Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 1
15. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 17. september 2002 ISSN 1025-5621 Mjög góð aðsókn að Garð- yrkjuskólanum Aðsóknin að Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi hefur sjaldan eða aldrei verið jafn góð, því nú stunda um 100 nemendur nám við skólann. Skólastarfið hófst á fullum krafti um síðustu mánaðamót, en 50 nemendur eru skráðir í reglulegt nám auk 53 nemenda sem stunda nám í skógrækt á Suður- og Norðurlandi undir yfirskriftinni Grænni skógar. í ár er í fyrsta skipti boðið upp á fjarnám á 4 af 6 brautum skólans, garðplöntubraut, ylræktarbraut, umhverfisbraut og skógræktarbraut, og hefur það nám mælst mjög vel fyrir og fer vel af stað. Nemendur koma víða af landinu, en flestir eru þó af suðvesturhorninu. Fjórir nemendur eru á heimavist skólans, margir leigja húsnæði í Hveragerði og nágrenni og enn fleiri keyra á milli Reykjavíkur og skólans á hverjum degi. Upplýsingar um 200 þúsund nautgripi i Huppu Tölvukerfið Huppa var opnað formlega af Guðna Agústssyni landbúnaðar- ráðherra á sýningunni KÝR 2002 í Ölfushöll. Huppa er heiti á nýju tölvukerfí frá Bændasamtökum Islands sem vistar skýrsluhaldsgagnagrunn í nautgriparækt á netinu. Gagnagrunnurinn inniheldur upplýsingar um 200 þúsund gripi og eru elstu gripirnir frá upphafl 20. aldarinnar. Þar má meðal annars sjá ætterni, kynbótamat og afkvæmi ásamt grunnupplýsingum um gripi. Eigandi Huppu er Bændasamtök íslands. Tölvukerfið er smíðað í tölvudeild Bændasamtakanna að beiðni ráðgjafarsviðs. Sjá nánar á bls. 15 FLÝBURí SKÖLANNI Lúðvík Þór Blöndal á Blöndósi er nemandi á ferðamálabraut í Hólaskóla og stundar námið í gegnum fjarkennslu. Hann mætti í staðbundna kennslu á Hólum í flugvél. Myndina tók Sólrún Harðar- dóttir, endurmenntunarstjóri á Hólum. Kjötframleiðendur ehf. Útflutningup hafinn lí fersku kjöti til Færeyja Samningar hafa tekist á milli Kjötframleiðenda ehf. og aðila í Færeyjum um sölu á fersku dilka- og svínakjöti frá íslandi til Færeyja í haust. Einnig gæti opnast möguleiki á að flytja út egg. Til þessa hefur aðeins verið selt frosið dilkakjöt til Færeyja og það hefur alltaf verið flutt fyrst til Danmerkur og þaðan til Færeyja, en nú verður ferska kjötið flutt í kæligámum með skipum beint til Færeyja. Ekki hefur verið samið um ákveðið magn af kjöti. Guðmundur Lárusson, stjórnarformaður Kjötframleiðenda ehf, sagði að engin leið væri að segja til um hve mikið magn verður flutt út, en það muni ráðast af viðtökum markaðarins. Söluaðilar í Færeyjum búast við söluaukningu þar sem um ferskt kjöt er að ræða, og sömu- leiðis reikna þeir mað hærra verði. Þar að auki lækkar flutnings- kostnaðurinn til muna þar sem kjötið er flutt til Færeyja án við- komu í Danmörku. Guðmundur vildi ekki gefa upp um hvaða verð hefur verið samið. Kjötframleiðendur ehf. hafa haft frumkvæðið í þessu máli og sagði Guðmundur að yfirdýralæknis- embættið hefði unnið mjög vel að málinu. Það hafi lengi verið áhugi á að flytja ferskt kjöt til Færeyja en það ekki gengið eftir fyrr en yfirdýralæknisembættið og Kjöt- framleiðendur ehf. sjálfir fóru að vinna í málinu. Það er ákveðin stöð í Fær- eyjum sem hefur haft leyfi til að flytja inn fisk undir eftirliti yfir- dýralæknisins í Færeyjum. Nú verður hún landamærastöð fyrir ferska kjötið frá Islandi sem er nýjung í Færeyjum. í þessu tilfelli eru Kjötfram- Ieiðendur ehf. verktakar fyrir sláturhúsin á Hvammstanga og Sauðárkróki við að markaðssetja dilkakjöt erlendis. „Við sjáum um alla pappírs- vinnu, gæðaeftirlit og samskipti við kaupendur erlendis. Það sama myndi gerast ef við förum að selja ferskt svínakjöt til Færeyja. En varðandi sölu á hrossakjöti til Japan og Ítalíu þá eigum við kjötið en sláturhúsin sjá um slátrun og vinnslu fyrir fast verð," sagði Guðmundur Lárusson. Mlluuppskera í meðallagl í Eyjalirði Kartöflubændur eru nú í óða- önn að taka upp úr görðum sínum og telja menn að uppskera verði í meðallagi. Helgi Örlygsson, kart- öflubóndi á Þórustöðum í Eyjafirði, sagði í samtali við Bændablaðið að óvenju miklar rigningar hefðu verið í Eyjafirði í sumar og útlitið hefði ekki verið gott um mitt sumar. Eftir að stytti upp hefði þó allt gengið betur og síðustu daga hefði verið yfir 20 stiga hiti og þá hefði sprettan verið frábær. Hann sagðist eiga von á kartöfluuppskeru í meðallagi í Eyjafirði í ár. Sumir óttuðust að þessi óvenjumikla úrkoma í sumar gæti haft áhrif á gæði kartaflanna en Helgi sagðist vera búinn að smakka nýju kartöflumar og_ gæðin væru í fullkomnu lagi. A þessari mynd má sjá Helga á dráttarvélinni en á innfelldu myndinni er kona hans, Vigdís Eiríka Helgadóttir. Þarna eru systkinin Kolfinna og Sighvatur Helgi Ólafsbörn. Þau voru að leika sér á kornakri í Landeyjunum þegar Bbl. smellti af þeim mynd. „Við erum frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum,” sagði Kolfinna kotroskin, en fékkst ekki til að gefa upp frekari uppiýsingar um sig eða sína hagi. iff© •>'%■ . v.mism - ■ •v ••, -.-.v • •' r ■ ■ v f'■'v•.*•.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.