Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. september 2002 segir Lérus Pétursson sem selur sína irumleiðslu ú heimsmarkaðsverOi Lárus Pétursson er einn af fáum einstakiingum hér á landi sem leigir land, ræktar á því korn og selur til íslenskra kaupenda á heimsmarkaðsverði, en Lárus er ekki með neinn gripabúskap. Landið sem hann leigir er í Landeyjunum og er í eigu Eiríks Davíðssonar og Sólveigar Ey- steinsdóttur á Kanastöðum. Lárus er með um 60 hektara sem skiptast nánast til helminga, í Filippu annars vegar og Gunillu hins vegar. Athygli vekur að kornið hans Lárusar vex í landi þar sem áður var nánast auðn. Komið á akri Lárusar er nú í sæmilegu meðallagi, enda hefur sumarið ekki verið sérstaklega gott til kornræktar. Góðir kaflar í sumar nýttust ekki sem skyldi. Þetta er annað árið sem Lárus ræktar korn á þessum stað í landi Kanastaða, en í fyrra var spildan um 40 hektarar. Auðvelt væri að stækka spilduna um nokkra tugi hektara. Lárus sagði að hann væri að ræða við væntanlega kaupendur að kominu, en hagnaður yrði líklega naumt skammtaður þetta árið. „Maður verður að líta á komrækt eins og laxveiðar. Ef illa árar verður bóndinn að vera til- búinn til að gefa a.m.k. vinnuna. Það er því erfitt að áætla langt fram í tímann," sagði Láms og bætti því við að hann langaði til að reyna að þrauka áfram. „Ég þarf að selja komið til hæstbjóðanda og verð að taka því verði sem gildir á heimsmarkaði. Þannig þarf ég að keppa við niður- greitt kom sem ræktað er í löndum ESB og látið flæða ótollað til íslands. íslenskir kombændur fá engan stuðning eða vemd gagnvart niðurgreiddu, innfluttu komi. Þetta er ójafn leikur og þótt ég sé alls ekki talsmaður styrkja í land- búnaði þá er erfitt að keppa við svona kerfi," sagði Láms. Bændasamtflkin hfynnt hvf aS gjaldtaka aí dísel ag bensínbífreiðum verði samræmd Stjórn Bændasamtakanna barst í sumar bréf frá fjármála- ráðuneytínu vegna fyrirhugaðra breytinga á olíugjaldi, kflómetra- gjaldi og lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti og fleira. Óskað var umsagnar stjórnar BÍ. I bréfinu segir: „Vísað er til meðfylgjandi frumvarpa, annars vegar um olíugjald og kflómetra- gjald og hins vegar um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., sem fjármálaráðherra lagði nýlega fram til kynningar á Alþingi. Frumvörpin miða að því að gjaldtaka af díselbifreiðum og bensínbifreiðum verði samræmd þar sem gjaldtaka af dísel- bifreiðum breytist frá því að vera gjald á ekna kflómetra yfir í gjald á notað eldsneytismagn. Gert er ráð fyrir að olíugjaldið verði í meginatriðum lagt á sömu aðila og þungaskatturinn og lagt er til að gjaldfrjáls olía verði bætt litar- og/eða merkiefnum. Jafnframt er gert ráð fyrir sérstöku stighækkandi kflómetragjaidi á ökutæki sem eru yfir 10 tonn að leyfðri heildarþyngd, að undanskildum bifreiðum sem ætlaðar eru til fólksflutninga. Með því tekur gjaldtakan mið af þeim kostnaði sem hlýst af sliti þyngstu bifreiðanna á vegakerfinu." Breytir miklu Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna segir að hér sé um gamalt mál að ræða sem hafi tvisvar farið af stað í kerfinu en dagað uppi í bæði skiptin. Verði þetta frumvarp hins vegar að lögum breyti það ýmsu fyrir bændur. „Þá verða menn með litaða olíu til húskyndingar og á dráttarvélar sínar og því verður hún að vera í heimilistönkum bænda. Litaða olían verður á svipuðu verði og hráolía er í dag, en oh'a á bifreiðar hækkar mikið frá því sem nú er þegar kflómetragjald eða olíugjald falla niður. Bændur sem eiga díselbfla og nota bæði til búrekstursins og einkaneyslu, mega ekki nota lituðu olíuna á þá. Menn verða því annað hvort að vera með tvo olíutanka heima eða fara á næstu bensínstöð til að kaupa ólitaða olíu á bifreiðina," sagði Ari. Strangt eftirlit Hann segir að strangt eftirlit verði með því að bifreiðaeigendur noti ekki lituðu olíuna á bifreiðar og muni væntanlega liggja háar sektir við misnotkun. Liturinn í olíunni hverfur ekki auðveldlega, þannig að nær útilokað er að koma því þannig fyrir að hann sjáist ekki. Ef litaðri olíu er dælt á bflinn mun það sjást við hefðbundna bifreiðaskoðun. „Stjórn Bændasamtakanna tók málinu þokkalega í umsögn sinni. Við gerum okkur grein fyrir að kerfið er erfitt í framkvæmd en það á að tryggja Framtfö fslensks landhúnadar best tryogö meö vtfruvöndun Áform - átaksverkefni, sem meðal annars hefur staðið að markaðssetningu á íslensku lamabakjöti til Bandaríkjana, stóð á dögunum fyrir ráðstefnu um sjálfbæra matvælafram- leiðslu og ferðaþjónustu í sátt við umhverfið. Margt góðra gesta var á ráð- stefnunni sem haldin var í Súlnasal Hótel Sögu. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hélt erindi um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið og sjálfbærar veiðar. Landbúnaðar- ráðherra, Guðni Ágústsson, lagði í erindi sínu áherslu á að því trausti sem neytendur beri til íslenskra Iandbúnaðarvara megi ekki glata. Til þess að halda því verði ætíð að tryggja matvælaöryggi og stuðla að neytendavernd. I því sambandi væri rekjanleiki vöru mikilvægur. Þá talaði Guðni um að íslenskir bændur þyrftu ekki síður að rækta ímynd sína, og lagði áherslu á að aukin hagræðing í landbúnaði mætti ekki verða til þess að íslenska fjölskyldubúið liði undir lok. Eftir hlé héldu fimm erlendir fyrirlesarar erindi sem m.a. fjölluðu um það hvemig banda- rískar verslanakeðjur selja vottaðar og náttúrulegar afurðir. Fjallað var um mikilvægi þess að framleiða heilbrigða og ómengaða matvöru í sátt við umhverfið. Ljóst er að markaður fyrir matvöru sem grundvölluð er á gæðum, hrein- leika og hollustu fer sífellt stækkandi í Bandaríkjunum. Fram kom í máli Dennis OT)onnell verslunarstjóra í Washington að sala á íslensku lambakjöti færi stöðugt vaxandi og að neytendur kynnu vel að meta íslenska kjötið. AburðarkOgglar drápu nautgripi I byrjun ágúst fannst kvíga ein nær dauða en lífi í nokkuð víðáttumiklu haglendi. Blóð gekk aftur af henni og merki sáust um að hún hefði haft niðurgang. Blóð var í saur. Lækningatilraunir báru ekki árangur og skepnan drapst. Nokkru síðar fannst annar ungur nautgripur dauður á sama stað. Hann hafði brotist lítillega um og merki fundust um að hann hefði haft niðurgang. Talsvert blóð virtist vera í saur. Gripurinn var kruflnn af dýralækni. Þá kom í ljós stór, þrútin og gul lifur, ekkert nýétið gras í vömb en illa lyktandi groms í meltingarfærunum. Þegar vinstrin var skoluð sáust mörg átusár 1/2 -1 cm í þvermál í slímhúðinni. Giskað var á að hér væri um áburðareitrun að ræða. Við athugun á landinu fundust leyfar af gömlum og kekkjuðum blönduðum túnáburði sem ekki hafði leystst upp af úrkomu, en skepnurnar höfðu komið þar að og sleikt í sig áburðinn. /Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Baenddilnðið kemur næst út 1. október. bændum olíu á búvélar sínar á eðlilegu verði. Margir bændur sem eiga díselbfla eru með ökumæla í bflum sínum og þurfa að greiða hátt gjald á hvem ekinn kflómetra. Aðrir greiða fastan þungaskatt sem fer eftir þunga díselbflanna. Bæði gjöldin falla niður um leið og olía á bifreiðar hækkar í verði almennt. Okkar afstaða var sem sagt sú að leggjast ekki gegn breytingunni. Við bendum hins vegar á að bændur sem greiða þungaskatt af fjórhjóladrifsbifreiðum sem sannanlega eru notaðar við búrekstur eigi rétt á að fá helming skattsins endurgreiddan, og hafa fengið það. Við leggjum áherslu á að sá réttur falli ekki niður en fyrir því er ekki séð í frumvarpinu og gæti verið nokkuð snúið við að eiga," sagði Ari Teitsson. Að lokum má nefna að ástæður breytinganna nú munu tvíþættar, annars vegar þrýsting- ur frá Evrópusambandinu vegna samræmingar reglna og hins vegar vilji hérlendra stjórnvalda til að greiða fyrir aukinni notkun lítilla díselbifreiöa sem munu bæði nota minna eldsneyti og menga minna en sambærilegar bensínbifreiðar. Bœndablaflifl ú sjúvar- útvegssýninguuni Mikill fjöldi manns lagði ieiö sína ó sjávarútvegssýninguna f Smáranum í Kópavogi í byrjun mánaðarins. Bændablaðinu var dreift f 1.500 eintökum á sýningunni af tveimur röskum ungmennum. Sumir höfðu á orði hvers vegna blaðið veldi sér þennan vettvang til dreifingar en af viðtökum að dæma var áhuginn fyrir hendi. Bændablaðið er gefið út í tæpum 7.000 eintökum og er dreift ókeypis inn á þúsundir sveitaheimila í landinu. Blaðið liggur einnig frammi í söluskálum við þjóðveginn og fjöldi stofnana og einstaklinga fá biaðið sent til sín.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.