Bændablaðið - 02.03.1999, Qupperneq 15

Bændablaðið - 02.03.1999, Qupperneq 15
Þriðjudagur 2. mars 1999 BÆNDABLAÐIÐ 15 Dreifbæran búskap eða péttbæran? í umræðu daganna um vist okkar og umhverfi fer nokkuð fyrir þeim hugtökum sem á málum nágrannaþjóða kallast "intensive" og "extensive". Búskap og búskaparháttum er lýst með þessum orðum. Intensívan kalla menn þann búskap t.d. þar sem miklum fjölda gripa er haldið á afmörkuðu rými, hvort heldur er landi eða á húsi. Mér hefur flogið í hug hvort mætti nota orðin þéttbær og dreifbær um þetta efni. I fyrsta lagi eru þau í samhljómi við þéttbýli - dreifbýli og þungbær - -léttbær. I öðru lagi tengjast orðin sögninni að bera og nafnorðinu byrði, sem bæði hafa nokkra skírskotun til búháttanna, sem lýsa á, m.a. í gegnum það hver byrði þeir kunna að vera fyrir það umhverfi sem nýtt er. Samkvæmt þessu mundum við til dæmis kalla sauðfjárbúskap á beitanlegum víðemum dreifbæran búskap en tæknivæddan svína- og hænsnabúskap þéttbæran. í útlöndum nota þeir hins vegar tölulegar mælistærðir til að greina á milli stiganna tveggja dreifbæris og þéttbæris. Hvar fleiri en 2,0 stórgripaeiningar koma á hektarann og meira en 1,0 tonn kjamfóðurs fer á stórgripaeiningu kallast gjaman þéttbær (intensive) búrekstur. Hvemig fara þessi orð í ykkur? Bjarni Guðmundsson Hvanneyri Frigg og Bændaskólinn á Hvanneyri gera með sér samstarfssamning Bændaskúlinn prófar vörurnar frá Frigg Bændaskólinn á Hvanneyri og sápugerðin Frigg hafa gert með sér samstarfssamning þess efnis að hreinsiefnin sem Frigg fram- leiðir fyrir mjólkurframleiðend- ur verði prófuð á Hvanneyri. Þetta á bæði við um ný efni og efni sem þegar eru í framleiðslu hjá fyrirtækinu, sem og erlend efni sem Frigg er að sækja um framleiðsluleyfi fyrir hér á landi. Samningurinn snýst um að efnin séu notuð á ákveðnum stöðum í sveitinni og á Hvanneyri. Mjólkureftirlitsmenn hafa eftirlit með prófununum og Mjólkursam- salan tekur einnig þátt í þessu. Þama verða efnin undir stöðugu eftirliti og sérfræðingar hver á sínu sviði fylgjast með árangrinum. Þar er m.a. fylgst með gerlatölu mjólk- ur og hvemig efni vinna t.d. á júgurbólgu. Þetta verður skráð nið- ur og úr niðurstöðunum verður unnin lokaskýrsla um hvemig efnin hafa reynst. Lúther Guðmundsson forstjóri Friggjar segir að vöruþróun skorti nokkuð í þessum geira. Tilgangurinn með þessu af þeirra hálfu sé að fá góða úttekt á efnunum áður en byrjað verði mikið á vöm- , þróun. Hann segir að meðal þess sem prófað verði séu nýir fóðurbætissteinar sem eigi að koma í staðinn fyrir saltsteinana sem notaðir em víðast hvar í dag. „Við komum til með að leggja meiri áherslu á júgurhreinlæti en við höfum gert á undanfömum árum,“ segir hann. Pétur Pétursson mjólkurfræð- ingur bætir því við að mörg þessara efna sem prófuð verða hjá Hvanneyri hafi þegar verið í notkun hjá bændum í mörg ár. „Við viljum samt leggja þetta á borðið til að fá niðurstöður um hvort hægt sé að gera efnin betri.“ Pétur nefnir sem dæmi efnin 1P- 456 og Helios, en síðamefnda efnið er reyndar frekar nýtt af nálinni en hefur komið vel út í prófunum. Lúther segist spenntur fyrir niður- stöðu verkefnisins. „Þama fáum við svörin á einum stað frá æðstu menntastofnun landsins í land- búnaðinum. Ef einhverju er ábóta- vant vitum við hvar við eigum að byrja að vinna. Við viljum í raun nota þetta sem okkar gæðaeftirlit," segir hann. Forsvarsmenn Friggjar segja að niðurstöður skýrslunnar verði notaðar í frekari vömþróun innan fyrirtækisins. A Alfa Laval Agri VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601 Þeir einu á markaðnum sem eru ryðfríir að utan oq innan. Ryðfríir að utan og innan Sérúttak í þvottavél Hámarkshiti 95°C Áreiðanlegir, öruggir og endingargóðir Sérhannaðir fyrir mjólkurframleiðendur Stillanlegur blöndunarventill Sér heitavatnsúttak (L þvottavél “95°C” TJmskiptanleg tæringarvörn Ytra byrði úr . ryðfríu stáli “Pölýurethane” éinangrun án umhverfisevðandi efna Innra byrði úr ryðfríu stál | Hitaelement Oryggisventill | HITAVATNSKUTAR Nú er rétti tíminn.. til að panta velbúinn I0HN DEERE traktor fyrir sumarið! Dragðu ekkl að panta draumatraktorinn! Vegna mikillar eftirspurnar eftir JOHN DEERE traktorum er afgreiðslutími um 4 mánuðir. Til að tryggja JOHN DEERE traktor fyrir sumarið er rétti tíminn til að pantanúna. Nú er tækifæri til að eignast John Deere traktor á hagstæða verðinu. Sökum hagstæðs gengis á þýska markinu er verð á John Deere traktorum lægra en áður. Þeirtraktorar sem við getum boðið af lagereða með stuttum fyrirvara eru: 5000 línan - stærðír60,70 og 80 hö. 6010 SE línan - stærðir 75,80,90,100 og 105 hö. 6010 línan - stærðir 75,80,90,100,105,115,125 og 135 hö. Hafið samband við sölumenn okkarog kannið nánarbúnað, verð og greiðslukjör. ÞOR HF Reykjavík - Akureyri REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - Sími: 461-1070 - Vefsíða: www.thor.is Láttu drauminn rætast - fjárfestu í John Deere traktor! Hann stendur fyrirsínu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.