Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. september 2002 Slrangar reglur gilda um tieimaslátrun öúflár Þar sem sláturtíð er nú hafin er nauðsynlegt að gera bændum, öðrum búfjáreigendum og neyt- endum grein fyrir þeim lögum og reglum sem gilda um heima- slátrun. Þau lagafyrirmæli sem gilda þar um er að finna í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heil- brigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum. Þar kemur skýrt fram að sláturdýrum sem slátra á til neyslu innan lands skuli slátra í löggiltum sláturhúsum. Þar kemur einnig fram að að eigendum lög- býla er heimilt að slátra eigin búfé heima á býlinu til eigin neyslu. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir sagði ofangreind lagafyrir- mæli afar skýr og heimildina tíl heimaslátrunar mjög þrönga, þar sem það er aðeins eigandi lögbýlis sem má slátra sínu eigin búfé. „Það verður að gerast heima á sjálfu lögbýlinu og afurðanna má aðeins neyta þar. Það er því óheimilt að selja þessar afurðir eða dreifa þeim á annan hátt ffá lögbýlinu, svo sem til gjafa, vinnslu, söltunar eða frystingar. Öll önnur slátrun utan sláturhúsa á búfé til neyslu er óheimil," sagði Halldór. „Neytendavemd er höfuðmarkmið ofangreindra fyrirmæla. Við slátrun í sláturhúsum er lögð gífurleg áhersla á að tryggja eins og ffamast er unnt að kjötí og öðrum sláturafurðum sé skilað í dreiftngu, vinnslu og sölu eins hreinum og heilnæmum og kostur er. Hreinlætí og smitvömum getur verið mjög ábótavant við heimaslátrun, engin heilbrigðis- skoðun fer ffam og því er hætta á að afúrðimar séu mengaðar og óhæfar tíl neyslu. Engan veginn er hægt að útíloka sýkingarhættu, t.d. salmon- ellusýkingu. Heimaslátmðu kjötí sem finnst í dreifingu skal því fargað vegna sýkingarhættu. Einnig skal bent á að stranglega er bannað að taka óskoðað kjöt inn í matvælafyrir- tæki, kjötvinnslur eða veitíngastaði." Fornleifarann- sóknir í SkanafirOi I suntar voru um þrjátíu manns í tveimur hópum við förnlcifarannsóknir í Skagafirði. Annar vann að fornleifarann- sóknum á Hólum í Hjaltadal en hinn rannsakaði búsetu til forna norðan Varmahlíðar. Rannsóknin á Hólum mun standa í nokkur ár og hófst í byrjun júlí. Því verki stjómar Ragnheiður Traustadóttir fomleifafræðingur og aðstoðardeildarstjóri fomleifa- John Steinberg og Vala Garðars- dóttir sem er nemi t fornleifafræði og vann með Bandaríkja- mönnunum f Skagafiði í sumar. Bændablaðið/Örn. deildar Þjóðminjasafns Islands, en rannsóknin er á vegum Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns íslands. í hópnum sem vinnur að rannsóknunum eru bæði innlendir og erlendir vísinda- menn og sérfræðingar. Einnig var hópur bandarískra vísindamanna við störf norðan við Varmahlíð og stundaði rann- sóknir á nokkrum bújörðum. Sá hópur var hér einnig í fyrrasumar og stundað þá m.a. rannsóknir í Glaumbæ, þar sem fundust merki- legar húsaleifar. Vísindamennimir vom að kanna búsetu allt frá landnámi á því svæði sem heima- menn kalla Langholtið, og jafn- framt að mæla stærð bygginga eins og kostur er. Bandaríkja- mennimir vom undir stjóm John Steinbergs sem er doktor í fom- leifafræði og virtur vísindamaður þar í landi en UCLA háskólinn í Kalifomíu kostaði dvöl þeirra hér. Engu að síður munu íslendingar geta notfært sér niðurstöður úr rannsóknum þeirra og því var vinna þeirra mikill fengur fyrir rannsóknarstarf á þessu sviði í landinu. /ÖÞ. KartOfluböndi í Þykkvabænum með heimasíöu um kartðilur Fyrir skömmu lögðu iðnaðarmenn síðustu hönd á nýja kartöfluskemmu hjá Guðna Guðlaugs- syni, kartöflubónda á Borg í Þykkvabæ. Skemman, sem er finnskt stálgrindahús frá H.Haukssyni, kemur í stað húss sem brann sl. vetur. Nýja skemman er tæpir 900 fermetrar en gamla húsið var um 350 fermetrar. Skemman er einangruð og hluti hennar er notaður undir fiokkun og pökkun, en Guðni sendir aðeins frá sér pakkaðar kartöfiur. Þrátt fyrir stærð nýju skemmunnar gerir Guðni ráð fyrir að hún - sem og tvær aðrar skemmur í nágrenninu - verði full af kartöflum þegar uppskeru lýkur. Vinna við sökkia nýju skemmunnar hófst í byrjun júní og verkinu var nánast lokið í siðustu viku ágúst. „Verkið varð að ganga vel. Ég átti ekki annað hús og þurfti þetta áður en við byrjuðum að taka upp," sagði Guðni. Guðni er að láta gera nýja heimasíðu fyrir sig hjá HugVerk.Net (www.hugverk.net) sem er nýtt tölvufyrirtæki sem verið er að stofna í Þykkvabæ. „Neytendur geta í framtíðinni séð hvað við gerum varðandi kartöfluframleiðsluna hér á Borg. Nú er verið að prenta fyrir mig poka og þar verður slóðin á heimasíðuna okkar (www.kartoflur.is). Þar verður að finna fjölbreytt efni, uppskriftir og myndir af niðursetningu, upptekt og hvemig við líokkum, pökkum og geymum vöruna. Ekki síst viljum við nota þessa tækni til að ná góðu sambandi við neyt- andann, - hann getur lagt inn fyrirspumir varðandi allt milli himins og jarðar sem varðar vöruna og fengið góðar ráðleggingar. Við leggjum áherslu á að á vefnum verði lifandi upplýsingastreymi milli okkar og neytandans öllum til hagsbóta og þarna á eftir að safnast upp mikill fróðleikur," sagði Guðni. „Eg tel rétt að neytandinn geti gengið að þessum upplýsingum. Mér finnst oft á það skorta að neyt- endur dæmi okkur rétt og ég vona að upplýsingagjöf af þessu tagi hafi jákvæð áhrif.” Aætlað er að vefurinn verði tilbúinn í lok september. „Sprettan er góð. Þurrkamir í sumar höfðu ekki áhrif á mína akra," sagði Guðni, sem sáði gullauga og rauðum íslenskum í 50-60 hektara í vor. Guðni gerir ráð fyrir að það taki hann og hans fólk um þrjár vikur að taka upp kartöflumar og koma þeim í hús. I vor notaði Guðni Netagco Structural, 4raða niðursetningavél, þá fyrstu sinnar tegundar hérlendis. Guðni sagði að vélin hefði flýtt mikið fyrir verkum, en við upptökuna er hann með Kvemeland vél. Allnokkuð hefur borið á því að þeir sem bjóða upp á gistingu en eru ekki innan Ferðaþjónustu bænda noti merki þeirra eða ígildi þess til að draga að sér gesti. „Því miður er það rétt að til eru aðilar sem stunda þetta. Ástæðan hlýtur að vera sú að okkar merki er orðið svo verðmætt vegna gæða og vandaðrar þjónustu að menn leggja mannorð sitt að veði og nota okkar merki í óleyfi til að draga að gesti," sagði Marteinn Njálsson á Suður-Bár, formaður Félags ferðaþjónustubænda, í samtali við Bændablaðið. Hann segir ljóst að þessu fólki þyki betra að hafa merki félagsins uppi til að draga að en samt vilji það ekki ganga í félagið. Marteinn var spurður hvað Félag ferða- þjónustubænda geti gert í málinu. Mjúk leið fariti „Við í Félagi ferðaþjónustu- bænda vinnum sífellt að því að bæta gæðaímynd okkar, enda Likt efljr merki Ferfiapjðnustu tnende eigum við mikla möguleika í sölu á ferðaþjónustu og getum boðið upp á mikla fjölbreytni hringinn í kringum landið í gistingu og af- þreyingu. Markmið félagsins er að bæta hag félaganna og ímynd þjónustunnar, en það er erfitt þegar utanaðkomandi aðilar misnota merkið okkar," segir Marteinn. Hann segir að Félag ferða- þjónustubænda hafi farið þá leið að senda þeim aðilum bréf sem nota merkið í félagsins við. Samt sem áður eru sumir það ósvífnir að þeir ansa þessu ekki. Merkið falsað „Til eru bændur sem nota Kve TjaldsvÆcr— Camp-Caravan Campingplatz merki félagsins án þess að vera í samtökunum. Einn bóndi bar því við að hann seldi það góða þjónustu að það væri okkur til hagsbóta að hann notaði merkið okkar en hann vildi ekki ganga í félagið. í einu tilviki var merkið okkar falsað. Bærinn í okkar merki er grænn með tveimur burstum en í falsaða merkinu var bærinn með þremur burstum, en merkið að öðru leyti eins. Það sjá allir hvað þama er í gangi. Enda þótt einhverjir telji þetta skondið þá er hér um háalvarlegt mál að ræða, vegna þess að oft óleyfi. Ef það dugar ekki þá * merki Fb eru tvær burstir en merklð sem ferðaþjónustan á Kverná eru þeir aðilar sem mis- tekur lögfræðingur notar er með þrjár burstlr. Merki Fb er á innfelldu myndinni.______ nota merkið okkar ekki með hlutina í lagi hjá sér og skaða gæðaímynd okkar," segir Mar- teinn. Endurskoðun framundan Hann segir að Félag ferða- þjónustubænda ætli nú að endur- skoða gæða- og flokkunarkerfi sitt með því að skilgreina gæðaflokkana betur. Marteinn segir það afar mikilvægt að viðskiptavinir geti gengið að því vísu hvað þeir kaupi. Og þótt gæðaþrepin getí verið mörg verður viðskiptavinurinn ekki óánægður á meðan hann fær það sem hann áttí von á. Ein leið til að bregðast við misnotkun á merki samtakanna er að benda á vefsíðu félagsins www.sveit.is og bæklinginn "Upp í sveit" þar sem allir aðilar innan félagsins eru taldir upp. Ferðamenn geta þannig sjálftr fullvissað sig um að þeir séu ekki að kaupa þjónustu undir röngum merkjum. Marteinn segir að enn sem komið er vilji menn ekki fara í hart með málaferlum, heldur reyna að leysa málið í friði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.