Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. september 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 í sveithv Upplýsingatæknin er fyrir- ferðamikil í daglegu lífi okkar allra. Hagnýting hennar er einn af lykilþáttunum í nútíma búskap og álíka mikilvæg fyrir dreifbýlið eins og þjóðvegakerfið. Hún minnkar fjarlægðir, stuðlar að auk- um samskiptum fólks og er að um- bylta menntunarmöguleikum okk- ar, þekkingaröflun og -miðlun. Atakið sem Bændasamtök ís- lands hafa hleypt af stokkunum og ber heitið „Færum heiminn heim í hlað“ er liður í þessu. Tilgangur- inn er að „útvega bændum tölvu- og hugbúnað á hagstæðum kjörum og koma sem flestum í samband við Netið" eins og segir í nýlegu Bændablaði. Vildarkjör fagna framtaki BÍ, enda fellur það að markmiðum fyrirtækisins á þessu sviði. Vild- arkjör hafa tekið höndum saman við hóp fyrirtækja og stofnana og bjóða tölvur og hugbúnað til at- vinnurekstrar, náms og afþreying- ar, fjar- og heimanáms á tölvur auk Netþjónustu á verði sem allir geta vel unað við. Fyrirtækin sem taka þátt í þessu stórátaki með Vildarkjörum eru Griffill, BÍ, Kerfisþróun, Myndbandaskólinn, Rafiðnaðarskólinn og Tæknival. Tölvur Tölvumar eru í boði Griffils og heita TATUNG eftir samnefndu fyrirtæki sem er einn stærsti tölvu- framleiðandi heims. Fyrirtækið framleiðir tölvur fyrir ýmsa virt- ustu tölvusala heims. Þær eru sett- ar saman í verksmiðjum TATUNG samkvæmt ströngustu gæðastöðl- um, þ.á.m. ISO 9001 og ábyrgðin ein sú öflugusta, sem gefin er á tölvum: 3 ára ábyrgð á tölvu, skjá og á vinnu. Abyrgð á vinnuliðnum skiptir miklu, því algengt verð á tölvuverkstæði er yfir sex þúsund kr./klst. I þessu átaki eru boðnar þrjár stærðir TATUNG tölva 550, 600 og 733 MHz á verði sem kemur skemmtilega á óvart. Auk stað- greiðslu og raðgreiðslna fæst hagstætt tölvukaupalán. Innifalið í verði er frí uppsetning á jaðar- tækjum, sem keypt eru með TA- TUNG tölvu, auk uppsetningar allra forrita og Internettengingar. Þeir sem eru að hugleiða tölvu- kaup eru hvattir til að setja sig í samband við Jón Baldur Lorange forstöðumann tölvusviðs BÍ og leita hans álits. Fá mat hans og samanburð á gæðum og búnaði, hve víðtæk ábyrgð er veitt og hvers virði hún er. Tölvunám Myndbandaskólinn býður geisla- diska og myndbönd með tölvu- kennslu á íslensku. Kostir heim- anáms eru ótvíræðir: Fólk ræður námshraða og -tíma og getur end- urskoðað að vild. Svo eru nám- skeiðin ódýr kostur m.v. hefð- bundin tölvunámskeið, engin tak- mörkun á notendaíjölda. Nám- skeið Myndbandaskólans eru um Word 97, Excel 97, Intemetið og Windows 95. Fjamám í tölvufræði, byrjend- anám fyrir þá sem vilja öðlast góða tölvukunnáttu, er á vegum Rafiðnaðarskólans. Hægt er að ráða námshraðanum nokkuð sjálf- ur, en hver önn tekur 8-12 vikur. Tungumálanámskeið á geisla- diskum er frá Tæknivali: byrjenda- og framhaldsnámskeið í ensku, dönsku, þýsku, frönsku, rússnesku og spænsku. Hugbúnaður Microsoft Office 2000 (frá Griffli) inniheldur forritin Word, Excel, Outlook, og Publisher. Stólpi fyrir Windows er öflugt fjárhagsbókhald. Kerfisþróun, sem hannað hefur Stólpa, býður upp á 4 mismunandi „Iyklasett": al- mennan-, bænda-, ferðaþjónustu- eða bátalykil. Kerfisþróun kennir á Stópla og áhugi er fyrir að bjóða fjamám. Öll helstu landbúnaðar- forritin hjá Bændasamtökunum em fáanleg á sérverði í tengslum við TATUNG tölvukaup. Þeim sem vilja fá nánari upplýsingar eða festa kaup á tölvum og búnaði hjá Vild- arkjömm er bent á að hafa sam- band í síma 553 5300. Jón Ragnar Björnsson Hausttilboð Öflugir, vandaðir tindatætarar með packerrúllu og hnífatindum 4 haust- tilboði * 1. eða 6. hraða gírdrif. * Vinnslubreidd 200 - 500 cm. * Aflþörf 70-120 hö. * Tvöfaldar burðarlegur. * Jöfnunarborð aftan. Sérlega sterkbyggðir hnífatætarar * 1. eða 4. hraða gírdrif. * Vinnslubreidd 185 - 285 cm. * Aflþörf 50-150 hö. Hliðardrif með tannhjólaniðurfærslu. Leitið nánari upplýsinga! ORKUTÆKNI Tvöfaldar hnífafestingar, 6 vinkilhnífar á kraga, 14 mm, 10.9 hnífaboltar. Rillutenging öxla við tannhjól. Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065 Fax 587 6074 Léttið ykkur bústörfin og notiö gjafagrmdur mmmmmsmammm mmm fyrir sauöfé frá Vírneti hf. vírnet ? Borgarnesi Sími 437 1000

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.