Bændablaðið - 02.03.1999, Síða 4

Bændablaðið - 02.03.1999, Síða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: ath@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Biaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Þvf er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.337 eintök (miðað við 19. janúar 1999) í dreifingu hjá íslandspósti. Bændablaðinu er dreift frítt tii þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.450 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621 Heimasíða íslensks landbúnaðar www.bondi.is Bændablaðið Ritstjórnargrein Búnaðarþing er hafið. Þingfulltrúar munu beina sjónum sínum í meira mæli en oft áður að almennum byggða- málum enda er það svo að þau og landbúnaðurinn eru tengd órjúfanlegum böndum. Staða dreifbýlisins er veik en þó virðist sem það örli á vilja meðal ráða- manna þjóðarinnar að hlutur þess verði réttur. Ástæðan er ekki síst sú að kostnaður þjóðfélagsins vegna flóttans úr dreifbýli á möl nemur þremur til fimm milljónum króna á hvern mann sem flytur af landsbyggðinni á höfuð- borgarsvæðið. Þar er bæði um að ræða kostnað vegna nýframkvæmda og verr eða ekki nýtt mannvirki á lands- byggðinni. Samkvæmt þessu hefur fólksflóttinn af landsbyggðinni síðustu tíu árin kostað þjóðina 36-60 milljarða eða 3,6 - 6,0 milljarða árlega að meðaltali. Bændur eru útverðir margra byggða. Bresti á flótti í þeirra röðum, umfram það sem þegar er orðið, er þess ekki langt að bíða að smærri þétt- býlisstaðir eigi sér ekki langra lífdaga auðið. í mörgum tilvikum byggja þessir staðir á sveitunum - á þjónustu við þær og úrvinnslu afurða. Fólksflótti af því tagi sem hér um Flóttinn á mölina ræðir er ekkert séríslenskt vandamál. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fer fólk frá norðursvæðunum en þó í minni mæli en hér á landi. í öllum þessum löndum glíma ráðamenn við þennan vanda enda sjá þeir sem vilja að svona byggðaröskunin kostar þjóðfélagið mun hærri upþhæð en ef samfélagið legði sitt af mörkum svo fólk gæti hugsað sér að vera á heimaslóðum. Þegar grannt er skoðað kemur í Ijós að margir þéttbýlisbúar vilja gjarnan búa í dreifbýlinu. í tillögu til þings- ályktunar um stefnu í byggðamálum, sem forsætisráðherra lagði fyrir Alþingi í vetur, segir frá könnun prófessors Stefáns Ólafssonar um það hvar fólk vill búa. í stuttu máli er afstaða fólks til búsetu á landsbyggðinni á margan hátt jákvæð. Mun fleiri fýsir að flytja út á land en þaðan til höfuðborgar- svæðisins. Það vantar því ekki vilja fólksins til þess að búa í dreifbýlinu. Könnun Stefáns leiðir það glöggt í Ijós. Eðlilega spyr fólk um atriði eins og húshitunar- kostnað, verðlag, nám, laun og fjöl- breytni í atvinnulífi áður en það velur sér samastað. Svörin sem það fær úti í hinum dreifðu byggðum eru of oft þétt- býlinu í hag. Tillaga for- sætisráðherra vekur væntingar um að ríkisvaldið hafi hugsað sér að taka á vandanum á rögg- saman hátt enda veitir ekki af. Störfum í frum- framleiðslu mun ekki fjölga á næstu árum. Þvert á móti. í atvinnu- könnun Þjóð- hagsstofunar í janúar kemur fram að atvinnurekendur vilja fjölga starfsfólki um 0,3% af áætluðu vinnuafli. Samanburður við liðið ár sýnir aukningu en hún er öll á höfuð- borgarsvæðinu og fyrst og síðast er beðið um fólk til starfa í þjónustugrein- um. Það er ekki á valdi bænda að seiða til sín nýjar starfgreinar. Sveitarfélögin í strjálbýlinu geta það ekki heldur ein og sér. Þarna verður ríkisvaldið að koma til sögunnar. Því verður fylgst vandlega með afdrifum þingsályktunar forsætis- ráðherra - og ekki síður hvað stjórnvöld gera á næstunni. 9 Askell Þórisson, ritstjóri Bœndablaðsins Ræktum kýæar markvisst íslenskar kýr eru duglegar að mjólka, fái þær nóg af góðu fóðri. Hins vegar þarf að leggja meiri áherslu á að bæta júgur og spenagerð þeirra með áherslubreytingum í kynbótastarfinu. Sverrir Heiðar Juliusson, kennari á Hvanneyri. Erfðaefnið Fyrir hvert kúabú er það lífs- spursmál að hafa góðar og hraustar kýr. En hvernig má ná því? Fóðrun, hirðing og meðferð hefur að sjálfsögðu mjög mikið að segja en grunnurinn er þó alltaf það erfðaefni sem er til staðar í fjósinu. Hvemig má bæta þann erfðagrunn rétt? Kynbœtur í búfjárrœkt Eins og við þekkjum þá er töluverðum tíma eytt í kynbóta- starfið í sauðfjárræktinni. Ráðu- nautar eru á þönum fram eftir hausti og dæma og er það hið besta mál. Það er einnig svo í hrossa- ræktinni og þar er oft mikið haft fyrir því að koma merunum undir þá bestu stóðhesta sem bjóðast hverju sinni. Mér sýnist hið opin- bera kynbótastarf ekki eins öflugt í nautgriparæktinni þó þörfin sé þar ekki síður til staðar og veltan í greininni meiri. Sumir kúabændur hafa líka að mínu mati ekki verið nógu duglegir að velja sjálfir naut á sínar kýr. Skoðið nautin! Verið gagnrýnin og vandið val á sæðinganauti fyrir hverja ein- staka kú í fjósinu. Skoðið vand- lega hverjir séu veikleikar hjá kúnni og gætið þess að á móti henni sé valið naut sem gefur styrk fyrir þann eiginleika. Þar má styðjast við úttekt og glöggar lýsingar Jóns Viðars Jónmunds- sonar á kostum og göllum ein- stakra reyndra nauta, sjá t.d. Naut- griparæktina og svo Frey, og svo upplýsingar um mæður og feður óreyndu nautanna. Ég tek undir niðurlagið í grein Auðar Lilju Arnþórsdóttur í Frey 7/98 þar sem hún fjallar um leiðir til að auka gæði mjólkur og draga úr líkum á að kýr fái júgurbólgu. Þar segir hún „Við val á nautum og kúm til undaneldis er tekið tillit til júgur- og spenalögunar og almenns heil- brigðis.“ Verið því gagnrýnin við val á feður kálfanna ykkar því þar er mikill breytileiki og mikið í húfi fyrir ykkur, þar er framtíðin að veði. Hvernig eru reyndu nautin í dag? I Frey í haust var birtur af- kvæmadómur á nautum sem fædd eru 1991 og geta kúabændur nýtt sér þær upplýsingar. Þetta eru þau naut sem nota skyldi á tímabilinu mars 1998 - mars 1999. Sé t.d. mest um vert að bæta júgurgerð og spena hjá kú þá virðist t.d. Skjöldur 91022 henta hvað það snertir því í lýsingu á dætrum hans segir Jón Viðar: „ákaflega vel hvelfdur bolur. Glæsileg júgurgerð. Góðar mjaltir og skap“ Einnig kæmi til greina að nota Blandon 91023, en um dætur hans segir: „sterkleg bol- bygging. Vel gert júgur og spen- ar.“ Lýsingar á dætrum annarra nauta fædd 1991 eru alls ekki jafn áhugaverðar hvað júgur og spena varðar (Freyr nr. 5 1998). Markvissara úrval Til að bæta okkar íslenska stofn varðandi þessa eiginleika, þurfum við að auka vægi þeirra í kynbótamatinu og velja betri naut. Er því nauðsynlegt að leggja meiri vinnu í að dæma júgur og spena hjá kúm, svo að meiri dreifing náist í þær einkunnir svo að frekara úrval sé mögulegt? Við verðum að ná inn á stöðina nautum sem gefa gott júgur og spena, jafnvel þó við verðum að slaka á í kröfunni um afurðamagn. Það má hvort sem er auka með kjam- fóðurgjöf eins og við höfum verið að sjá í skýrsluhaldinu. Mín niðurstaða Ef við náum inn á sæðingastöð nautum sem gefa gott júgur og spena og aukum vægi þeirra í kyn- bótamatinu, held ég að við komumst nógu fljótt á beinu brautina og sá hópur sem vill flytja inn norskar kýr fari að einbeita sér að öðrum þörfum málefnum bú- greinarinnar sem eru mörg. Þau málefni s.s. varðandi fóðrun, hirð- ingu og aðbúnað, mjaltir og þess- háttar verða ekki leyst með inn- flutningi á nýju kúakyni, höfum það á hreinu. Bútæknideild YíiPlit úr ölliim prótana- skýrslum á netið Bútæknideild RALA vann nokkuð síðastliðinn vetur við að gera heimasíðu deildarinnar. Nú er búið að setja inn yfirlit úr öllum prófanaskýrslum síðasta áratugar auk ýmissa greina og verklýsinga. Grétar Einarsson deildarstjóri Bútæknideildar segir að sífelit fieiri séu að koma sér upp nettenginu. „Margar fyrirspurnir til okkar beinast að ákveðnum tækjum. Með því að fara inn á síðuna geta menn fundið það sem þeir eru að leita að þar sem skýrslurnar eru fiokkaðar bæði eftir vélafiokkum og árum. Við erum aðeins með útdrátt úr skýrslunum á síðunni þannig að menn sjá niðurstöðurnar í grófum dráttum, hvaða vélar hafa verið prófaðar og hverjar eru meginniðurstöðurnar,“ segir hann. A síðunni er einnig efni sem tengist ráðunautum, sem og ýmiss konar leiðbeiningarefni. „Stefna okkar til lengri tíma er að koma öllum efnisflokkum þarna inn þannig að menn geti leitað að tæknilegum upplýsingum um vélina beint á heimasíðunni. Þarna væri t.d. hægt að hafa upplýsingar úr erlendum prófunum og þá væri jafnvel hægt að vinna þessar upplýsingar í samvinnu við innflytjendur,“ segir Grétar að lokum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.