Bændablaðið - 17.02.1998, Side 4

Bændablaðið - 17.02.1998, Side 4
4 Bœndablaðið Þriðjudagur 17. febrúar 1998 Bændablaðið Œ. > Ui oc LL Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími5630300 Fax á aðalskrifstofu BÍ 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu 552 3855 Kennitala 631294-2279 Ritstjóri Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra 563 0375 GSM sími 893 6741 Heimasími ritstjóra 564 1717 Netfang ath@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Jórunn Svavarsdóttir Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðariega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.353 eintök (miðað við 18. janúar 1998) í dreifingu hjá Pósti og síma. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3200 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621 Ritstjórnargrein Eflum fagþjónustu I síðustu viku var ráðunautafundur haldinn á Hótel Sögu, en fundur þessi er árlegur fræðslu- og samráðsfundur ráðunauta, rannsóknafólks og kennara við bændaskólana. í vikunni var einnig haldið upp á 50 ára afmæli Félags íslenskra búfræði- kandídata, sem hefur á ferli sínum látið sig varða helstu framfara- mál landbúnaðarins og beitt sér fyrir margvíslegri fræðslu meðal búvísindamanna. Eru félaginu færðar hjartanlegar hamingjuóskir. Auk þess sem greint var frá ýmsum áhugaverðum rannsókna- niðurstöðum á ráðunautafundinum, var sér- staklega fjallað um framsetningu leið- beininga- og gæðastjómun í landbúnaði. Þetta er tímanna tákn. Menn gera sér æ betur grein fyrir því, hve þörfin er mikil fyrir faglegar upplýsingar, að búskapur er sá at- vinnurekstur sem gerir hvað fjölþættastar kröfur til stjómandans, þ.e. bóndans, og framtíð hans byggist á því að fylgjast með og tileinka sér ávallt þær aðferðir sem bestum árangri skila. Við höfum takmarkaða fjármuni til að standa undir þekkingaröflun og miðlun, og því er mikilvægt, að þeir sem em í forsvari fyrir slíkum stofnunum geti aðlagast nýjum kröfum og séu tilbúnir til þeirra breytinga og átaka sem nútíminn krefst. Stofnanakerfí landbúnaðarins er allt til endurskoðunar og fyrir liggja fmmvarpsdrög sem fela í sér gjör- breytt skipulag rannsókna og fræðslu. Þótt meiningar séu deildar um útfærslu frumvarpsins, em allir sem að þessum málum koma sammála um nauðsyn þess að styrkja tengsl og efla samstarf milli fagstofnana landbúnaðarins. Það markmið verður að nást. Niðurstöður búreikninga sína mikinn breytileika í afkomu búa innan sömu greina. Þörfin á einstaklingsbundnum rekstrarleið- beiningum er knýjandi. Hjá Bændasamtökunum hefur í vetur verið smíðað einfalt rekstrarlíkan fyrir kúabú, sem ætlað er til að auðvelda markvissar rekstrarleiðbeiningar. Með líkaninu fæst skýr samanburður á einstökum rekstrarþáttum viðkomandi bús við meðalbú á landsvísu og þau sem mestum og minnstum launum skila á framleidda einingu. Líkanið á að nota til að meta stöðuna og koma auga á helstu veikleika í rekstrinum. Síðan er ætlunin að ráðunautar aðstoði viðkomandi bónda við að setja sér markmið um bættaan rekstur og fylgi því starfi eftir. Þetta er ein viðleitni til að efla leiðbeiningastarfið. Önnur kemur fram í breyttri útgáfu Freys, sem frá er skýrt hér í blaðinu. Sú breyting felst í því að skerpa faglegar áherslur í Frey, gefa út sérstök tölublöð, helguð stærstu búgreinunum og fela fagráðum búgreinanna aukið hlutverk við að velja og finna efni til birtingar eftir þörfum greinanna. Samhliða þessum breytingum verður tekið á til að auka áskrift að Frey, og vil ég að lokum skora á þá bændur, sem ekki eru þegar áskrifendur, að panta áskrift. Islenskir bændur þurfa öflugt fagrit, en markmiðið með útgáfunni næst því aðeins að ritið sé keypt og lesið. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvœmdastjóri Bœndasamtaka íslands Gæðaskýrsluhald EndupskoÖun upp- lýsinga og einstnklings auQkenning gripa Kristinn Hugason, hrossaræktar- ráðunautur Bændasamtaka íslands. Með gæðaskýrsluhaldi er átt við að staðlað vottunarkerfi er tekið upp og upplýsingar gagn- tékkaðar. í þessu felst t.d. að ekki verður hægt að skrá upplýsingar af einni skýrslu nema að rökræn forsenda skráningar komi fyrir á skýrslu sem er næst á undan í ferliröðinni í skýrsluhaldinu. Þetta verður best skýrt með því að bera saman núverandi ferli og hið nýja. Nú verandi ferli 1. skref: Grunnskráning ræktun- arhrossa á sérstök eyðublöð sem skráð er af í tölvu. 2. skref: Útfylling og skráning fang- og folaldaskýrslna. Þær eru í fyrsta skipti skráðar að fullu á sér- stök eyðublöð hjá hveijum þátttak- anda fyrir sig en síðan em skýrslumar sendar þeim hálf- útfylltar en þeir ljúka útfyllingunni og senda skýrslumar til baka til BÍ. Þessu skrefi tilheyrir og færsla sér- stakrar ómskoðunarskýrslu. 3. skref: Viðhald upplýsinga í gagnabankanum með innsendum leiðréttingum á ætt, lit o.fl. og til- kynningum um eigendaskipti. 4. skref: Þátttaka í kynbóta- dómum sem færðir em á sérstök eyðublöð, skráðir í tölvu og fara í gegnum mikla úrvinnslu. 5. skref: Einstaklingsauðkenn- ing hrossa með frostmerkingu eða örmerkingu. Um leið og merkingin er framkvæmd em fylltar út frost- eða örmerkingaskýrslur sem em tölvuskráðar. Sértœkt ferli vegna útflutnings Skráning útflutningshrossa með því að fylla út sérstakt upp- lýsingablað vegna útflutnings hrossa. Upplýsingar em síðan fengnar úr Feng eða hrossið gmnnskráð og gefið út uppruna- vottorð vegna útflutnings og fyljunarvottorð hafi hryssur verið fluttar fylfullar úr landi. Nýtt ferli - gœðaskýrsluhald 1. skref: Færð stóðhesta- skýrsla. Stóðhestaskýrslan er nýjung og verður eyðublaðinu fyrir ómskoðun breytt yfir í hina nýju skýrslu. A skýrslunni skal koma fram númer og nafn stóð- hestsins sem í hlut á, staður og tímabil notkunar auk þess hver umsjónarmaður hestsins var. Þá skulu taldar upp allar hryssur sem vom hjá hverjum hesti hvert tíma- bil fyrir sig og skráðar niður allar helstu upplýsingar um hryssumar, s.s. niðurstaða ómskoðunar hafi hún verið gerð. Stóðhestaskýrslan skal undirrituð af umsjónarmanni stóðhestsins, dýralækninum sem framkvæmdi ómskoðunina hafi hún verið gerð og skilað eigi síðar en 31. desember notkunarár hest- sins. Það þýðir að skýrslum um alla stóðhesta sem notaðir verða næsta sumar skal skila til BÍ eigi síðar en 31. desember n.k. 2. skref: Útfylling á fang- og folaldaskýrslum sem sendar em út til þátttakenda hálfútfylltar. Tölvu- skráning fang- og folaldaskýrslna gengur ekki snurðulaust fyrir sig nema móðirin komi fyrir á stóð- hestaskýrslu yfir viðkomandi hest árið áður. 3. skref: Einstaklingsauð- kenning á hrossi þegar á folalds- aldri. Rétthæst er örmerking og um leið og hún er framkvæmd er fyllt út vottorð, sbr. reglugerð um það efni. Hið sama gildir um frost- merkingu sem einnig er fullgild einstaklingsauðkenning svo fremi sem reglugerðum sé fylgt. 4. skref: Staðfesting ættemis með blóðflokkun eða DNA-grein- ingu. Skylda hvað stóðhesta varð- ar, æskilegt hvað önnur hross varðar og skilyrði til skráningar á ættemi ef ákvæðum gæðaskýrslu- haldsins, sbr. 1. til 3. lið hér á undan hefur ekki verið fylgt. 5. skref: Viðhald upplýsinga, sbr. 3. skref í núverandi ferli en að auki er verið að hanna nýja Framleiðendur nautgripakjöts ættu ekki að þurfa að bíða lengi eftir að fá gripum sínum slátrað, ef marka má nýjustu biðlista hjá sláturleyfishöfum sem tekinn var um mánaðarmótin janúar/febrúar. Á meðfylgjandi töflu má sjá að biðlisti eftir slátmn á ungneytum er mun styttri nú en tvö undanfarin ár. Meginástæðan er sú að slátmn ungneyta jókst um 1.200 gripi milli áranna 1996 og 1997, eða úr ríflega 7.900 gripum í 9.100. Biðlisti eftir slátrun á kúm svarar skýrslu. Sú skýrsla kallast afdrifa- skýrsla og verður send út til þátt- takenda í skýrsluhaldinu hálfút- fyllt. Þar skulu þátttakendur skrá inn afdrif hrossa og senda inn til skráningar í gagnabankann. 6. skref: Þátttaka í kynbóta- dómum, sjá 4. skref í núverandi ferli. Sértœkt ferli vegna útflutnings við tilkomu gœðaskýrsluhalds Uppmnavottorð Bændasam- taka Islands fyrir útflutt hross verði að fullu unnin úr gagnabanka Islands-Fengs og engar upplýsing- ar skráðar nema eftir ferli gæða- skýrsluhaldsins. Sama gildi um út- gáfu fyljunarvottorða. Til greina gæti komið að gefa út B-vottorð og þá eftir upplýsingum frá út- flytjendum en um það gildi sem ætíð annars að allar upplýsingar frá útflytjendum vegna útflutnings verða að berast í frumriti og undir- ritaðar af þeim. Frá því að uppbygging núver- andi skýrsluhalds hófst árið 1990 hafa hlutimir gengið ótrúlega hratt fyrir sig. Fyrir rúmum tíu ámm síðan vom langt innan við tíu þúsund hross tölvufærð hjá BÍ en nú em í Feng rétt tæp eitt hundrað þúsund hross. Við tilkomu gæða- skýrsluhaldsins mun skráningin breytast úr magnskráningu yfir í gæðavottaða skráningu og mun þetta átak enn styrkja stöðu íslenskrar hrossaræktar. til um eins mánaðar slátmn og hafa einstakir sláturhússtjórar lýst því yfir að þeir óttist skort á gripum til slátrunar á útmánuðum. Biðlisti nautgripa hjá sláturleyfishöfum í lok janúar árin 1995 til 1998 Ungnaut Kýr stk. stk. 1995 418 1.715 1996 1.854 1.152 1997 1.573 963 1998 821 865 Stefnir í skort á nautakji

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.