Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 5. september 2000 Hér má sjá hann Ljúf á Þverlæk. Hann er fæddur í Akbraut undan Hólmi 81018 og Gullbrá 040 þannig að hann er hálfbróðir Ljómalindar 058 sem var afurðahæst kúa hér á Suðurlandi 1997 og 1999. Ekki er annað hægt að sjá en kappinn beri nafn með rentu. Samvinna á sviði útflutningsmála? Dæmi eru um að sláturleyfislmfar hafi skemmt hver fyrir öðrum - segir framkvæmdastiúri Landssamtaka sauöfjárbænda Að undanförnu hefur Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, átt fundi með ýmsum aðilum og rætt við þá um samvinnu á sviði útflutningsniála. Þetta kom fram á aðalfundi LS sem haldinn var á Borgarfirði eystra fyrir skömmu. „Hér er um það að ræða að fá sláturleyfishafa til þess að fallast á þá hugmynd að allt kjöt, sem flutt er héðan fari í gegnum einn aðila og undir einu vörumerki. Ahersla yrði lögð á að um gæðavöru væri að ræða,“ sagði Özur í samtali við Bænda- blaðið. Özur sagði að samvinna af þessu tagi mundi leiða til þess að hærra verð fengist fyrir vöruna. „Það gengur ekki að sláturleyfis- hafar séu í samkeppni á einum og GEFÐU BÖRNUNUM GOTT VEGANESTI. OSTUR ER ÓDÝRT OG HOLLT ÁLEGG. lSLENSKIR W OSTAR sama markaðinum í útlöndum. Samkeppnin gengur bara út á það hver getur boðið lægra verð, sem síðan bitnar mest á framleiðandan- um. Dæmi eru um að annar aðilinn sé búin að semja við einhvem útsölustað í útlöndum og þá komi hinn aðilinn og bjóði lægra verð í versluninni við hliðina.“ Og Özur sagði vinnubrögð kjötframleiðenda á Nýja Sjálandi til fyrirmyndar. Kaupendur í við- skiptalöndum Nýsjálendinga geta hringt í eitt fyrirtæki og starfs- menn þess sjá um allan útflutning á kjöti frá Nýja Sjálandi. „en eins og allir vita þá eru Ný Sjálending- ar margfalt stærri í framleiðslu og útflutningi er íslendingar á lamb- akjöti. Við komum aldrei til með að keppa við Ný Sjálendinga í verði eða magni en við getum keppt við þá í gæðum og ímynd. Það er ekki gert nema með mark- vissum aðferðum. Alls ekki eins og verið hefur að menn troði skóinn hvor af öðmm. Ég tel þetta eitt það mikilvægasta mál sem þarf að vinna að núna og bændur verða að beita sláturleyfishafa þrýstingi til þess að þetta geti gengið eftir. Ég hef oft sagt að við væmm við ekki að tala um útflutningsskyldu heldur innan- landsskyldu ef þetta tekst,“ sagði framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. FLÓR- SKÖFUR vökvadrifnar Vélaval - Varmahlfð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 lœkkap Búið er að ákveða útflutnings- hlutfall kindakjöts, en það er 20% af dilkum sem slátrað er í september og október, en 12% af dilkum sem slátrað er frá 1. nóvember til 18. nóvember. Eft- ir það er ekkert útlutningshlut- fall þar til annað verður ákveðið næsta sumar. Engin útflutn- ingskvöð á kjöti af fullorðnu fé. Til samanburðar þá var útflutn- ingshlutfall í fyrra í september og október var 25%. Ástæða lækkunar er meiri sala á árinu og litlar birgðir kindakjöts, en birgðir kindakjöts til sölu inn- anlands voru að mestu uppurn- ar um mánaðamótin. Fram- leiðsla kindakjöts er talin verða heldur meiri í ár en í fyrra. Útflutningshlutfallið lækkar smám saman og er það í samræmi við ályktun markaðsráðs kind- akjöts, en hjá fulltrúum sláturleyf- ishafa kom fram að það væri gagnstætt hagsmunum sláturhús- anna að fella það niður í einum vettvangi um mánaðamótin október/nóvember því þá væri sú hætta fyrir hendi að bændur bein- línis geymdu lömb þar til í nóvem- ber. Með þessu fyrirkomulagi er vonast til að þáð verði eðlileg dreifing á slátruninni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.