Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ 15 Blýeitrunínautgripum Algengasta orsfikin eni rafgeymar sem skildir hafa verið eftir i víðavangi Fyrir skömmu veiktist eitt geld- neyti af 40, sem var á beit á víðáttumiklu landi og dó. Nokkru síðar veiktist annað og dó síðan einnig. Það varð dauft og drungalegt, stóð úti í horni og þrýsti höfðinu út í vegg. Þriðji gripurinn er veikur og óvíst hvernig honum reiðir af. Sjúk- dómseinkennin þóttu benda til blýeitrunar. Ekki hefur fundist neitt á landinu sem gæti verið blýmengað. Tilgátan um blý- eitrun hefur nú verið staðfest með mælingu á blýi í líffærum Lokar og tengi fyrir haugsugur og lagnir VÉLAVAL-Varmahliö m Slmi 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is sem send voru úr gripnum eftir krufningu dýralæknis. í nýrum mældust 9 milligrömm í kflói (9 ppm) af blýi, í lifur mældust 6 milligrömm í kflói. Þetta stað- festir að blýeitrun hafí verið banameinið. Algengasta orsök blýeitrunar í nautgripum er sú að rafgeymar úr bflum og öðrum vélum eru skildir eftir þar sem skepnur komast að þeim. Geymamir springa annað hvort af því að keyrt er á þá eða að vatn kemst ofan í þá og einnig springa þeir þegar frystir. Þegar hylkið hefur sprungið blasa plötumar við og í þeim er blý. Að einhverjum sökum em nautgripir sólgnir í að sleikja og bryðja í sig plötumar. Skömmu síðar fara einkenni að koma í ljós. Blýið sest mest í líffærin sem nefnd vom en einnig í kjötið. Þegar slátrað er gripum sem étið hafa blý ætti því að fleygja innmat og leita að blýi í vöðvum. Því miður em rafgeymar víða í hirðu- leysi og það er vítavert. Það ætti að vera skylda hvers og eins að hirða slíka hættuvalda þar sem því verður við komið, en segja til þeirra að öðrum kosti og sjá til þess að þeir fari í örugga vörslu til eyðingar. /Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Seinni sláttur Elvar Þór Sverrisson var að slá túnið hjá Seli í þegar Bbl. átt leið um Austur-Landeyjar 6. september. Sólin skein og það var strekkingsvindur og þurrt. „Það hefur verið óþurrkur hér sunnanlands í nokkrar vikur," sagði Elvar en lét þó vel af heyskapnum. Á Seli er blandað bú og bændur þar eru þau Sverrir Kristjánsson og Ásta Kristjánsdóttir. Varðandi óþurrkinn þá má minnast gömlu reglunnar úr vísunni „Ef Jónsmessu á viðrar vott..." en hún gekk eftir þetta árið, segir á vef Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. „Það rigndi á Hvanneyri á Jónsmessu. Á tímabilinu 21. júní til 29. ágúst komu aðeins 14 þurrkdagar, þar af helmingur í fyrstu tugviku júlímánaðar; en regndagarnir urðu hins vegar 35. Þurrkdagar hafa ekki orðið færri þau sl. 7 ár sem þessi sérstaka skráning hefur staðið hér á Hvanneyri. Það er því líklegt að sumarið hefði fyrir 20 árum (og fyrr) verið kallað óþurrkasumar hvað sem allri annarri veðurgæsku þess líður... Engu að síður má ætla að nú eigi margir bændur góð hey, þökk sé kunnáttu þeirra og tækni,” segir á vefnum. Austurvegi 69 • 800 SeHossi • Slmi 482 4102 • Fax 482 4108 í dráttarvélaviðskiptum - haldsábyrgð í nýrri könnun sem gerð var á öllum Valtra dráttarvélum á íslandi af árgerðum 1994 og 1995 kom í Ijós að bilanir í vélunum eru hverfandi. Að auki voru þessar dráttarvélar rómaðar fyrir rekstraröryggi og afl. f Ijósi þessarar framúrskarandi góðu reynslu íslenskra bænda af valtra dráttarvélum bjóða Bújöfur Búvéiar hf og Valtra Inc kaupendum nýrra dráttarvéla 3. ára framhaldsábyrgð að lokinni hefðbundinni 1 árs verksmiðjuábyrgð. veldu öryggi - veldu valtra Kostir þriggja ára framhaldsábyrgðar eru ótvíræðir: • Eykur öryggi viðskiptavina í rekstri dráttarvélanna. • Kemur í veg fyrir óvænt útgjöld vegna alvarlegra bilana á nýlegum vélum. • Stuðlar að hærra endursöluverði á Valtra dráttarvélum. Kynnið ykkur frekar kosti og skilmála Valtra ábyrgðarinnar á heimasíðu okkar www.buvelar.is eða hafið samband við sölumenn okkar. Þegar gæðin skipta máli

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.