Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 23
f Þriðjudagur 17. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ 23 A' DeLaval HITAVATNSKÚTAR MeiPi kjittbipgOip í landinu en reiknaO var með liegar ráðherra tík „Stjórn Bændasamtaka íslands hefur samþykkt, með vísan í 29. grein laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 99/1993, að Ieggja til eftirfarandi útflutningshlutfall fyrir dilkakjöt, sem fellur til við haustslátrun 2002 og síðar. 1. september - 31. október verði hlutfallið 28%, 16% frá 1. til 17. nóvember og 8% frá 18. nóvember og þar til annað verður ákveðið. Þá er lagt til, að útflutningshlutfall fyrir kjöt af fullorðnu fé verði 0%, eins og verið hefur undangengin ár,” segir í upphafl bréfs stjórnar Bændasamtaka Islands til Guðna Ágústssonar landbúnað- arráðherra vegna útflutnings- hlutfalls dilkakjöts í sláturtíð 2002. Bréfíð var sent 22. ágúst. “Forsendur fyrir tillögunni um 28% útflutningshlutfall í haust- sláturtíð er að finna í meðfylgjandi bréfi frá Markaðsráði kindakjöts. Þar kemur fram, að ársframleiðsla dilkakjöts er áætluð 7918 tonn, og er sú spá byggð á ásetningi sl. haust og sömu afurðum eftir kind og á síðasta ári. Að teknu tilliti til heimtöku bænda í sláturtíð, undan- þágum þeirra sem fylgja sk. 0,7 reglu og áætlaðri slátrun utan haustsláturtíðar, reiknast út- flutningshlutfall haustsins af 6818 tonnum. Sala dilkakjöts sl. 12 mánuði nam 6107 tonnum og hafði dregist saman um 3,2% (þ.e. ca 200 tonn) frá næstu 12 mánuðum þar á undan. Áætlað er að birgðir dilka- kjöts um næstu mánaðamót til sölu innanlands verði 757 tonn. Þó ber að geta þess, að af þeim 369 tonn- um, sem talin eru í birgðum til út- flutnings, eru um 170 tonn, sem Kjötumboðið og Sláturfélag Vesturlands höfðu ekki lokið útflutningi á, og litlar horfur eru á, að takast megi að fjármagna útflutning á. Því er í raun réttara að áætla birgðir, sem taka þarf tillit til við ákvörðun útflutningshlutfalls, sem u.þ.b. 900 tonn. Þeir sem fjalla um sölumál dilkakjöts eru sammála um, að 400 tonn séu nægilegar birgðir í byrjun september. Ætla má, að kostnaður við birgðahald á ársgrunni nemi 60 - 80 kr/ kg eða 6-8 millj. kr á ári fyrir hver 100 tonn. Þá er hæfileg birgðastaða forsenda afurðalána- fyrirgreiðslu og því trygging bænda og sláturleyfishafa fyrir því, að unnt sé að greiða bændum fyrir sauðfjárafurðir með eðlileg- um hætti. Fram kom í máli slátur- leyfishafa á fundi Markaðsráðs kindakjöts 21. ágúst sl. að reikna megi með stórfelldri aukningu fuglakjöts og einnig svínakjöts á næstu mánuðum, jafnvel svo nemi yfir 2000 tonnum á ársgrundvelli. Samkeppnin verði því grimm á kjötmarkaði næstu mánuði, og því verði erfitt að viðhalda óbreyttri sölu dilkakjöts næsta ár. Engu að síður er það niðurstaða markaðsráðsins og stjómar Bændasamtaka Islands að miða tillöguna við sömu sölu, 6107 tonn, en stefna jafnframt að 200 tonna birgðaminnkun á árinu. Dragist salan saman jafnt og árið áður, verður birgðastaðan næsta haust lík og nú, en gangi salan betur en hér er gert ráð fyrir, væri það fagnaðarefni, þar sem í raun þarf að minnka birgðir mun meir en að er stefnt. Það myndi leiða til minni kostnaðar við birgðahald og lægra útflutningshlutfalls að ári." Birgðirnar enn meiri Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna sagði í samtali við Bændablaðið að eins og fram kemur í bréfinu telji stjóm BÍ að kjötbirgðir í landinu séu allt of miklar og það hamli sölustarfinu. „Það torveldar afurðafyrir- greiðslu og staðgreiðslu á afurðunum og þess vegna verður að ná birgðunum niður. Þá er því við að bæta að nýverið var fram- kvæmd birgðatalning í öllum sláturhúsum landsins og birgða- geymslum þeirra og þá kom í ljós að birgðimar em ívið meiri en við reiknuðum með þannig að staðan er enn verri en fram kemur í bréfi okkar til ráðherra," sagði Ari Teitsson. - Fjós eru okkar fag - • Weelink fóðrunarkerfi • Innréttingar og básadýnur - ath! bæði í legubásafjós og básafiós. • Steinrimlar og flórsköfukerfi í gripahús • Veitum aðstoð og ráðgjöf við hönnun fjósa - hafið samband, við mætum á staðinn • Loftræstingar - í nýjar og eldri byggingar Lárus s: 437 0023 / 869 4275 Arnar Bjarni s: 486 5656/898 9190 Suzuki- fjórhjól hafa fyrir löngu sannað sig í sveitum landsins sem áreiðanleg og endingargóð vinnutæki. Fáanleg frá 80 til 500 cc, með drifi á einum eða tveimur öxlum, beinskipt eða sjálfskipt. EIGUM NOKKUR SÝNINGAHJÓL SEM SELJAST MEÐ AFSLÆTTI $ SUZUKI SUZUKI UMBOÐIÐ EHF KAPLAHRAUN 1, 220 HAFNAFJÖROUR SlMI: 565 1725. WWW.SUZUKI.IS Bændablaðið Utgáfudagar fram að áramótum: 1. október, 15. október, 29. október, 12. nóvmeber, 26. nóvember og 10. desember. Skilafrestur auglýsinga er nokkrum dögum fyrir útgáfudag. Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra sagðist taka tillit til þess sem Bændasamtökin og Markaðsráð kindakjöts segja í þessum efnum. „Mér þykir hins vegar stökkið úr 21% upp í 28% vera of mikið og erfítt fyrir fjárhag sauðfjárbænda. Eina sem ég geri er að ég viður- kenni vandræðin vegna Goðamálsins, aukningu i framleiðslu og minni kinda- kjötsneyslu. Eg neita hins vegar að keyra birgðirnar svona hratt niður eins og lagt var til. Það tel ég að verði að gera á lengri tíma og þess vegna tel ég að mín ákvörðun sé sanngjarnari gagnvart bændum landsins. Um leið er ég að hvetja sláturleyfíshafa og sauðfjárbændur til að sýna það í verki að haustsláturtíð er uppskeru- hátíð heimilanna. Eg tel að sláturleyfíshafar og sauðf- járbændur þurfí að beita öllum tiltækum ráðum til að halda stöðu sinni á markaðnum - allt annað er uppgjöf og nægur er samdrátturinn fyrir. Ég brýni þá til að efla söluna til þess að búfjársamningurinn megi halda út tímabilið," sagði Guðni Ágústsson. Ryðfríir að utan og innan Sér úttak í þvottavél Hámarkshiti 95°C Áreiðanlegir, öruggir og endingargóðir Sérhannaðir fyrir mjólkurframleiðendur Stillanlegur blöndunarventill Sér heitavatnsúttak þvottavél „95°C" Umskiptanleg tæringarvöm Ytra byrði úr ryðfríu stáli „Holyurethane' einangrun án umhverfiseyðandi efna Innra byrði úr ryðfríu stáli Hitaelement | Oryggisventill f Lágmúli 7 108 Reykjavík sími 588-2600, fax 588-2601 VÉIAVER? 3^46^-4007

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.