Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ 9 PharmaNor hf. - nýtt nafn ð traustum grnnni Pharmaco ísland ehf. fékk nýtt nafn frá og með 1. september, og heitir nú PharmaNor hf. Þessi breyting kemur í kjölfar kaupa eignarhaldsfélagsins Veritas Capital ehf. á 80% hlutabréfa í fyrirtækinu fyrr í sumar af Pharmaco hf. PharmaNor er leiðandi fyrir- tæki sem byggir á traustum grunni á íslenskum heilbrigðismarkaði, enda hefur fyrirrennari þess gegnt lykilhlutverki á því sviði í nær hálfa öld. Hjá PharmaNor starfa um 120 manns og hefur stór hluti þeirra víðtæka sérmenntun og mikla reynslu af störfum á heilbrigðissviði. Þessi reynsla er fyrirtækinu dýrmæt í þeirri við- leitni að þjóna íslenska heil- brigðismarkaðnum eins og best verður á kosið. Innan PharmaNor hefur verið starfandi dýralyfja- og land- búnaðardeild frá árinu 1993 í kjöl- far endurskipulagningar fyrir- tækisins. Stjórnendur PharmaNor hf. töldu að með stofnun sérstakrar deildar myndi þessum málaflokki Haugtankar 5 ára reynslutími á Islandi fjiildi tanka í notkun malgar VÉLAVAL-Varmahlíð « Simi 453 8888 Fax 453 8828 vera enn betur þjónað en áður hafði verið. Aherslusvið deildar- innar er í raun allt sem viðkemur heilbrigðismálum í landbúnaðar- geiranum, ekki einungis dýralyfin. PharmaNor hf. hefur að bjóða vörutegundir margra þekktra og virtra framleiðenda og kappkostar aðgengi viðskiptavina að þessum vörum og þjónustu þeim tengdum. Helstu dýralyljaframleiðendur sem nýta sér dreifingarkerfi Pharma- Nor hf. eru: Alpharma, Boehringer Ingelheim, Bayer, Leo Animal Health, Merial, Fort Dodge, Pharmacia & Upjohn og Orion Pharma auk íslenska lyfjafram- leiðandans Delta hf. Af öðrum þekktum vörumerkjum og/eða framleiðendum sem PharmaNor hf. sinnir má nefna Virkon S og aðrar smitvamarvörur frá Antec International, vörur til mein- dýravama frá Bell Laboratories, áhöld, tæki og rekstrarvörur frá Jörgen Kruuse, forðastauta frá Agrimin, Indexel örmerkjakerfið og Multi-línuna í júguráburði, svo eitthvað sé nefnt. Markaðasstjóri deildarinnar er Bemharð Laxdal dýralæknir og fisksjúkdómafræðingur, en hann hefur starfað í PharmaNor hf. frá árinu 1991. Þá hefur Berghildur Magnúsdóttir meinatæknir starfað sem sölufulltrúi við deildina frá árinu 2001. Aðalskrifstofur PharmaNor eru til húsa að Hörgatúni 2 í Garðabæ. Fréttatilkynning. 3000 mm X 3000 mm = kr. 109.507,- Vagnar & þjonusta ehf Tunguhals 10,110 Reykjavík Sími: 567-3440, Fax: 587-9192 Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Verðdæmi: Meðgámi geturþú levst vandann Gámur er ódýr lausn á hverskyns geymsluvandamálum, hvort sem þú ert flutningabílstjóri, verktaki, fiskverkandi eða bóndi. Með því að fella gám að umhverfinu getur hann hentað sem geymsla við sumarbústaði eða golfvelli og á fleiri stöðum. Hjá Hafnarbakka færðu margar gerðir af gámum. Við seljum eða leigjum, notaða eða nýja stálgáma, frystigáma, hálfgáma, einangraða gáma og fl. » HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími 565 2733 Fax 565 2735 Skinnaverð sveiflast Verð á refaskinnum er ekki núgu gott Síðustu uppboðum söluársins 2001/02 á minka- og refa- skinnum er nú lokið með hinum árlegu septemberuppboðum í bæði Danmörku og Finnlandi. Að sögn Einars Einarsson ráðunautar í loðdýrarækt gekk sala á minkaskinnum vel á ný- loknu söluári. Meðalskinnaverð uppboðshússins í Kaupmanna- höfn er 216 Dkr (ca. 2.400 kr), sem er um 200 kr hærra en í fyrra þegar tekið hefur verið tillit til þróunar gengis. Það má í raun segja að markaðurinn fvrir minkaskinn hafi verið mjög stöðugur síðustu þrjú ár. Meðalverðið hefur verið frá 200- 216 Dkr og salan 100% ef horft er á bæði uppboðshúsin. Auðvitað hefur verðið sveiflast á milli litartegunda og uppboða en það verður að teljast eðlilegt á vöru sem seld er á frjálsum markaði og stjórnast meira og minna af tískusveiflum, sagði Einar. „Salan á refaskinnum hefur hins vegar ekki gengið eins vel og hafa þau því miður lækkað jafnt og þétt allt þetta söluár, og nú síðast um 8-15%. Salan hefur líka verið treg eða frá 50-80%. Það er erfitt að segja til um framhaldið en verð á refaskinnum hefur ætíð verið mun sveiflukenndara en á minka- skinnum. Kaupendur sögðu á liðnu ári að þeir væru ekki tilbúnir til að halda áfram að kaupa refaskinn á jafnháu verði og þá tíðkaðist. Nú eru verðin á bilinu 4.000 til 5.500 kr, en hvort jafnvægi hafi náðst er ekki gott að segja til um. Margt bendir til þess en fátt er hægt að fullyrða. Ékkert bendir til að framboð aukist í bráð og líklegt er að það verði samdráttur í framleiðslu refaskinna," sagði Einar. Einar sagði að nú reyndi á hvort íslenskir bændur gætu framleitt skinn fyrir þessi verð eða ekki. „Ljóst er að minkabændur í nágrannalöndunum eru ánægðir með þessi verð. Til þess að íslenskir bændur séu sam- keppnishæfir verður framleiðslu- kostnaðurinn að vera svipaður. Ef hann er hærri hér á landi getur aðeins eitt gerst - loðdýraræktin skreppur saman eða hverfur," sagði Einar. FRAMLHtÐANDI: Antec Intematkxial www.antecfnt.com HEtLDSÓLUDREIFING: PharmaNor Hörgatúnl 2,220 Garöabæ Sfml 535 7000 www.pharmanor.ls ALHLIÐA SÓTTHREINSIEFNI VOLDUGT VOPIM GEGIM SÝKLUM V HÆTTULÍTIÐ FÓLKI OG DÝRUM V UMHVERFISVÆNT

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.