Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 5. september 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 UNtfyrint kartiinpp- skeran verii I meiallagi Jóhann Ingólfsson bóndi, sem sér um kartöfluræktina á Lómatjörn við Eyjafjörð, var í óða önn að taka upp kartöflur ásamt samstarfsmönnum sínum þegar Bændablaðið var þar á ferð. -Hvenœr byrjaðirðu að takaupp? Eg byrjaði upptöku síðustu vikuna í júlí. Það er svipaður árstími og venjulega. Við eruin síðan yfírleitt að fram í september en gerum hlé þegar göngur og réttir standa yfir. Hefur þurrkurinn í sumar valdiðykkur vandrœðum? Það er ekki vafi á því að hann hefur dregið úr sprettu. Það kom nánast ekki dropi úr lofti í sex vikur. Síðustu vikurnar hefur þetta hins vegar lagast og það má segja að frá því að við byrjuðum að taka upp hefur tíðarfarið fyrir kartöflusprettuna verið eins og best verður á kosið. Og hvað er uppskeran frá þéryfirleitt ntikil? Yfirleitt eru þetta á bilinu 70-100 tonn og það er útlit fyrir að hún verði í meðallagi. Og hvernig gengur að selja? Nokkuð góð eins og oftast er þegar nýjar kartöflur koma á markað enda er þetta bráðholl vara sem bætir ekki á manni aukakílóum. Við tökum núna upp 4-5 sinnum í viku og þegar kartöflurnar eru svona nýjar hafa þær ekki mikið geymsluþol. Hvað hefurðu stundað þessa rcektun lengi? Við höfum verði með hana frá því við hófum búskap fyrir rúmum 20 árum. Þú ert formaður félags kartöflubœnda hér á svœðinu, er það ekki? Jú, það er rétt. Sá félagsskapur hefur reyndar lítið verið starfandi. Félagskerfið okkar hefur verið að breytast þannig að búnaðarsamböndin hafa komið meira að þessu. Aðildarkerfið að Landssambandi kartöflubænda hefur breyst þannig að kartöflubændur eru orðnir beinir aðilar að sambandinu og því hefur dregið úr starfsemi landshlutafélaganna. • J..W _ a íii iry-.iií, * jnmai/iífcii h aaBrt'jb Gæöaslýping í sauðfjárframleiflslu í N-Þingeyjasýslu Þessa dagana er verið að hrinda af stað verkefni í gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu í Norður Þingeyjarsýslu. Verkefnið er unnið í samvinnu Bændasam- takanna, Framkvæmdanefndar um búvörusamninga og Búnað- arsambands Norður Þingey- inga, sem sér um stjórnun verk- efnisins á heimaslóð. Ráðu- nautar Ráðunautaþjónustu Þin- geyinga sjá um að koma verk- efninu af stað. Einnig kemur afurðastöð Fjallalambs á Kópa- skeri að málinu á virkan hátt þar sem fyrirtækið stefnir að markaðssetningu á gæða- stýrðum framleiðsluvörum haustið 2001. Gæðastýring í sauðfjárrækt á almennt að þjóna tveimur megin markmiðum; - annarsvegar að treysta örugga gæðaframleiðslu matvæla, -sauðfjárafurðanna á búnaðarsambandssvæðinu og hinsvegar að treysta og bæta rekstrarafkomu þeirra sem þar stunda sauðfjárrækt. Einn af grunnþáttum gæðastýringar er að forða mistökum, minnka sóun í rekstri eða m. ö. o. að lækka kostnað með því að nýta rekstr- arföng betur. Þetta er grundvall- aratriði í gæðastýringu. Fyrir nokkru ákváðu heima- menn að vinna að því að matvæla- framleiðsla í sýslunni, sem að stærstum hluta er sjávarfang, fisk- eldis- og sauðfjárafurðir fengi vottun eða stöðu sem vistvæn framleiðsla. Umrætt verkefni er hluti af þeirri stefnumörkun. Enn- fremur er verkefnið sniðið eins náið og fært er að fyrirhugaðri gæðastýringu í sauðfjárfram- leiðslu sem samið var um í nýleg- um samningi bænda og ríkisvalds- ins um sauðfjárframlciðsluna. Líta má á þetta verkefni sem for- leik eða prufukeyrslu á því. Sérstök gæðahandbók hefur verið útbúin, til lágmarks- skráningar á þeim þáttum er tengjast gæðastýringunni. Gert er ráð fyrir að í byrjun næsta árs verði lokið við aðlögun sauðfjárræktarforritsins Fjárvís að því markmiði að þjóna einnig þeirri upplýsingaskráningu og úrvinnslu sem gæðastýringunni fylgir. Þeir þættir sem gæða- stýringin í þessu verkefni tekur til eru eftirtaldir; - einstaklingsmerk- ing gripa, búfjárskýrsluhald, nákvæm skráning á heilsufari allra gripa og á notkun lyfja, skráning á notkun áburðar, bæði búfjár- og tilbúins áburðar í jarðrækt, gerð áburðaráætlunar, skráning uppskeru og mat á gæðum (fóðurgildi) hennar, svo og á helstu þáttum við fram- kvæmd fóðrun og á fyrirkomulagi beitar. Hér er verið að stíga fyrstu al- vöruskrefin í gæðastýringu í sauðfjárræktinni. Heimaaðilar, bæði forsvarsmenn bænda og einnig afurðastöðvarinnar Fjalla- lambs á Kópaskeri hafa sýnt þessu verkefni mikinn og verðskuldaðan áhuga. Þegar er búið að heimsækja stóran hóp sauðfjárbænda í sýslunni og eru viðtökur þeirra afar jákvæðar. Því má segja að sauðfjárbændur í N- Þingeyjasýslu séu byrjaðir að „taka upp gæðastýringu“ í sinni framleiðslu. Jakobína Ketilsdóttir, Kollavík Vigdís Sigurðardóttir, Borgum, Eiríkur Kristjánsson í Borgun og Gunnar Guðmundarson í Sveinungsvík. Þau eru öll bændur f Norður-Þingeyjarsýslu. Myndina tók María Svan- þrúður, ráðunautur, þegar hún var að ræða við bændurna um gæða- stýringu í sauðfjárframleiðslu. AKUREYRI, S. 462-3002 FELLABÆ, S. 471-1179 TILBOÐ: fullt verö án vsk m/vsk 600X16 3RIB 5.548,- 3.822,- 4.758,- 11,5/80X15,3 13.250,- 8.514,- 10.600,- 13,6R24 33.573,- 21.573,- 26.858,- Kúabændur veíttu vifiurhenningar Á aðalfundi Landssam- bands kúabænda voru veitt þrjár viðurkenning- ar.Guðmunda Tyrfingsdóttir í Lækjartúni fékk viður- kenningu fyrir góðan árangur í ræktun og umhirðu íslensku kýrinnar á löngum ferli sem kúabóndi. Búnaðarsamand Suður- lands fékk viðurkenningu fyrir frumkvæði í notkun nýrrar tækni við upplýsinga- miðlun til kúabænda og Óskar H. Gunnarsson fékk viður- kenningu fyrir vel unnin störf að markaðssetningu íslenskra mjólkurvara á 32 ára starfsferli sem forstjóri Osta- og smjörsölunnar. F.v. Óskar H. Gunnarsson, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Guðmunda Tyrfingsdóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.