Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 Lánasjóður Lánasjóður landbúnaðarins Reglur Lánasjóðs landbúnaðarins um lánveitingar árið 2001 Gilda frá 1. janúar 2001 Inngangur Lánasjóður landbúnaðarins starfar samkvæmt lögum nr. 68/1997, með síðari breytingum. Hlutverk sjóðsins er að tryggja landbúnaðinum aðgang að lánsfé til fjárfestinga á hagstæðum kjörum og stuðla þannig að æskilegri þróun atvinnuvegarins. í 8. gr. laga um sjóðinn segir að við „ákvörðun útlána skuli hafa hliðsjón af því hverjar rekstrarforsendur viðkomandi búgreina eru og hversu há veðlán hvíli á eigninni og skal eigi veita lán ef ástæða er til að ætla að búrekstur á jörðinni geti .ekki staðið undir auknum lánum“. Ennfremur segir í 9. grein laganna: „Lán má veita gegn eftirfarandi tryggingum: a) Veði í fasteign, enda hvíli eigi veðskuldir á henni til annarra en Lánasjóðsins eða annarra opinberra sjóða á undan þeim veðrétti sem sjóðurinn fær. b) Veði í þeim húsum sem lánað er til, ásamt tilheyrandi lóð og lóðarréttindum, ef þau eru byggð fyrir sjálfstæðan rekstur. c) Veði í þeim vélum sem keyptar eru. d) Ábyrgð sveitarsjóðs vegna eigin framkvæmda“. Lán til bænda eru tryggð með veði í viðkomandi jörð með öllum gögnum hennar og gæðum, þ.m.t. framleiðslurétti. Við ákvarðanir um lánveitingar Lánasjóðs landbúnaðarins er litið til eiginfjárstöðu viðkomandi lántakanda, svo og þekkingar hans og reynslu af búrekstri. Einnig er tekið mið af markaðsaðstæðum í viðkomandi búgrein og búskaparskilyrðum á bújörðum, þar með talið framleiðslurétti (greiðslumarki). Þá er tekið mið af greiðslu búnaðargjalds. Ekki eru veitt lægri lán en kr. 500.000. Lántökugjald af hverju láni er 1% af lánsupphæðinni og stimpilgjald 1,5%. Vaxtakjör eru breytanleg. Gjalddagar lána eru fjórir á ári nema lántakandi óski eftir að þeir verði færri. Upphafsgjalddagi er þó fyrst einu ári eftir að lán er veitt. Öll lán til 5 ára eða lengri tíma, bera fulla verðtryggingu og á öllum lánum er gagnkvæmur uppsagnarréttur. Vaxtakjör eru skv. ákvörðun sjóðsins hverju sinni og skilyrði fyrir lægri vöxtum er að um sé að ræða búnaðargjaldsskylda starfsemi. Heimilt er að hækka vexti, falli viðkomandi jörð úr landbúnaðarnotum, dregið er verulega úr búnaðargjaldsskyldri starfsemi eða henni hætt eða aðrar verulegar breytingar verða á búrekstri á jörðinni. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að takmarka að einhverju eða öllu leyti lánveitingar til einstakra búgreina meti hann það nauðsynlegt með tilliti til markaðsaðstæðna eða annarra aðstæðna í viðkomandi búgrein eða búgreinum. Lánaflokkar 1. Tii jarðakaupa Skilyröi fyrir láni hjá Lánasjóði landbúnaðarins til kaupa á jörð eru að kaupandi hafi fasta búsetu á jörðinni og stundi þar búskap. Þó má lána til jarðakaupa án þess að þessum skilyrðum sé fullnægt, svo sem ef um er að ræða sameiningu jarða í þeim tilgangi að bæta búskaparskilyrði. Ekki er lánað umfram 70% af virðingarverði jarðar og aldrei umfram kaupverð hennar skv. kaupsamningi. 1.1. Lán til kaupa á jörðum með búnaðargjaldsskylda starfsemi. Lánsupphæð: Ákvörðun sjóðsins hverju sinni. Eftirfarandi viðmiðun er meginregla varðandi lán á 3,43% vöxtum: Jarðir með greiðslumark á bilinu 101-150 ærgildi allt að kr. 2.000.000. Jarðir með greiðslumark yfir 150 ærgildi kr. 15.000 pr. ærgildi. Hámarkslán á 3,43% vöxtum er þó kr. 10.000.000. Á jörðum sem ekki eru með greiðslumark er lánsréttur á 3,43% vöxtum miðaður við hliðstætt rekstrarumfang. Lánstími: Allt að 40 ár. Vaxta- og greiðslukjör: Vextir 3,43% að viðmiðunarmörkum og síðan 7,25%. Lán afborgunarlaus í tvö ár, en vextir greiddir á gjalddögum. 1.2. Lán til kaupa á jörð þar sem er engin eða óveruleg búnaðargjaldsskyld framleiðsla. Lánsupphæð: Ákvörðun sjóðsins hverju sinni. Lánstími: Allt að 40 ár. Vaxta- og greiðslukjör: Vextir 7,25%. Lán afborgunarlaus í tvö ár, en vextir greiddir á gjalddögum. 2. Til bústofns- og vélakaupa Rétt til láns til kaupa á bústofni eiga frumbýlingar sem hófu eða hefja búskap á árunum 1999, 2000 eða 2001, þeir sem eru að taka upp sauðfjárbúskap að nýju eftir skipulagðan niðurskurð vegna sauðfjársjúkdóma og bændur sem hafa hætt búskap í a.m.k. 5 ár, enda hafi eldra bústofnskaupalán verið greitt upp eða yfirtekið af öðrum ábúanda. Ef búskap er hætt, bústofninn seldur eða honum fargað, fellur lánið allt í gjalddaga, en kaupanda bústofnsins er þó heimilt að yfirtaka lánið. Eigið uppeldi jafngildir kaupum við ákvörðun um bústofnskaupalán. Ekki er lánað til stækkunar bús umfram greiðslumark í nautgripa- og sauðfjárrækt. Lánað er skv. skattmati. 2.1. Bústofnskaupalán. Lánað er til kaupa á allt að 30 kúm eða kelfdum kvígum eða 300 ám/lömbum eða 40 gyltum eða 3.400 varphænum eða 600 minkalæðum eða 150 refalæðum. Lánstími: Allt að 10 ár. Vextir: 4,43%. Heimilt er aö veita viðbótarlán til bústofnskaupa umfram mörk skv. stafliðum 2.1. Lánstími er allt að 10 ár. Vextir 7,25%. 2.2. Búvélar og tæki. Lánað til: Kaupa á búvélum, þriggja ára og yngri. Lánshlutfall: Allt að 65% af kaupverði skv. staðfestum sölureikningi. Lánstími: Allt að 10 ár með veði í fasteign en allt að 8 ár með veði í vél. Vextir: 7,25% gegn fasteignaveði en 8,25% gegn veði í skráningarskyldri vél eða tæki. Heimilt er að lána nýjum ábúendum 65 % lán til kaupa á búvélum og tækjum, óháð aldri hins keypta. 3. Framkvæmdalán. Lánað er til nýbygginga og varanlegra endurbóta Lánasjóðurinn lánar til nýbygginga og gagngerðra endurbóta á útihúsum. Skilyrði fyrir lánveitingu til endurbóta og endurnýjunar er að um sé að ræða verulegar og varanlegar endurbætur þannig að gera megi ráð fyrir að þær standist a.m.k. út lánstímann án frekari aðgerða en venjulegs viðhalds. Sjóðurinn lánar ekki til smávægilegra viðgerða eða venjulegs viðhalds. Við mat á lánshæfi með tilliti til stærðarmarka bygginga er tekið tillit til eldri bygginga sem fyrir eru á jörðinni. Byggingar 10 ára og yngri eru að jafnaði metnar að fullu inn í stærðarmörk, en eldri byggingar eru fyrndar um 6,5% á ári fyrir hvert aldursár umfram 10. Sé um fleirbýli að ræða er heimilt að víkja frá stærðarmörkum. 3.1. Fjós. Lánaðtil: Byggingar fjósa, mjólkurhúsa, mjaltaaðstöðu og haughúsa. Einnig kaupa á fóðrunarkerfum, mjaltakerfum og mjólkurtönkum. Lánshlutfall: Allt að 65% af matsverði framkvæmda eða kaupverði búnaðar. Lánstími: Nýbyggingar allt að 30 ár, stækkun 25 ár og varanlegar endurbætur allt að 20 ár. Tæknibúnaðaður allt að 12 ár. Stærðarmörk (3,43% vextir): 40 básar með tilheyrandi aðstöðu, þ.m.t. uppeldisaðstöðu fyrir geldneyti. Vaxta- og greiðslukjör: Vextir 3,43% að stærðarmörkum og síðan 7,25%. Lán afborgunarlaus í tvö ár, en vextir greiddir á gjalddögum. 3.2. Fjárhús. Lánað til: Byggingar fjárhúsa og áburðarkjallara. Hámarksdýpt kjallara 150 cm. Lánshlutfall: Allt að 65% af matsverði framkvæmda. Lánstími: Nýbyggingar allt að 30 ár, stækkun allt að 25 ár og varanlegar endurbætur allt að 20 ár. Stærðarmörk (3,43% vextir): 500 kindur með tilheyrandi aðstöðu. Vaxta- og greiðslukjör: Vextir 3,43% að stærðarmörkum og síðan 7,25%. Lán afborgunarlaus í tvö ár, en vextir greiddir á gjalddögum. 3.3. Svínahús. Lánað til: Byggingar svínahúsa og haughúsa og innréttinga. Lánshlutfall: Allt að 65% af matsverði framkvæmda. Lánstími: Nýbyggingar með innréttingum allt að 25 ár, stækkun allt að

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.