Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 33
Þriðjudagur 12. desember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 33 Mýrdalshreppur semur við VegagerOina um girOingar beggja vegne þjúOvegar 1 Mýrdalshreppur og Vegagerð ríkisins hafa gert með sér sam- komulag þess efnis að Vega- gerðin girði af á næstu tveimur árum um 20 km vegkafla í hreppnum beggja vegna þjóð- vegar 1. Auk þess mun Vega- gerðin loka með ristarhliðum af- leggjurum að Heiðardal, Reynis- hverfi og öðrum afleggjurum sem þörf er á. Þá mun hún sjá um viðhald á þessum girðingum og öðrum við þjóðveg 1 í hreppnum svo lengi sem þær eru í viðhaldsbæru ástandi. I kjölfarið mun svo Mýrdals- hreppur banna lausagöngu bú- fjár á vegstæði þjóðvegar 1 í hreppnum. Hafsteinn Jóhannesson sveitar- stjóri í Mýrdalshreppi segir að- dragandann að þessu samkomulagi nokkuð langan. I stuttu máli má segja að hreppurinn hafi tvisvar reynt að banna lausagöngu hrossa í hreppnum en það gekk ekki eftir, m.a. vegna þess að breytingar bæði á vegalögum og lögum um búfjárhald voru að ganga í gegn. Því var ákveðið að leita til Vega- gerðarinnar á grundvelli nýrra vegalaga sem heimilaði sveitarfé- lögum að semja við Vegagerðina um uppsetningu og viðhald girðinga með vegum þar sem um- ferðin er 300 bílar á sólarhring eða meiri. I framhaldi af því var svo þetta samkomulag gert. Hafsteinn segir þó að lausa- ganga búfjár hafi ekki verið mjög stórt vandamál í hreppnum. „Það hefur vissulega komið fyrir ein- staka sinnum að keyrt hafi verið á fé eða hross. Sums staðar háttar þannig til að girðingin er opin í endann þannig að fé kemst upp á veginn. En það ætti að verða tekið fyrir slíkt með þessu samkomu- lagi.“ Steingrímur Ingvarsson hjá Vegagerðinni segir að þetta sé fyrsta samkomulagið sem gert er á grundvelli áðurgreindra laga svo hann viti til. „Það hefur hins vegar ekkert annað sveitarfélag nefnt það að það vilji fara sömu leið, enda er það mjög stór ákvörðun að banna Íausagöngu," segir hann. Steingrímur bendir á að ákvæðið um 300 bíla umferð á sólarhring hafi verið sett í lög til að hamla við lausagöngu búfjár og minnka þar með slysahættu. „Þetta er skýrt ákvæði í lögunum og greiniíegt að löggjafinn vill gera þetta mögulegt með þessum hætti," segir hann. Hann segir að girðingarnar á þessum 20 km kafla rnuni kosta um 10 milljónir króna á þessum tveimur árum. „Við vorum ekki tilbúnir til þess að leggja þessa íjármuni í girðingarnar á einu ári og því gildir þetta samkomulag í tvö ár. Að þeim tíma loknum mun lausagöngubannið taka gildi og við munum sjá um að halda girðingun- um við,“ segir hann. Þess má að lokum geta að samkvæmt upplýsingum frá Ólafi R. Dýrmundssyni ráðunaut hjá Bændasamtökum Islands mun svo- kölluð „Vegsvæðanefnd“ skila áliti sínu á næstunni og leggja fram stefnumarkandi tillögur til úrbóta varðandi búfé á vegsvæðum. r v. OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila sannar gæðin! * Framleiddir samkvæmt ISO 9002 gæðastaðli * Ryðfrítt stál. * Öryggis- og aftöppunarloki. * Blöndunarloki, sem blandar 38°- 80° heitt vatn út í kerfið. * Stærðir: 30/50/120/200 eða 300 lítra. * HAGSTÆTT VERÐ SSSS Einar m Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28, sími 562-2901 og 562-2900. sy Óskum viðskiptavinum okkar gleðlegra jóla og farsœldar á komandi ári! JFOÐURBLANDAN HF.I Frá Lánasjóði landbúnaðarins Vegna þeirra miklu vaxtahækkana sem orðið hafa að undanförnu og verulega versnandi kjara á lánsfjármarkaði, verður ekki komist hjá hækkun á útlánsvöxtum sjóðsins. Stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins hefur því ákveðið að vextir af öllum lánum hjá sjóðnum sem bera breytanlega vexti skuli frá og með 1. janúar 2001 breytast sem hér segir: Vextir sem eru nú 5,00 % eða lægri hækka um 0,13 prósentustig (13 punkta). Vextir sem eru nú yfir 5,00 % hækka um 0,45 prósentustig (45 punkta). Sérstök athygli er vakin á að vextir af lánum til vatns- og varmaveitna hækka í 7,25 % og einnig lán til skógræktar. Þá er einnig vakin athygli á að frá og með næstu áramótum mun sjóðurinn ekki veita lægri lán en kr. 500.000. Til frekari upplýsinga er bent á lánareglur ársins 2001 sem birtar eru hér í blaðinu. 0 L Lánasjóður landbúnaðarins «■—gwraaiin i n— Sturtu- vagnar og stálgrinda- hús frá WECKMAN Sturtuvagnar og flatvagnar á hausttilboði Einnig þak og veggstál Stálgrindahús. Margar geróir, hagstætt verð. H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880 ré * * * k gii jt j. V t

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.