nýja þekkingu - undirstöðu framfara! Þegar Bændasamtök íslands hófu að gefa út Bændablaðið árið 1995 breyttist hlutverk Freys. Blaðið birtir nú einkum alhliða leiðbeiningaefni en minna af fréttum. Verkaskipting blaðanna er sú að Frey er ætlað að birta efni sem ætla má að bændur þurfi að grípa til eitthvert tímabil, jafnvel nokkur ár. Til að auðvelda þá notkun er birt ítarlegt efnisyfirlit hvers árgangs í síðasta tölublaði ársins. Á þessu ári, 1998, verður enn sú breyting á Frey að efni sem áður birtist í sérritum BÍ, Nautgriparæktinni, Sauðfjárræktinni og að hluta Hrossaræktinni, birtist nú í sérstökum „þemablöðum“ Freys. Ráðgert er að fjölga tölublöðum Freys í 13 - 15 og þar af verði þrjú sérblöð um nautgriprækt, tvö um sauðfjárrækt og eitt um hrossarækt. Öðrum búgreinum verða einnig gerð skil í öðrum tölublöðum, sem sum hver verða að hluta til búgreinatengd. Óhjákvæmilega hækkar áskriftargjald Freys við þessa stækkun og hefur verið ákveðið 3.600 kr. í ár. Áfram verður hægt að kaupa sérritin ein og sér, en það er sérstök ástæða til að hvetja bændur til að kaupa Frey allan. Ætlunin er að efla hann sem faglegt rit, og bændur þurfa á því að halda að fylgjast með því sem þar verður skrifað. Vinsamlega klippið út og merkið umslagið: Freyr, Bændahöll, Pósthólf 7080, 127 Reykjavík Já, takk. S Eg vil gerast áskrifandi! Nafn Heimili Póstfang Staður Kennitala Ársárskrift er kr. 3.600 ( ) VISA ( ) Euro ( ) Gíró Nr. korts ( ) ( ) ( )()()()()()()( ()()()()( ( ) Gildirtil ( )( ) Áskrift er innheimt í upphafi nýs árs. Undirskrift Viltu hringja og gerast áskrifandi? Síminn er 563 0335, 563 0375 eða 563 0315. Faxið er 552 3855

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.