Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 5. september 2000 Innfluhiingur á mjúlkur- vfirum eykst „Á síðustu mánuðum hefur tals- vert verið flutt inn af jógúrt frá Spáni. Þessi innflutningur kom bæði framleiðendum og mjólk- uriðnaðinum á óvart. Við lifðum í þeirri trú að sú verðvernd sem við búum við, væri þannig að til slíks innflutnings myndi ekki koma nú,“ sagði Þórólfur Sveinsson formaður Landssam- bands kúabænda. Þórólfur sagði að á fyrstu sex mánuðum ársins hafi verið flutt inn 280 tonn af jógúrt, en 17 tonn á seinni hluta síðasta árs. „Þessi inn- flutningur undirstrikar þá staðreynd að í alþjóða- og milliríkjasamn- ingum virðist það tilhneigingin að draga úr innflutningsvemdinni. Þannig lækkuðu tollar á nokkmm tegundum mjólkurvara um 15 % við endurskoðun á samningi er fylgir bókun 2 við EES-samning- inn í ágúst 1999, og frekari lækkanir eru fyrirhugaðar. Um- rædd tollvemd er fólgin í óverð- tryggðum krónutölutollum sem rýma að raungildi í íslenskri verðbólgu. Þetta er svið sem skipt- ir okkur miklu og þama þurfa bændur og mjólkuriðnaðurinn að fylgjast betur með. Þá hljótum við að taka nokkurt mið af innflutn- ingsmöguleikum þegar reynt er að átta sig á verðþoli mjólkurinnar," sagði formaður LK. Innflutningur á erfðaefni úr norskum kúm lUiðunstada fi haustdðgum Aðalfundur Landssambands kúabænda var haldinn á Selfossi í liðnum mánuði. Á fundinum kom meðal annars fram að Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, hefur ákveðið að niðurstaða varðandi innflutning á erfðaefni úr norskum kúm verði tekin á haustdögum. „Þetta er vandasamt mál og um- deilt meðal bænda sjálfra og fólksins í landinu, en það hefur sagt í könnunum að það telur ís- lensku mjólkina betri en gerist annars staðar“, sagði land- búnaðarráðherra. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda sagði að biðtíminn hefði verið dálítið erfíður. „Landssamband kúa- bænda og Bændasamtök ísland sóttu um að fá að gera þessa til- raun. Ástæða er til þess að undir- strika það enn einu sinni að við höfum sótt um leyfi til að gera til- raun en ekki um leyfi til þess að nota umræddan kúastofn í okkar ræktun. Það er annað og mál sem við getum fjallað um eftir sex til sjö ár“. - Fjallað er um aðalfundinn á bls. 8. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, tók nautgriparæktarforritið ÍSKÝR formlega í notkun á sýningunni Kýr2000. Hér má sjá Guðna ásamt Maríönnu Helgadóttur, starfsmanni Bændasamtaka íslands, í þann mund er ráðherrann hafði opnað forritið. Ánægjan með árangurinn leynir sér ekki! Landax as. en lagað að íslenskum aðstæðum af Páli Eggertssyni, kúabónda og forritara á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Verkefnið er sam- vinnuverkefni Bændasamtakanna og Landssambands kúabænda. „Með þessu forriti getur bóndinn skráð öll gögn vegna ræktunar- lUýtt M í naiit- griparækt formlega tekið í notkun „Skýrsluhald í nautgriparækt á sér langa sögu, en mikilvægasta hlutverk þess er að mynda grunn sem ræktunarstarfið byggir síðan á. Breytt starfsum- hverfí mjólkurframleiðslunnar hin síðari ár hefur aukið vægi skipulegrar upplýsingaöflunar. í framtíðinni verða margháttaðar upplýsingar um gripi lykilatriði í markvissri stjórnun kúa- búsins,“ sagði Gunnar Guð- mundsson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs BÍ á sýningunni Kýr 2000 en á henni var opnað formlega nýtt forrit, ÍSKÝR sem bændasamtökin hafa verið að þróa fyrir kúabændur. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, tók forritið formlega í notkun á sýningunni. Þess má geta að ráðherra var fjósameist- ari í Laugardælum frá 1973 til 1976. Gunnar sagði að þessar upplýsingar nýttust jafnt í fóðrun, framleiðslu- og frjósemiseftirliti svo eitthvað væri nefnt. „Ör þróun í skráningartækni, tölvunotkun og gagnaflutningum kemur hér að góðum notum. En þörfin fyrir traustar upplýsingar til að byggja á hið sameiginlega ræktunarstarf hefur einnig aukist og í framtíðinni verður lögð áhersla á fleiri þætti en hingað til.“ Nýja tölvuforritið hefur fengið nafnið ÍSKÝR. Það er upprunalega norskt og þróað af fyrirtækinu starfsins en um leið hefur hann fjölbreytta möguleika til að skrá ýmsar upplýsingar um gripina á búinu. Áuðvelt er að kalla þær fram og sjá stöðu gripa, - fá yfirlit um fijósemi, skoða heilbrigðis- sögu gripa og fá yfirlit um afurðir auk margs annars. Allur flutningur gagna frá bónda til gagnabanka nautgriparæktarinnar hjá BI svo og á upplýsingum þaðan og aftur til bóndans mun gerast með rafrænum hætti í stað mánaðar- legra, skriflegra mjólkurskýrslna sem bóndinn sendi áður.“ Gunnar sagði að nautgrip- aræktarforritið ISKÝR væri aðeins eitt skref í nauðsynlegri og stöðugri þróun til að mæta sem best þörfum kúabænda. Nú þegar eru rúmlega 40 bændur búnir að taka forritið í notkun og fyrir síðasta mánuð bárust milli 20 og 30 mjólkurskýrslur til BÍ á vélrænu formi. Guðmundur B. Helgason tók við starfi ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu síðastliðinn föstudag. Hér má sjá Björn Sigurbjörnsson, fráfarandi ráðuneytisstjóra, afhenda arftaka sínum lyklavöldin að ráðuneytinu. Guðmundur var áður sendiráðunautur við sendiráð íslands í París. Bændablaöið kemur út hálfsmánaöarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá fslandspósti um miðjan júlí. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn sfmi auglýsingastjóra: 563 0303 - Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 118- ISSN 1025-5621 J Krof og læri þuklar þétt Stefán Vilhjálmsson, kjötmats- formaður, tók til máls á aðal- fundi sauðfjárbænda, sem haldinn var fyrir skömmu. Stefán óskaði fundinum góðs í störfum og eftir góðu samstarfi á haustdögum. Hann kynnti starf sitt fyrir fundarmönnum með eftirfarandi umsögn Jóhannesar Benjamínssonar: Stefán tekurstinnan sprett, starfið gleði vekur, krof og læri þuklar þétt þegarhausta tekur. Kolefnisbinding Rannsóknir umhverfissviðs RALA hafa m.a. beinst að því að kanna möguleika á að binda kolefni í gróðri og jarðvegi með skógrækt og landgræðslu. Slík binding lækkar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Að rann- sóknunum standa Landgræðsla ríksins, Skógrækt ríkisins og Náttúrufræðistofnun íslands, auk RALA, en rannsóknir RALA hafa einkum beinst að jarðveginum. Niðurstöðurnar benda til þess að íslenskur jarð- vegur geti bundið óvenju mikið af kolefni. Það er jákvætt að binda kolefni úr andrúmsloftinu um leið og verðmæti og framleiðni landsins er aukið með því að klæða það gróðri. Hér er nagli fyrir fötln þín! Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, á líklega auðveldara með en margur annar að segja sögur og koma oröum að hlutunum. Á sýningunni Kýr 2000 ávarpaði Guðni fólk - raunar væri réttara að segja að hann hafði kallað til þess, því rafmagn fór af húsinu og þar með af hljóðkerfinu. En Guðni brýndi raustina og sagði söguna af því þegar sæðingar- menn komu fyrst til skjalanna: „Þá bjó ágæt kona í Ölfusinu sem áttaði sig ekki alveg á þessari tæknibyltingu. Þegar myndarlegi sæðingarmaðurinn kom í fyrsta skipti tók konan á móti honum og sagði: „Furðu- legt að svona myndarlegur maður skuli leggja sig í þetta. Hér er sápan og hór er vatnið - hér er svo nagli fyrir fötin þín. Ég ætla ekki að vera viðstödd.",, Bændaskógrækt Það hefur sýnt sig að á svæði Héraðsskóga, þar sem bændaskógræktin á sér lengsta sögu, hefur ekki orðið fólks- fækkun. öfugt við flest önnur landssvæði og mikilvægi skóg- ræktar í byggðalegu tilliti á án efa eftir að koma betur í Ijós á næstu árum. Lærarugl Athygli vakti á dögunum að forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, kom fram í Morgunblaöinu og ræddi m.a. um kílóverð á frosnum „(s- lenskum" lambalærum t Fæ- reyjum. Verðið var ótrúlega lágt - en næsta dag kom „yfirlýsing“ í Mbl. og þar var sami maður á ferð. Nú upplýsti hann að verðið á lærunum hefði verið „inn- kaupsverð á nýsjálenskum en ekki íslenskum lambalærum." II!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.