Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 17. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ 19 Samband íslenskra loðdýrabænda: Verfi lí fúðri mun hærra en í sam- keppnislfindunum Samband íslenskra loðdýra- bænda hélt aðalfund sinn fyrir skömmu í Árnesi í hinum nýja Gnúpverja- og Skeiðahreppi. Björn Halldórsson, formaður sambandsins, sagði að þetta hefði verið ákaflega friðsæll fundur og félagslega séð hafí verið góð stemning í hópnum. Helstu mál fundarins, fyrir utan hin eilífu skuldbreytingarmál frá erfíðleikatímabilinu, voru innflutningur á dýrum til kyn- bóta og hátt verð á loðdýrafóðri. Kynbœtur Nú eru minkar í sóttkví á tveimur stöðum á landinu, í Holts- múla í Skagafirði og Teigi í Vopnafirði, en einnig eru refir í Teigi. Þessum dýrum verður dreift til bænda í haust, að sögn Bjöms. „Menn binda miklar vonir við þetta því þama eiga að vera gríðarlega góð dýr og nýir litir og þess vegna má segja að spennandi hlutir séu að gerast," sagði Bjöm. Of hátt verð á fóðri Hann segir að annað mál sem mikið var rætt á aðalfundinum og verður að fara að vinna í sé fóðurverðið sem sé allt of hátt. íslenskir loðdýrabændur greiða á milli fimmtán og tuttugu prósentum hærra fóðurverð en samkeppnisaðilar þeirra. „Haldi þessi verðmunur áfram mun hann ýta okkur út af samkeppnisborðinu og þess vegna verður að finna lausn á málinu. Á þessum verðmun eru margar skýringar. Ein megin- ástæðan er að fóðurstöðvarnar framleiða of lítið fóður og fasti kostnaðurinn á hvert kfló er því of mikill. Víða erlendis eru hráefnismálin leyst öðruvísi en hér og litið á fóðurgerð í loðdýra- rækt sem lið í umhverfisvernd. Þar er fóðurgerðin notuð til að koma í lóg afgangsvarningi frá fiskiðnaði og sláturhúsum, sem annars yrði að urða eða eyða með öðrum hætti með ærnum kostnaði. Hér verðum við að greiða fyrir þennan úrgang. Síðan má ekki gleyma því að við búum í stóru og strjábýlu landi og greiðum því alveg óhemju mikinn flutningskostnað fyrir fóðrið. Og það gildir sama um hann og annan flutningskostnað í landinu að ríkið tekur helminginn til sín," segir Björn. Hann segir að í Noregi hafi sú leið verið farin að flutnings- kostnaðurinn sé endurgreiddur af ríkinu. Danmörk er hins vegar það lítið land að flutnings- kostnaðurinn þar er mun minni en hér á landi. Stœkkun búanna „Þetta má segja að séu stóru málin hjá okkur um þessar mundir, og svo vilja menn auðvitað þróa greinina og stækka búin. Sú stefna sem mótuð var í upphafi loðdýraræktar, að búin væru mörg en smá, gengur ekki upp hér á landi. Mér þykir líklegt að við endum í sama farvegi og er í flestum Evrópulöndum, að búin verði fá og stór. Það eru bara Danir og Norðmenn sem eru með mörg tiltölulega lítil bú til hliðar við aðrar búgreinar, enda þótt í þessum löndum séu auðvitað einnig mörg stór bú." Björn segir að verð á minka- skinnum sé gott en menn óttist svolítið næsta uppboð vegna þess hve dollarinn hefur lækkað. Einnig hafa hlutabréf lækkað þannig að menn búa sig nú undir einhverja verðlækkun. Síðastliðin þrjú ár hefur minkaskinnaverð verið mjög gott. í fyrra var verð á refaskinnum gríðarlega hátt og í ár telur Bjöm það vel viðunandi til að^reka búin. „I sjálfu sér kvörtum við ekki yfir ástandinu nú. Við erum ný- búin að gera mjög góðan samning við uppboðshús í Danmörku sem er okkur hagstæður að öllu leyti. Það er hins vegar fortíðarvandinn sem við erum að glíma við, en við hljótum að leysa hann," sagði Björn Halldórsson. Merki sem þú getur treyst! Varahlutir MASSEY FERGUSON Varahlutir ^TRIMA Varahlutir Kverneland Varahlutir FISHER Brynningartæki og varahlutir ZWEEGERS Varahlutir Varahlutir sspa*ppipr Varahlutir Varahlutir MP Industrial Varahlutir naviaaai Klippur og varahlutir CIAflS < Varahlutir vjfflUþ. Varahlutir Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 525 8000 Vélavarahlutir, sími 525 8040 x- Fóðuriðjan í Ólafsdal: Síðasta graskðgglaverksmiijan í landinu berst fyrir I sfnu Fóðuriðjan í Ólafsdal í Dalasýslu er eina grasköggiaverksmiðjan sem enn starfar á íslandi, en þær voru sex þegar best lét. Fyrirtækið er hlutafélag þar sem einstaklingar og hreppurínn eru hluthafar og er langstærsti vinnuveitandinn í sveitinni. Sæmundur Kristjánsson er framkvæmdastjóri Fóðuriðjunnar. Hann var spurður hvemig þeir hjá Fóðuriðjunni hafi náð að þrauka meðan aðrar graskögglaverk- smiðjur urðu að gefast upp í samkeppni við innflutt grænfóður. „Það vom byggðasjónarmið og atvinnumál sem réðu því að við ákváðum að halda áfram, enda þótt það hafi ekki verið mikil skynsemi í þeirri ákvörðun miðað við hvemig þróunin hafði verið í þessum málum. Við fómm líka út í það að taka að okkur alls konar óskyld verkefni sem við höfum getað nýtt vélar okkar og tæki til utan háannatímans við fóðurframleiðslu. Þar má nefna snjómokstur á vetmm fyrir Vega- gerðina, verkstæðisþjónustu fyrir ferðamenn og sveitungana, og raunar öll þau verk sem við komust yfir. í okkar fámenna sveitarfélagi skiptir fyrirtækið miklu máli því ársverkin hjá okkur em sjö," sagði Sæmundur í samtali við Bændablaðið. Samdráttur í graskögglaframleiðslu Framleiðsla á graskögglum hefur dregist mjög saman vegna erfiðrar markaðsstöðu. Sæmundur segir að í sumar verði fram- leiðslan aðeins um 600 tonn en hún hefur undanfarin ár verið um 1.400 tonn. Framleiðslugeta verk- smiðjunnar er aftur á móti 2.500 tonn og hún hefur yfir að ráða nægu landrými til svo mikillar framleiðslu. „Það er fyrst og fremst samkeppni við innfluttan fóðurbæti sem veldur þeim samdrætti sem orðið hefur í graskögglaframleiðslunni, ásamt þeirri breytingu sem heyrúllu- væðingin og breyttar heyverkun- araðferðir valda. Þörfin fyrir grasköggla hefur minnkað til muna við þessar breytingar. Samt sem áður er samkeppnin við inn- flutta grasköggla okkar aðal- óvinur. Að okkar dómi er sú sam- keppni afar ósanngjörn. Ef flutt er inn fóðurblanda í dag, eins og þeir gera inn í Sundahöfn í Reykjavík, þá er tollur af henni 7,80 krónur á kfló en ef graskögglar eru fluttir inn þá er tollurinn ekki nema áttatíu aurar á kflóið. Byggða- stefnan í þessu virðist því vera sú að styðja við innflutninginn. Þetta skekkir samkeppnisstöðuna algerlega og er óbærilegt fyrir okkur sem framleiðum grasköggla," segir Sæmundur. Lífrœna rœktunin Kristján Oddsson á Neðra Hálsi í Kjós er með lífræna mjólkurframleiðslu. Hann kaupir grasköggla af Fóðuriðjunni vegna þess að hann segist ekki treysta því að dönsku graskögglamir séu úr lífrænt ræktuðu grasi. Hann sagði í samtali við Bændablaðið í sumar að til þess að skapa og viðhalda möguleikum á lífrænni grasfóðrun sé lífsnauðsyn að Fóðuriðjan í Ólafsdal haldi velli. Sæmundur segist ekkert vera hissa á því þótt þeir sem eru með lífræna ræktun treysti ekki dönsku graskögglunum. Hann segir að eftir að viðtal við Kristján Oddsson um þessi mál birtist í Bændablaðinu í sumar hafi fyrirspumum um grasköggla- framleiðslu Fóðuriðjunnar fjölgað. Margir virðast ætla að heQa graskögglagjöf í haust um leið og kýr verða teknar á hús. Þess vegna lifir maður í voninni um að menn fari nú að framleiða úr íslensku hráefni og að bjartari tímar séu framundan," sagði Sæmundur Kristjánsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.