Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 30
30 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 Elja oa útsiónarsemi í Höll Aí sauðjjárbúskap og öðrum störfum Höll er neðsti bær í Þverárhlíð í Mýrasýslu, um 34 km frá Borgar- nesi. Þar búa Grétar Þór Reynis- son frá Höll og Svandís Hallbjörnsdóttir frá Krossholti í Kolbeinsstaðarhreppi ásamt börnum sínum, Arnari 12 ára, Ing- unni 10 ára og Svani 6 ára. Krakk- arnir eru í skóla á Varmalandi og eru sótt á morgnana kl. 8 og skilað heim í hlað um kaffileytið. Inga Jónsdóttir, móðir Grétars býr einn- ig í Höll og eiga þau jörðina í félagi. Tíðindamaður Bænda- blaðsins tók hús á þeim í lok nóvember og ræddi við þau um búskapinn. Fara hér á eftir nokkur orð úr umræðunni um búskapinn. Fjárbúskapurinn Framleiðsluréttur búsins er 160 ærgildi en þau hafa fjölgað fénu nokkuð umfram hann og eru með um 350 fjár í dag. Þau hafa verið þátttakendur í skýrsluhaldinu síðan 1994 og hafa sæðingarnar skipað veglegan sess í ræktunar- starfinu frá þeim tíma, enda hefur fjárstofninn tekið miklum framförum hvað varðar gerð, frjósemi og fallþunga. Gömlu fjárhúsin eru taðhús og taka þau rúmlega 300 fjár. Sú aðstaða hentaði illa og réðust þau í fjárhúsbyggingu 1996. Byggðu þau kjallarann það sumar og um veturinn voru grindurnar settar niður. Við framkvæmdir um vorið var staðið á grindunum og sparaðist þannig smíði vinnupalla. Þau höfðu menn við þetta að hluta en unnu mikið sjálf við bygging- una. Féð var flutt í nýju húsin haustið 1997 en frágangur að inn- an er enn eftir að nokkru leyti. Garðinn er í sömu hæð og gólfið og ætlar Grétar að smíða hentugan gjafavagn við tækifæri. Kjallarinn er ekki nema 2 m djúpur og er sett í hann um 80 cm djúpt vatn áður en féð er hýst. Ein þró er við hann og í henni dæla til að hræra með í haugnum og er hún sett í gang einu sinni í mánuði. Grétar ætlar að byggja aðra þró á móti, því dálítið vill sitja eftir af skít í horn- unum. Nýju húsin eru vel einangruð og féð haustrúið, það elsta er þó bara klippt aftur að mölum. Hleypt er til eldri ánna fyrst, enda þola þær útiveru fyrr vegna ullarinnar. Kviðullin er skilin eftir á fullorðna fénu, enda verðlítil en hjálpar ánum að halda á sér hita í vorhret- um og kalsarigningum. Með þes- sum vinnubrögðum heyrir júgurbólga nánast sögunni til. Asetningslömbin eru alklippt, en ekki er hleypt til þeirra. Fiskimjöl er gefið eftir rúning og hefjast til- hleypingar upp úr miðjum des- ember. Féð ber allt á húsi, á u.þ.b. mánuði og jafnar það álagið á fjölskylduna því sjaldan bera fleiri en 15-20 ær á sólarhring: Þannig tekst betur að sinna hverri kind og minna verður um afföll. Féð er haft inni allt að 10 daga eftir burð sé pláss í húsunum. Eftir vorbeit í heimalandi er flestu fé ekið um 20 km leið fram á Þverárdal, en afrétturinn opnar í fyrsta lagi 25. júní. Það gengur svo á suðurhluta Holtavörðuheiðar, á sameiginleg- um afrétti, Þverárhlíðar, Stafholt- stungna og hluta af Hvítársíðu. Höll leggur til fimm menn í þriggja daga leitir og fara þau Svandís oftast bæði. Fjarlægð að afrétti veldur því að erfitt er að sækja fé til sumarslátrunar. Smálömbum hafa þau haldið eftir heirna á haustin og alið áfrant, jafnvel fram að páskurn og slátrað þá. Jarðrœktin Jörðin er tæplega 400 ha og þar af er túnið rúmir 30 ha. Stórir líóar neðan við bæinn hafa verið grafnir og kílræstir og er það ákjósanlegt ræktunarland. í nýræktarvinnu er Grétar útsjónarsamur og kaupir að skurðgröftinn en fær leigða jarðýtu ræktunarsambandsins og vinnur á henni flögin sjálfur. Túnið á Veiðilæk og smávegis á Varmalandi hefur hann nytjað, en stefnir að meiri ræktun heima til að auka heyfeng búsins. Þá hafa þau tekið þátt í verkefninu, Bændur græða landið, og starfað að uppgræðslu með gömlu heyi, Grétar sótti þó hér um árið, dagsnámskeið í rúningi hjá Guðmundi Hallgrímssyni ráðsmanni á Hvanneyri, en hann hafði lengi reynt að fá hann til að koma á námskeið. Sú leiðsögn hefur nýst vel, ekki síst varðandi líkamsbeitingu við rúninginn en oft er bakverkur fylgifiskur hans, séu vinnubrögðin ekki rétt. moði og skít en auk þess hafa þau fengi dálítið af áburði og fræi tii að flýta fyrir. Hrossin hafa þá verið fóðruð úti á ákveðnum uppgræðslusvæðum og hafa þann- ig verið græddir upp nokkrir melar í landi Hallar. Hagkvœmt að skipta úr rúllum í þurrhey Rúlluheyskapur hefur verið ráðandi í Höll síðustu ár og hefur þróunin verið í þá átt að forþurrka sífellt meira. Þannig verður meira heymagn í hverri rúllu, átgeta vex og heyið er léttara í meðhöndlun. Á meðan tíðindamaður Bændablaðsins var í heimsókn kom „forðagæslu- kerlingin" Sæunn frá Steinum og sátu þau Grétar um stund yfir mati á heyfeng og þurfti Grétar að „telja alla sauði sína“ eins og segir í gömlum aðngtextá__ . - - _______- - - ■ - = Horft heim að Höll. Grétari þótti því hagkvæmara að ganga alla leið og skipta úr rúllum í þurrhey og nota yljað loft til að Ijúka þurrkun þess í hlöðu, enda nóg af því síðan hitaveitan var lögð í sveitina. Þau eru að ljúka byggingu þurrheyshlöðu við fjárhúsin, með heilu gólfi og laus- um súgþurrkunarstokkum. Þá var keyptur notaður heyhleðsluvagn, heydreifikerfi og annað til þurr- heyskaparins tiltölulega ódýrt, enda margir nýlega búnir að leggja slíkum tækjum í góðu ástandi. Undanfarin ár hefur gömul rúlluvél og pökkunarvél verið notuð við heyskapinn og var hvort sem var komið að kostnaðarsamri endurnýjun þeirra. Kýr til heimilisins og annað búfé Það er til marks um sjálfsbjarg- arviðleitnina í Höll að þau hafa tvær kýr til heimilisnota og ala kálfa á umframmjólkinni. Kýrnar eru við fjárhúsin og því stutt að fara, vanti volga mjólk fyrir lömb á sauðburði. Nokkur hross eru í Höll, mest notuð um göngur og við fjárrag sem þeim fylgir. Þá eru nokkrar varphænur sem leggja til egg til heimilisins. Zetorarnir Grétari finnst mikilvægt að vera með dráttarvélar af sömu gerð og hafa Zetorarnir reynst honum vel. Sá stærsti er 80 hö með framdrifi. Þeir eru ódýrir, varahlutir í þá líka og gott að einfalda með þessum hætti viðhald véla búsins auk þess sem auðvelt er að gera við þá að sögn Grétars. Hann hefur verslað mest við Vélaver og þannig náð góðum kjörum. Þá spillir ekki að þjónusta þeirra hefur reynst hon- um góð. Þau hafa oft keypt notaðar vélar, gert upp og haldið gangandi. Hann keypti t.d. ógangfæra traktorsgröfu, sem hann gerði upp, og notaði við allan gröft vegna fjárhúsbyggingarinnar, hún hefur líka nýst vel í vegagerð við sumarhúsasvæðið. Að sníða sér stakk eftir vexti Þegar rætt er um kostnaðarþætti rekstrarins, kemur í ljós að ekki er flanað að neinu í Höll. I fjárfest- ingum og framkvæmdum hafa þau haft það að leiðarljósi að sníða sér stakk eftir vexti, gefa sér tíma til að undirbúa hlutina og leita hagstæðra tilboða í efni og vinna sem mest sjálf. Þau hafa reynt að halda lántökum í skeíjum, því greiðsla á vöxtum er í augum Grétars, tapaðar tekjur. Að fylgjast með Grétari finnst vanta meira af aðgengilegu efni um landbúnað á íslensku á netið, en það er sá miðill, sem margir bændur hafa aðgengi að í dag. Auðvelt þarf að vera að finna það sem leitað er að og upplýsingarnar þurfa að vera stuttar og hnitmiðaðar, ekki lang- hundar sem of langan tíma tekur að lesa. Netútgáfu Bændablaðsins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.