Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. júlí2002 BÆNDABLAÐIÐ 3 Frðrennslis- ng vatnsveitumál tekin fðstum tökum í Broddaneshrepgi Eins og fram kom í síðasta tbl. Bændablaðsins eru frárennslis- og vatnsveitumál í ólestri víða um land. Hins vegar ber mönnum saman um að almennur vilji sé til að taka á málinu og mörg sveitarfélög hafa þegar hafíst handa við úrbætur. Einn þeirra hreppa þar sem framkvæmdir eru vel á veg komnar er Broddastaða- hreppur í Strandasýslu, sami hreppur og veitir eina milljón króna hverjum þeim bónda sem vill bæta og fegra húsakynni sín og umhverfí. Frárennslismálin komin í lag Sigurður Jónsson, oddviti og bóndi á Stóra-Fjarðarhomi, sagði í samtali við Bændablaðið að búið væri að ganga frá frárennslis- málum í hreppnum nema hvað einn bær væri eftir, en þar ætluðu menn að ganga frá sínum málum í sumar. Sá sem tók verkið að sér hefur enn ekki getað lokið því verki. Hann hafi hins vegar lofað að koma fljótlega, og þá verður líka hafist handa við að koma vatnsbólum allra býla í hreppnum í viðunandi horf. Lélegir brunnar „Við hófumst handa í fyrra með því að fá heilbrigðisfulltrúa til að taka út ástand neysluvatns á öllum bæjum í hreppnum. Þá kom í ljós að það var óvíða í góðu lagi og allt niður í það að vera mjög slæmt. I framhaldi af þessari úttekt kom Óttar Geirsson jarð- ræktarráðunautur til okkar í vor er leið og gerði úttekt á vatnsbólum á öllum bæjum sem eru í byggð í Broddaneshreppi. Nú höfum við svo keypt efni til að ganga varanlega frá vatnsbólunum," sagði Sigurður. Hann segir að keyptir hafi verið plastbrunnar, enda hafi það fyrst og fremst verið brunnarnir á bæjunum sem eru í ólagi. Suma þurfi að endumýja og á öðum stöðum hafi aldrei verið gengið almennilega frá þeim. Á nokkmm bæjum þarf líka að setja upp miðlunargeymi til að mæta toppunum. Á og verður að vera í lagi „Við gemm okkur vonir um að sjálft vatnið sé gott þegar búið er að ganga frá brunnunum. Það em fyrst og fremst þeir sem eru í ólagi og orsaka slæmt ástand vatnsins víða. Við munum fara eftir þeim leiðbeiningum sem Óttar Iét okkur hafa og ég er að gera mér vonir um að þetta verk klárist í haust," sagði Sigurður. Hann segir kostnaðartölur ekki liggja fyrir, en menn viti það eitt að þetta eigi og verði að vera í lagi. Hvert og eitt býli sækir um styrk til Bændasamtakanna sem sjá um greiðslu styrkja úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitumála á lögbýlum. Sá styrkur nemur 40% af kostnaði. Hreppssjóðurinn greiðir 50% og bændumir sjálfir 10%. Rannsaks parf lax i sjö Landssamband veiðifélaga bendir á vaxandi nauðsyn rann- sókna á laxi í sjó, og telur þær mjög brýnar. Tryggja þurfí aukið fjármagn til þeirra og jafnframt að styrkja starfsemi Veiðimálastofnunar með aukn- um fjárframlögum. Þetta kom fram á aðalfundi LV. fremur getur þurft að gera svæðisbundnar kannanir á snefílefnastöðu, vinna úr til- tækum gögnum og síðast en ekki síst að koma upplýsingum og þekkingu um snefílefni út til bænda. Við framkvæmd þessa viða- mikla og brýna verkefnis verð- ur leitast við að koma á sam- starfí þeirra aðila og stofnana sem búa yfír þekkingu á þessu sviði. Forsvarsmenn verkefnisins eru þeir Grétar H Harðarson tilraunastjóri á Rala/Stóra Ár- móti, Bragi Líndal Ólafsson forstöðumaður Fóðurdeildar Rala og Torfí Jóhannesson rannsóknastjóri við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Rannsðtai II sneHefnum Takmarkaðar upplýsingar eru til hér á landi um snefílefna- innihald í heyfóðri og jarðvegi, sem og um samhengi hugsan- legs skorts á snefílefnum í fóðri (selen/ vít.E) og ýmissa kvilla, s.s. vanhalda í ungkálfum og Iömbum, frjósemi, mótstöðu gegn sjúkdómum o. fl. Umræðan hefur aðallega snúist um Selen og E-vítamín, en virkni þeirra en nátengd. Það er sammerkt flestum snefíl- efnum að mjótt er á milli skorts og eiturverkana. Þess vegna er ekki sjálfgefíð að þeim sé bætt í fóður eða komið í grípina með öðrum hætti ef grunur er um snefíl- efnaskorti. Fyrir áeggjan ýmissa aðila er málið varðar (búnaðarþings, fagráða í nautgripa- og sauðfjárrækt og fleiri aðila) hefur nú verið efnt til víðtæks samstarfsverkefnis allra fagstofnana land- búnaðarins um rann- sóknir á snefílefnum. Verkefnið gengur m. a. út á að fara yfír og draga saman innlenda þekkingu sem hendi er þessu - skipuleggja og framkvæma snefílefna- mælingar í fóðursýnum og rannsóknir sem gera þarf. Enn- Kynnum nú „yngsta“ meðlim 4300 fjölskyldunnar: MF 4365,112 hö, 4 cyl 3.750 kg á ótrúlega góðu verði. 4WD - raunverulegt fjórhjóladrif - ekki þrfhjóladrif! Gírkassi - Fleiri gfrar miðað við vinnuhraða - meiri afköst. Innifalið í staðalbúnaði er m. a. nýtt að/frá stýri, ný miðstöð, rafstart á PTO, 250% stærri verkfæra- kassi og fleira og fleira. • Nýjar Perkins vélar - 53-116 hestöfl. Heimsækið nýja heimasíðu véladeildar www.ih.is/velar Aukið tog - stoppar aldrei. Einstakur vendigír með stiglausum átaksstilli. THR5E POIIMX MA3SEY FEhOUSON Aukið vökvaflæði og þrýstingur - meira afl. Nýtt púströr til hliðar upp með húsi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.