Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 5. september 2000 Bændablaðið - málgagn Bændassamtaka íslands Stærðin stjórnandinn en bóndinn þrællinn Það er kunnara en frá þurfi að segja að bú stækka stöðugt. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, fjallaði um þetta í ræðu er hann flutti á aðalfundi Landssambands kúabænda. Guðni sagði: „Enda þótt einhver samþjöppun í landbúnaði sé æskileg við núverandi aðstæður þarf að hafa í huga að á bak við hveija einingu í landbúnaði standa ekki bara byggingar, dráttarvélar og önnur tækni. Þar er líka fólk, undirstaða blómlegs lífs í hveiju sveitarfélagi. Ekki má einblína svo á hagfræðihliðina að allt annað gleymist. Þá verður stærðin stjómandinn og bóndinn þrællinn. Það er auðvitað mikilvægt að tryggja að íslenskt sveit- afólk sé félagslega og fjárhagslega sterkt. En við skulum ekki láta það gerast með þeim hætti að eftir standi fáir einmana stórbændur. Það er ekki sú framtíð sem ég óska hinum hugprúða og lífsglaða sveitamanni. Ég get sagt það í þessu samhengi að um leið og ég dái athafnaþrek og dugnað þeirra bænda sem byggt hafa stóm eggja-, kjúklinga- og svínabúin þá er það ekki sú mynd sem ég sé fyrir mér um framtíð íslensks landbúnaðar. Vinir okkar á Morgunblaðinu óttast mjög þann óróa sem skapast hefur í þjóðfélaginu vegna þess hve veiðiheimildir í sjávarútvegi hafa færst á fáar hendur. Mér finnst hins vegar full ástæða til þess að benda þeim á það að sú mikla samþjöppun sem nú er að verða í alifugla og svínarækt og þeir lofsyngja á síðum blaðsins kann að leiða til engu minna stríðs þegar fram líða stundir, ég tala nú ekki um ef það gerist einnig í röðum kúabænda." Nú kann vei að vera að það séu ekki allir sammála orðum Guðna - en hann hefur varla gert ráð fyrir því. Hvað sem því líður er fólki hollt að velta því fyrir sér sem ráðherrann sagði. Þáttur Guðmundu Á aðalfundi kúabænda gerðist margt - og mörg orð hmtu af vömm ræðumanna. En í lok aðalfundarins fór Þórólfur Sveins- son, formaður LK, í pontu og veitti ýmsum viðurkenningar. Ein þeirra féll Guðmundu Tyrfingsdóttur í skaut og er það vel, en „síðustu tvo áratugina hefur bú Guðmundu ætíð verið í hópi af- urðamestu kúabúa landsins. Það hefur á þessu tímabili verið einhvers staðar á bilinu frá afurðahæsta búi landsins í 24. sætið og miklu oftar í efri mörkun. Árið 1986 skipaði það efsta sætið, 2. sætið 1987 og 1990 og í þriðja sæti árið 1989. Á síðasta ári voru afurðir meiri en nokkm sinni eða 6338 kg eftir kúna og það skipaði henni það árið í 10. sætið á landsvísu,“ segir í umsögn Jóns Viðars Jónmundssonar, nautgriparæktarráðunauts. Jón Viðar bendir á að þó að búið sé ekki stórt, en þar em á annan tug mjólkurkúa, hefur þar alltaf verið að finna ákaflega athyglisverða ræktunargripi. „Þar tróna á toppi úrvalskýmar Ljóma 137 og Gullhúfa 144, sem öllum urðu mjög eftirminnan- legar sem þær sáu. Undan þeim vom fengnir nokkrir nautkálfar vegna hins sameiginlega ræktunarstarfs, en því miður komust fáir þeirra til nota. Úrvalsnautið Sopi 84004 var samt sonur Ljómu 137 og mjög mikið notaður um allt land og dætur hans að finna meðal úrvalskúa dreifðar um landið. Þó að miklar og góðar afurðir og glæsilegir ræktunargripir hafi lengi einkennt búið henna Guðmundu hlýtur öllum sem fengið hafa að heimsækja fjósið að vera eftirminnanlegust sú natni og umhyggja fyrir gripinum sem einkennir allt. Þama er greinilegt að kúnum líður ákaflega vel. Umgengni við þær er til einstakrar fyrirmyndar og þær njóta ákaflega góðs atlætis sem m.a. birtist í því að kýmar þama em þroskameiri og öflugri gripir en yfirleitt sjást í íslenskum fjósum,“ segir Jón Viðar. Þess má gera að Guðmunda sagði að það væri forsenda árangurs að hafa gaman af viðfangsefninu og vissulega lesi hún frekar um nautgriparækt en skáldsögur. Þórólfur Sveinsson, formaður LK, sagði að kýmar þekktu hana en Guðmunda sagði: „Ég held að þær kunni að meta að ég sé hjá þeim.“ Það er ein- mitt þessi hógværa umhyggja sem ýmsir mættu taka sér til fyrir- myndar. ÞaO er krafhr ílands- byggdarfúlki það er búið að keyra burt tonnum af brotajámi í sumar, mála mann- virki, hreinsa fjömr, ár, vötn, heiðar og girðingar, raða vélum og tækjum bæði gömlum og nýjum, bera í plön og slóða, merkja heimr- eiðar og svona mætti áfram telja. Mér dettur ekki í hug að eigna mér þessi verk og mörg hefðu verið unnin hvort sem átaksverkefnið Fegurri sveitir hefði komið til eða ekki en það er alveg ljóst að hreinsunarstörf em bráðsmitandi! Það er einnig ljóst að umhverf- ismál í dreifbýli hafa verið mikið í umræðunni í sumar og sveitarfélög em farin að tala saman um þessi mál og jafnvel vinna saman að lausn ákveðinna vandamála, það er mikill ávinningur. Sœl Ragnhildur, hvar ert þú stödd núna? Ég er á Suðurlandi, að heimsækja Ölfus, Hmnamanna- hrepp og Skeiðahrepp. Ert þú að verða búin að heimsœkja alla þátttakendur? Það em alltaf að bætast nýir í hópinn sem er auðvitað hið besta mál en ég er komin með bullandi samviskubit t.d. yfir því að hafa ekki enn heimsótt Homafjörð sem sýndi verkefninu mikinn áhuga strax í byrjun. En ég hef verið í sambandi við fólkið þar og er búin að skipuleggja ferð um Austurland næstu vikur. Svo á ég líka eftir Bolungarvík og Vesturbyggð á Vestfjörðum en þetta hefst nú von- andi allt fyrir réttir. Hvað hefur þú verið að gera í sumar? Reka áróður fyrir bættri um- gengni í dreifbýli, benda á það sem vel er gert og hvað betur má fara, fá menn í þátttökusveitarfélögun- um til að setjast niður, fara yfir stöðuna í umhverfismálum og setja sér markmið + útbúa fram- kvæmdaáætlun. Næla í tengiliði hjá stofnunum, fyrirtækjum og öðmm þeim sem málið varðar og reyna með ölum ráðum að koma hreyfingu á þessi mál þar sem þau eru ekki þegar komin á fljúgandi ferð. Ég hef talað við oddvita, hreppsnefndir, umhverfisnefndir og á opnum fundum. Annars staðar hef ég heimsótt bæi og veitt ein- staklingsráðgjöf. Eftir hverja heimsókn eru einhver atriði sem þarf að athuga og spyrjast fyrir um. Svo hefur verið nóg að gera í því að halda utan um verkefnið sem vex á alla enda og kanta, margar góðar hugmyndir hafa komið upp og tillögur að samvinnuverkefnum sem mörg hver líta þó ekki dagsins ljós fyrr en næsta sumar. Næsta sumar segir þú , verður framhald á verkefninu ? Það þyrfti að verða framhald á átaksverkefninu Fegurri sveitir. Nefndin fékk vilyrði fyrir því að ef vel gengi í sumar fengjum við að halda áfram og ég geri ráð fyrir því að Guðni Ágústson landbúnað- arráðherra upplýsi um framhaldið á uppskeru- hátíð sem áformað er að halda á Hvamms- tanga í byrjun október. En í öllu falli verður framhald á því verk- efni að fegra sveitimar, heima- menn sjá um það. Hefur eitthvað áunnist? Já, ég leyfi mér að fullyrða það. Það er kraftur í lands- byggðarfólki þegar það tekur sér ákveðið verkefni fyrir hendur og Hvað stendur upp úr hjá verk- efnisstjóra Fegurri sveita eftir ferðalög sumarsins? Ég þakka heilshugar fyrir það tækifæri að fá að ferðast um sveitir landsins í sumar og kynnast fólki sem þar býr. Svo standa mér ljóslifandi fyrir hugsjónum öll þau fyrirmyndarbú sem ég hef heimsótt. Ef ég ætti að slá á ein- hverja tölu myndi ég segja að 80 % af sveitabæjum landsins væm í nokkuð góðu lagi hvað verðar ytri ásýnd, menn hafa hugsanlega ekki haft fármagn til þess að mála eða viðhalda mannvirkjum sem skildi en almenn snyrtimennska er ríkjandi. Svo höfum við þessi c.a. 5 % .fyrirmyndarbú, þar sem ekki er hægt að finna neitt athugavert, þar sem öll tæki og byggingar eru vatnsþrýstiþvegin og ekkert er hægt að setja út á í sambandi við umgengni. Á sumum þeirra er hreinlega ekkert sem bendir til þess að þau séu í rekstri! Á c.a. 10 % búa þarf að taka til hendinni. Síðustu 5 % eru bú þar sem virki- lega þarf að taka til og ég hef séð nokkur slík taka stakkarskiptum í sumar. Það vilja flest allir hafa snyrtilegt í kring um sig. Hvammur í Hvítársfðu. Þess má geta að ábúendur fengu nýverið umhverfisverðlaun Skessuhorns fyrir snyrtilegasta sveitabæinn á Vesturlandi. Nýr listi yfir þátttakendur 1. Breiðdalshreppur 2. Skorradalshreppur 3. Vopnafjarðarhreppur 4. Rangárvallahreppur 5. Grundarijörður 6. Skútustaðahreppur 7. Skeggjastaðahreppur 8. Hríseyjarhreppur 9. Grýtubakkahreppur 10. Bárðdælahreppur 11. Vesturbyggð 12. Reykdælahreppur 13. Eyjafjarðarsveit 14. Svínavatnshreppur 15. Borgarbyggð 16. Árborg 17. Borgarfjarðarsveit 18. Homafjörður 19. Broddaneshreppur 20. Kirkjubólshreppur 21. Kolbeinsstaðahr. 22. Húnaþing vestra 23. Norður-Hérað 24. Hvítársíðuhreppur 25. Helgafellssveit 26. Snæfellsbær 27. Fjarðabyggð. 28. Ljósavatnshreppur 29. Hmnamannahreppur 30. Ölfus 31. Eyja- og Miklaholts- hreppur 32. Áshreppur 33. Bólstaðarhlíðar- hreppur 34. Grímseyjarhreppur 35. Hálshreppur 36. Bolungarvíkur- kaupstaður 37. Isafjarðarbær 38. Skaftárhreppur 39.Svalbarðsstranda- hreppur 40. Skeiðahreppur 41. Bandalag skáta 42. Biskupsstofa 43. Búgreinafélögin 44. Búvélasafnið á Hvanneyri 45. Bændablaðið 46. Bændasamtök íslands 47. Dagur 48. DV 49. Ferðafélag íslands 50. Ferðamálaráð íslands 51. Ferðaþjónusta bænda 52. Flugmálastjóm 53. Fura ehf 54. Garðyrkjuskóli Ríkisins Ölfusi 55. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar 56. Hollustuvemd 57. Hólaskóli 58. Hringrás 59. Kiwanishreyfingin 60. Kvenfélagasamband íslands ól.Landbúnaðarhásk. á Hvanneyri 62. Landbúnaðar- ráðuneytið 63. Landvemd 64. Landgræðslan 65. Landssamband hestamanna 66. Landssíminn 67. Landsvirkjun 68. Lionshreyfingin 69. Málninga- verksmiðjan Harpa 70. Málning ehf 71. Málninga- verksmiðjan Sjöfn 72. Málningaverksmiðja Slippfélagsins 73. Morgunblaðið 74. Morgunútvarp rásar tvö 75. Olís 76. Olíufélagið Esso 77. Náttúmvemd ríkisins 78. RALA 79. Samband íslenskra sveitarfélaga 80. Skessuhom 81. Skipulagsstofnun 82. Skógræktarfélag Islands 83. Skógrækt ríkisins 84. Slysavamafélagið Landsbjörg 85. Umhverfisráðuneytið 86. UMFÍ 87. Vegagerð ríkisins 88. Ysta Fell, Bílasafn Það er enn hægt að skrá þátttöku

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.