Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. september 2002 Grœnmetið í sókn Grænmeti er greinilega að verða dagleg fæða fjölmargra íslendinga. Samkvæmt nýrri norrænni samanburðar- rannsókn borða 59% Islendinga á aidrinum 15-74 ára grænmeti a.m.k. fímm sinnum í viku. Konur eru þó mun atkvæðameiri í grænmetisneyslunni en karlar, og eins borðar fólk á höfuðborgarsvæðinu grænmeti heldur oftar en fólk á landsbyggðinni. Tekjur og aldur skipta líka máli, lægsti tekjuhópurinn borðar sjaldnar grænmeti en þeir tekjuhærri og yngsti aldurshópurinn sjaldnar en þeir eldri. Það sem vegur langþyngst er þó menntunin, þeir sem hafa verið iengur í skóla borða mun oftar grænmeti en þeir sem hafa styttri skólagöngu að baki. Unga fólkið borðar sjaldnar fisk Þegar fiskneysla er annars vegar skiptir aldurinn meginmáli. Elsti aldurshópurinn borðar fisk tvisvar sinnum oftar en yngsti aldurshópurinn í könnuninni. Þegar á heildina er litið virðist fiskur þó ekki vera að hverfa af borðum landans, 85% segjast borða fisk a.m.k. einu sinni í viku, og tæpur þriðjungur borðar fiskþrisvar í viku eða oftar. I frétt frá Manneldisráði segir að þessar niðurstöður gefi tilefni til nokkurrar bjartsýni um hollustu mataræðis landsmanna, þótt enn megi bæta um betur. Til dæmis er nokkuð langt í land með að þorri fólks nái hollustu- markmiðum um fimm skammta á dag af grænmeti og ávöxtum. Aðeins einn af hverjum tíu virðist ná því marki. Hitt er ekki síður áhyggjuefni að ungt fólk borðar sjaldnar fisk, grænmeti og ávexti en þeir eldri, en því oftar steiktar eða franskar kartöflur. Neysla skyndibita meðal ungs fólks á væntanlega sinn þátt í þessari niðurstöðu, en slík fæða einkennist sjaldan af miklu grænmeti, ávöxtum eða fiski. Meira framboð á heilsusamlegum skyndibitum og tilbúnum réttum er hugsanlega leið til að bæta mataræði ungs fólks. Eins má ætla að sú verðlækkun sem hefur orðið á flestum tegundum grænmetis síðustu mánuði, hvetji ungt fólk ekki síður en það eldra, til að borða meira grænmeti. Rannsóknin var gerð á vegum norræns vinnuhóps með aðild Manneldisráðs og var hún kostuð af Norrænu ráðherranefndinni. Könnunin fór fram í apríl til maí á öllum Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum en niðurstöður frá hinum löndunum verða birtar síðar. Hér á landi sá Gallup á íslandi um framkvæmdina og Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti einnig rannsóknina. Könnunin fór fram í gegnum síma og voru þátttakendur 1002. Ferskir ávextir ekki dagleg fœða margra Af einhverjum ástæðum njóta ferskir ávextir ekki sömu hylli og grænmetið, aðeins þriðji hver maður segist fá sér ávöxt eða ber a.m.k. fímm sinnum í viku. Rétt eins og með grænmetið, þá eru það konur, fólk af höfuðborgarsvæðinu og þeir háskólagengnu sem borða oftast ávexti. Tekjur hafa hins vegar ekki sömu áhrif á ávaxtaneysluna og á grænmetið, þeir tekjulægstu borða ekki síður ávexti en þeir tekjumeiri. Upplýsingar um 200 púsund nautgripi í Huppu Eins og sagði á forsíðu opnaði Guðni Ágústsson, ráðherra, tölvukerfið Huppu á sýningunni Kýr 2002.1 þessari fyrstu útgáfu Huppu er opnað fyrir aðgang búnaðarsambanda, en næsti áfangi verður að opna aðgang fyrir alla skýrsluhaldara í naut- griparækt. Með Huppu er að- gangur ráðunauta að gagna- grunni Bændasamtaka Is- lands opnaður, sem mun auðvelda þeirra ráðgjafar- störf. Þegar fram líða stundir munu bændur geta notað Huppu við nautaval og skráð sjálfír upplýsingar um sína gripi þegar ein- staklingsmerkingar verða orðnar útbreiddar. Ljóst er að kerfið mun gera allar upplýsingar aðgengilegri og vonandi verða til þess að bæta enn árangur í nautgriparæktinni. Að sögn Jóns B. Lorange, verkefnisstjóra Huppu, byggir kerfið á sömu tækni og WorldFengur. Eins og kunnugt er hefur hann hlotið góðar viðtökur bæði hér heima og erlendis. Að nokkru leyti er Huppa unnin af sömu starfsmönnum og smíðuðu WorldFeng. Aðalforritari er Þor- berg Þ. Þorbergsson og gagna- grunnsforritari er Ingibjörg Péturs- dóttir. Faglegir ráðunautar eru Jón Viðar Jónmundsson og Ágúst Sigurðsson. Tölvukerfið hlaut nafnið Huppa til heiðurs ættmóður ís- lenska kúastofnsins, Huppu 12 á Kluftum í Hrunamannahreppi, en fullyrða má að rekja megi ættir allra nautgripa af innlendu kyni til hennar. I bókinni Skýrt og skorinort eftir Helga á Hrafnkels- stöðum er heill kafli um Huppu á Kluftum. Þar segir meðal annars: „Við skulum bregða okkur upp í Hrunamannahrepp. Þar gerðist það 3. nóvember 1926, að fæddist lítill kvígukálfur, brandhuppóttur og þar af leiðandi þrílitur og var það í þá daga talið mikið gæðaeinkenni, að kýr urðu þrílitar, því mjólk úr þrílitri kú var til margra hluta nytsamleg í þá daga. Sem betur fór var kusa litla sett á, og fékk gott uppeldi. Það get ég vottað. Eftir 30 ár, eða 1956, var Páll Zóphoníasson, sem þá var nautgriparæktar- ráðunautur, að blaða í skýrslum frá nautgripafélögum af öllu landinu og þá kom á daginn að kynbótagripir undan Huppu á Kluftum voru komnir í allar sýslur landsins. Páll sagði mér þetta sjálfur og bætti við, að líklega væri þetta heimsmet." í bók Helga er sögð saga um það að Murta, langamma Huppu á Kluftum, sé afkvæmi "huldu- tudda", eða bergbúa sem breytti sér í tudda til þess að bæta kúa- kynið hjá bændum í Hruna- mannahreppi. A meðfylgjandi mynd er Guðni Ágústsson að opna nýja kerfið. Bænda- f IULORÁ^ \ j ;amt V WTURÍ wr GRoHli V E TNNIC ‘ jTVASI ' Á SVJK HUÓM SYAHí' i blaðs . i t TÓRM- m c J IKdAlF- 1R t t Roku mu Y ^ 111! g’qðah JLDl AANN5- NAFN "oTA- MRfiuR 1 ÖTLiLA wf: 0FHS COTT TRÉ /■N 1 Sr yofauR DLMAR 13 IEFEHGI SHDAR skemja O JÖL0I L , ~ I /jN6ER'» HKÓSA HÖLDUR s LYKT- Aðl ~15 FLAKKS Fllica 1 föLD FbÐRI DRUHUR (/) (/) - íXvX-x-x-X: ElRi MuNN- MÆU 4 V í i ? TÓK FRF.S7- Abi 6RAC6 A5KAR V/N- cjarn- LEIKI mmmx •X-X-X-X-Xv. - 5 1 H'ASKI TR'fn D'AI SöNC- fugl HRtYf- !SL 1 CQ FTLIR SN/EDDI IKINDIIN 1111 SJ'D MA&R- lil CRuNlR 6AR-6A I TÓC STEfNA érLI-fi ÖL)> I " feíSíífííííí: ' ' "■ L’lK SJAL0- &ÆFAR FITLA srm ENDlR L'AT- 6RACÖ SP'/m 'ALP.AST 0) ! T •lÍýÍÍ'/XX'íx’-: k k 0 3 FJÖR J0 FLÝTIR MRG- REVNDA $ 0 NÆ-ÐI þRÆLL DREIFA llii TITRI Fldgg Bldskw 12 Gkm 6LEAI FLÖKT ARfiÁ UPPHAf .tMILO 3 ! j i 20 ElRfiAR- LEYSI fuc-l STIHG REI-6I GRÍIH- IR LElflSLA b ÓVÆTT- uR HUbP 4 7Eb7r O D t7\CT_ II htRji REKJAN \t BERC- |V» 'A | A Ihol- |íM£A OAvJÖ51 SVI-ÖA HÓTlR JA fN- . INV m?\- BRAUfl ': w. ’.. ’ ' ' VAXI LYKT- Afil £KKI 1 'AKAFA VAN- L'lflAtV MJAK- Afil KJÖKtlR ö Íͧ:§Íi?$ m %MZu'rii\ MÆTUÍ ) KVRRfi LRlf FUÓTlE HóÓH KALDI MöRG jivx-i-x-xixi: iiiii$i%s$ii KDMIST Ct-Ð KÖCG- II | \fJfJ SáMT uR RÓTA tllll xi^iiiii iiii KEYRI ÖXULL ULLln /i SToríG SPROTA i MANNS- nafn SKUN0- U-fluM 2T //X 5Pl L p'm 15 I þJUÓSKi \ ÓSKERT Bókstafirnir í tölusetta reitnum mynda nafn á skáldsögu eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson.. Sendu lausn til Bændablaðsins fyrir 24. september. Við veitum ein vegleg bókaverðlaun!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.