Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 5. september 2000 Þórólfur Sveinsson formaður LK Sóknarhugur í framleifiendum knýr fram breytingar „Að mörgu leyti getum við sagt að það starfsár sem nú er að baki hjá Landssambandi kúabænda hafi verið gott ár hjá kúabændum. Veðurfar hefur verið hagfellt og hið sama gildir um flestar aðrar aðstæður til framleiðslu. Þróun í sölu okkar mikilvægustu afurða hefur verið jákvæð og afkoman er heldur betri en árið áður. Margt er að gerast í atvinnugreininni og sóknarhugur í framleiðendum knýr áfram breytingar,“ sagði Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda í ræðu sinni á aðalfundi Lands- sambands kúabænda í liðnum mánuði. „Eðlilega einkennist þróunin hjá framleiðendum af samþjöppun framleiðslunnar á stærri og betur tæknivæddar einingar. Það er hins vegar áhugavert hversu fjölskyldubúið heldur velli á þessum breytin- gatímum, með sínum kostum og sínum veikleikum, en segja má að fjölskyldurekstur sé nánast allsráðandi í nautgriparæktinni þótt sífellt fleiri kjósi að hafa reksturinn í hlutafélagsformi. „ Mjólkurmarkaðurinn Þórólfur sagði að sala mjólkurvara hefði gengið vel og því hefði verið forsendur til að hækka greiðslu- mark á ný í 103 milljónir lítra. „Vaxandi misgengi er milli sölu á próteini og fitu, próteinvörunum í hag. Þannig er gert ráð fyrir að þær próteinbirgðir sem mjólkuriðnað- urinn keypti á síðasta verðlagsári, klárist á komandi verðlagsári og kannski má leyfa sér þá bjartsýni að gera ráð fyrir að próteinsalan kalli á einhver kaup á um- frammjólk. Þeir viðskiptahættir að kaupa umframmjólk í slumpum eins og gerðist á síðast verðlagsári, en þá voru keyptir 5,6 milljónir lítra af umframmjólk, eru að mínu mati óskynsamlegir og til þess fallnir að skapa óþarfa tortryggni milli bænda og afurðastöðva. Því liggur nú fyrir fundinum tillaga um heimild til stjómar um að reyna að koma þessum viðskiptum í fastara horf. Eðlilegast er að greiðslu- markið endurspegli ár hvert þörf markaðarins fyrir þann efnaþátt sem meira þarf af. Hins vegar verður ekki um að ræða meiri beingreiðslur heldur en nú er, enda snýst tillagan ekki um það. Markmið hennar er að koma mál- um í það horf að draga úr sveiflum í framleiðslu og birgðahaldi og lágmarka þannig kostnað." Tilraunaverkefni ígœðastýringu Þórólfur sagði að vonandi færu tveir hópar bænda af stað með til- raunaverkefni í gæðastýringu á komandi vetri. „Eðlilega hljóta bændur að spyrja sig, hvers vegna gæðastýring? Er ekki framleiðsla viðkvæmra matvæla eins og mjólkur í eðli sínu gæðastarf og er einhverju við það gæðaeftirlit að bæta sem við búum við í dag? Þetta eru vissulega réttmæt við- horf. Taka ber fram að bændur eru að taka upp gæðastýringu á búum sínum, til þess að bæta eigin af- komu. Þess vegna þurfa þær upplýsingar sem skráðar verða, að hafa efnahagslegan tilgang fyrir bóndann. Þá er það ákvörðun hvers bónda hvað hann gerir í þessu efni, það er enginn að taka upp gæðastýringu hjá bændum. Því má hins vegar ekki gleyma að mjólkursamlögin hafa tekið upp gæðastýringu og það er eðlileg þróun að hún teygi sig yfir sem stærstan hluta framleiðsluferilsins. Þá getur það skipt máli að geta sýnt fram á með skráningu hvemig staðið er að framleiðslunni, það dugar ekki að fullyrða um hrein- leika ef ekki er hægt að fylgja því eftir með staðfestingu. Nú skiptir mestu að prófa sig áfram með gæðastýringuna og fyrstu skrefin verða væntanlega stigin í vetur. Auðvitað er mörgum spumingum ósvarað, s.s. tengslum ytra eftirlits og gæðastýringar, hvort og þá hvaða upplýsingar safnast upp miðlægt og svo mætti áfram telja.“ Nýr verðlagsgrundvöllur fyrir kúabú Þórólfur sagði að fullyrða mætti að aldrei hafi verið lögð eins mik- il vinna í það verkefni að koma saman verðlagsgrundvelli fyrir kúabú eins og gert var síðast vet- ur. „Ekki náðist að ljúka verkinu fyrir síðustu áramót og hefur þráðurinn nú verið tekinn upp að nýju. Staða málsins og drög að verðlagsgrundvelli voru kynnt á formannafundi LK í vetur. Þá var verið að reyna að koma saman grundvelli fyrir vel tæknivætt bú með 140 þúsund lítra framleiðslu. Nú er verið að vinna með fjós þar sem eru 43 básar, afmarkað fóð- ursvæði og mjaltabás, og líklega gert ráð fyrir að búið leggi inn 175-200 þúsund lítra. Það er ljóst að svona bú er verulega frá- brugðið íslenska meðalbúinu og sjálfsagt þykir sumum orka tvímælis hversu stórt bú er verið að vinna með. Það verður þó að taka fram strax að þetta bú er ekki sambærilegt við meðalbúið. Ástæðan er sú á nokkrum hluta búanna eins og þau eru í dag, er byggt á annarri tekjuöflun með nautgriparæktinni. Þá verður að horfa til þess að ef búið á geta boðið góðar vinnuaðstæður og greitt viðunandi laun fyrir bind- andi starf, kallar það á hátt tækni- stig með góðri nýtingu. Af- leiðingin verður mun stærra bú en meðalbúið er í dag. Hátt tæknistig og lítil framleiðsla leiða af sér óviðunandi framleiðslukostnað. Hvemig sem verðlagsgrund- völlurinn kemur til með að líta út, þarf hver bóndi eigi að síður að leggja niður fyrir sér út frá sínum aðstæðum hvernig er hagkvæm- ast að standa að fjárfestingum og framleiðslu." Eðlilega hljóta bœndur að spyrja sig, hvers vegna gœðastýring? Er ekki framleiðsla viðkvœmra matvœla eins og mjólkur í eðli sínu gœðastarf og er einhverju við það gœðaeftirlit að bœta sem við búum við ídag? Þetta eru vissulega réttmœt viðhorf. Taka berfram að bœndur eru að taka upp gœðastýringu á búum sínum, til þess að bœta eigin afkomu. Þess vegna þuifa þær upplýsingar sem skráðar verða, að hafa efna- hagslegan tilgang fyrir bóndann. Þá er það ákvörðun hvers bónda hvað hann gerir íþessu efni, það er enginn að taka upp gœðastýringu hjá bœndum, sagði Þórólfur Sveinsson, formaður LK á aðalfundi félagsins. Kosningar á aðalfundi 27 atkvæðum Egilsstöðum með 27 atkvæðum með 15 atkvæðum LK fóru þannig: Egill Sigurðsson, 17 atkvæðum Gunnar Jónsson, 2. varafulltrúi: Pétur Berustöðum með Egilsstöðum með Diðriksson, Helgavatni Kosningu hlutu: 26 atkvæðum Skoðunarmenn til eins 27 atkvæðum með 16 atkvæðum Formaður til eins árs: Gunnar Sverrisson, árs kjörnir með lófataki: Kristín Linda Jónsdóttir, 3. varafulltrúi: Sigrún Þórólfur Sveinsson, Hrosshaga með Aðalmenn: Pétur Miðhvammi með Ásta Bjamadóttir, Stóru- Feijubakka kjörinn með 26 atkvæðum Diðriksson, Helgavatni og 26 atkvæðum Mástungu með 29 atkvæðum. Magnús Hannesson, Sigurður Loftsson, 11 atkvæðum 1. varamaður Eystri-Leirárgörðum Steinsholti með 4. varafulltrúi: Ámi Meðstjórnendur til eins árs: Til vara: Kristján 26 atkvæðum Brynjólfsson, Vöðlum til eins árs: Sigurgeir Pálsson, Finnsson, Grjóteyri María Hauksdóttir, með 14 atkvæðum Kristín Linda Jónsdóttir, Sigtúnum með Geirakoti með 5. varafulltrúi: Jóhann Miðhvammi með 17 atkvæðum Búnaðarþingsfulltrúar 23 atkvæðum Nikulásson, Stóm- 28 atkvæðum 2. varamaður til 3 ára: Hildisey með Birgir Ingþórsson, til eins árs: Þórólfur Sveinsson, 1. varafulltrúi: Birgir 12 atkvæðum Uppsölum með Gunnar Jónsson, Ferjubakka með Ingþórsson, Uppsölum JiJÍfíljlliH'lii J, Jiífj UUA' iáim jaímSm^niiiiíasiKftinjtJtíjni

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.