Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 28
28 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 Viðskipti & atvinnulíf Erna Bjarnadóttir Framleiðsla og sala búvara í október. Þegar litið er á tölur um framleiðslu og sölu í október verður að hafa í huga að nokkur fyrirtæki skiluðu upplýsingum um framleiðslu og sölu kindakjöts í einu lagi fyrir september og október í fyrra en allir aðilar skila sérstakri skýrslu fyrir hvorn mánuð nú. Samanburður við sl. haust verður því að gera á ársfjórðungsgrunni. Þetta á einungis við kindakjöt eins og áður segir. Meðalfallþungi dilka í haustslátrun var 15,6 kg. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir október 2000 Okt-OO Ág-00 Nóv-99 Breyting frá Hlutdeild % fyrra tirnabili, % miðað við Framlelðsla 2000 Okt-OO Okt-OO Október '99 3 mán. 12 mán. 12 mán. Allfuglakjöt 258,873 677,141 3,092,439 7.3 -13.1 4.1 13.9% Hrossakjöt 105,742 248,309 1,078,789 14.7 -6.6 5.6 4.9% Kindakjöt* 5,612,904 9,024,513 9,580,102 -15.5 11.2 12.9 43.2% Nautgripakjöt 297,956 933,340 3,668,746 -0.9 4.0 -0.1 16.5% Svínakjöt 465,038 1,261,689 4,756,868 14.4 10.9 4.4 21.4% 6,740,513 12,144,992 22,176,944 -12.3 8.5 7.1 Samtals kjöt Innveqin miólk 7,865,398 22.574.087 104.043.751 3.6 -3.1 -3.3 Sala innanlands Alifuglakjöt 241,053 749,121 3,141,351 21.3 9.7 5.6 16.2% Hrossakjöt 70,431 190,199 668,677 55.4 26.2 27.2 3.5% Kindakjöt 857,715 2,143,301 7,085,161 -11.2 0.6 3.3 36.6% Nautgripakjöt 300,256 911,311 3,667,831 -0.1 1.8 0.4 19.0% Svínakjöt 445,044 1,246,295 4,771,164 16.0 11.0 5.7 24.7% 1,914,499 5,240,227 19,334,184 1.1 5.2 4.4 Samtals kjöt Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 7,832,262 23,872,735 98,416,485 1.8 0.6 0.1 Umr. m.v. prótein 9,007,662 26,833,283 105,998,651 4.3 3.9 3.1 'Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. **Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afuröast.í mjólkuriðnaði frá því í september 1998. LandbúnaO- anryggfng BÍ og VíS I vátryggingarskilmálum landbúnaðartryggingar í rammasamningi Vátryggingafélags íslands og Bændasamtaka Islands er svohljóðandi ákvæði um tjónabætur vegna búfjár sem ferst af völdum umferðaróhapps: „Vátryggingin bætir tjón á vátryggðu búfé farist það af völdum umferðaróhapps, enda fáist tjónið ekki bætt af tjónvaldi eða úr ábyrgðar- tryggingu viðkomandi öku- tækis.” í samtali Bændablaðsins við fulltrúa VIS kom fram að ef vitað er hver veldur tjóninu ber að sækja bætur til þess aðila sem tjóninu veldur eins og áður segir. í öðrum til- fellum verður að snúa sér til næsta umboðsmanns VÍS með lögregluskýrslu eða vottorð hreppstjóra til staðfestingar á því hvaða tjón hefur orðið. Tjónið verður þá bætt samkvæmt tryggingaskil- málum. Grundvallaratriði er síðan að hið tryggða er það búfé sem talið er fram á forðagæsluskýrslu auk ungviðis (lömb, folöld, kálfar). Þó lausaganga búfjár sé bönnuð bætir landbúnaðar- tryggingin að fullu tryggt búfé sem ferst í umferðaróhöppum. Bóndinn kann hins vegar að vera bótaskyldur gagnvart þeim sem keyrir á gripinn/gripina hafi bóndinn ekki gert viðeigandi ráð- stafanir lil að tryggja örugga vörslu gripanna þar sem lausa- ganga er bönnuð. í slíkum til- vikum verður að skoða hvert einstakt tilvik með hiiðsjón af aðstæðum. Abyrgðartrygging bóndans bætir tjónið ef bóndinn telst bótaskyldur. Kvðtaverð að hroni komið? Mjólkurkvótinn hefur hækkað í verði undanfarin ár og hefur maður heyrt að verð á honum sé allt upp í 220 kr og jafnvel meira. Verðið á honum hefur verið svona hátt vegna mikillar bjartsýni í mjólkurframleiðslu og hafa flestir sem ætla að stunda mjólkurfram- leiðslu verið að fjárfesta í vélum, byggingum eða kvóta og ekki hef- ur skort fjármagn í svona fram- kvæmdir hvað þá í að kaupa kvóta. Afurðarstöðvar og kaupfélög hafa lánað ótakmarkað fé á góðum kjör- um til kvótakaupa svo litlu máli ftefur skipt hváða verð hefur verið á honum, enda hefur kvótaverð farið margfalt fram úr afurðaverði. En nú eru blikur á lofti, verð- bólgan er farin af stað og enn meiri verðbólgu er spáð á næsta ári. Það veldur því að kvótakaup á svona háu verði geta ekki verið hag- kvæm. Nú styttist í næstu búvöru- samninga og óvissan um þá gæti lækkað verð á kvóta, einnig getur ESB umræðan eða aðildarumsókn orðið til þess að kollvarpa núverandi kvótakerfi, þannig að kvótinn gæti nánast orðið verðlaus áeinni nóttu. Líkja má kvóta við hlutabréf, en þau náðu toppnum í vor en eru nú á hraðri niðurleið. Ég tel að nú hafi kvótinn náð sínum toppi og falli eins og hlutabréfm. Tilfellið er að hagur fólks er oft mjög hug- lægur og þegar góðærið var upp á sitt besta í landinu þá hleypti það kjarki í alla til að framkvæma og ijárfesta. Kvótaverð og hlutabréf hækkuðu hratt og mikið í verði en nú þegar verðbólgan fer af stað og góðærið virðist dvína minnkar kjarkurinn og trúin og hlutabréf falla í verði og sennilega kvótinn líka. Mjólkurbændur sem hafa tekið mikil lán til fjárfestinga og jafnvel „offjárfest" gætu átt það á hættu að bankanir fari að verða hræddir um sinn hag þegar kvótaverð fer að lækka og það neyði menn til að selja kvótan á meðan gott verð fæst fyrir hann. Þetta mundi leiða til enn frekari lækkunar á kvóta- verði þar sem aukið framboð lækk- ar verð á kvóta. Einnig fara bænd- ur sem hugsanlega ætla sér að hætta fljótlega með mjólkurbúskap að „drífa sig í að selja“ til að fá sem best verð fyrir hann. Kaupendur verða heldur ekki eins áfjáðir í að kaupa kvótann á þessu háa verði og lánastofnanir ekki heldur til að taka ótakmarkað veð í kvóta. Þetta mun valda því að verð á kvóta mun fara lækkandi á næstunni, ef ekki þetta kvótaár, þá mun hann hrynja það næsta. Guðni Ragnarsson Guðnastöðum fjárvis 3,0 kominii út Ný útgáfa af Fjárvísi, útgáfa 3,0, er kominn út frá Bænda- samtökum íslands. Bætt hefur verið inn í forritið ýms- um viðbótum vegna ársins 2000. Hægt er að sækja uppfærslu á forritinu á vef Bændasamtakanna www.bondi.is eða hafa samband við tölvudeild til að óska eftir að fá uppfærsluna senda í pósti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.