Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 17. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ 17 segir Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk „Blessaður vertu, ég hætti að búa fyrir nokkrum árum enda heilsan ekki sem best. En mér þykir samt skemmtilegra að hafa eitthvað að gera. Nú er ég í vinnu hjá konunni því hún er afgreiðslustjóri Breiðaijarðarfeijunnar og svo er ég í hlutastarfi hjá sveitarfélaginu. Það er gott að geta unnið fyrir sér," segir Ragnar Guðmundsson hafnarvörður á Bijánslæk þegar fréttamaður kynnir sig og segist vera útsendari Bændablaðsins. En Ragnar á Bijánslæk hefur ffá ýmsu að segja varðandi búskap á Barðaströnd og samgöngur við sunnan- verða Vestfirði sem hann hefur að nokkru leyti haft púlsinn á síðan hann tók við póstþjónustu árið 1949, þá 13 ára gamall. Hann gaf sér tíma til að setjast smástund niður með fréttamanni. „Ég er fæddur í Flatey á Breiðafirði, einn af ellefu systkinum. Ég ólst upp í Hergilsey til sjö ára aldurs en þá fluttum við úr eyjunum og upp á Brjánslæk. Ég fór aldrei að heiman, enda alltaf ákveðinn í að verða bóndi. Við hjónin hófum hér félagsbúskap með föður mínum árið 1958 og tókum svo smám- saman alfarið við búskapnum. Kona mín er Rósa Ivarsdóttir frá Melanesi á Rauðasandi. Við eigum fimm böm sem öll hafa tekið þátt í því sem við höfum fengist við, þ.e. búskapnum og umsjón með ferjunni og höfninni. Hér hefur alltaf verið sauðfjárbúskapur og í nokkur ár vorum við með mjólkursölu en hættum því árið 1979 og fjölguðum þá fénu. Þá kom elsti sonur okkar í búskapinn með okkur en hætti árið 1984 þegar skorið var niður vegna riðu. Það var að vísu engin riða hér á Bijánslæk en á mörgum öðrum bæjum í hreppnum. Þá vorum við með um 600 fjár á fóðrum og það er fyrst núna sem aftur er orðinn svipaður fjöldi hér á Bijánslæk. Við fengum ágætan fjárstofn við skiptin sem við keyptum aðallega af þeim bræðrum Jóni Gústa í Steinadal og Guðjóni í Broddanesi. Halldóra, næstelsta dóttir okkar, kom æ meira að búskapnum eftir fjárskiptin og árið 1993 tóku þau hjónin alfarið við búinu. Halldóra er búfræðingur ffá Hvanneyri og ætlaði sér ffá bamsaldri í búskap. Jóhann Pétur Agústsson maður hennar er úr Borgamesi. Þau hafa svo ræktað þennan stofn sem keyptur var við fjárskiptin og hafa ágætar afurðir. Hér em góðir sumarhagar og mikið landflæmi sem féð dreifir sér um þannig að það er gríðarmikið verk að smala á haustin.” Búskapurá 13 jörðum En hvað um búskapinn í sveitinni? „Hann hefur breyst mikið á undanfömum ámm. Hér í gamla Barðastrandarhreppi vom 28 jarðir í byggð þegar ég var að alasj upp. Nú er búskapur á 13 jörðum. A þremur er kúabúskapur, fjómm eingöngu sauðfé og á sex er blandað bú. Hinar jarðimar em allar í eyði nema ein. Það er hins vegar góður kjami sem er í búskapnum, þetta er ungt fólk og það býr í alvöru. Búin hafa verið að stækka því bændumir nytja túnin á flestum eyðijörðunum þannig að ég vona að fólkinu fækki ekki meira í bráð en orðið er. Við megum afar illa við því, t.d. varðandi smal- amennskur á haustin og rekstur gmnnskólans og ýmis samfélagsleg áhrif í sveitinni þó svo að við séum hluti af stærra sveitarfélagi.” Við höfnina í 50 ár Nú er höfn hér á Bijánslæk og hingað kemur Breiðafjarðarfeijan. Hefur hún mikið að segja fyrir sveitina hér og nágrannabyggðir? „Það hefur orðið bylting í þessu eins og svo mörgu öðm í þjóð- félaginu á síðustu fimmtíu ámm. Áður en hér var gerð höfn þá komu skipin hér að og svo var róið á smábát í land með póstinn því hér var alltaf pósthús.Vorið 1949 þegar ég var fermdur fékk ég það starf að fara með póstinn til sjávar og taka á móti þeim pósti sem kom með bátnum. Nú fá líklega fáir strákar á fermingaraldri slíkt ábyrðarstarf. Fljótlega eftir 1950 kom hér höfn þannig að skip gátu lagst að bryggju. Þá urðu strax miklir vöm- flutningar hingað. Ég tók þá við afgreiðslunni fyrir skipaútgerð ríkisins. Svo kom nýtt skip árið 1966 og þá var farið að flytja bfla, en þar sem þurfti að hífa þá um borð þá vom þetta aðeins minni bflar. Þetta þótti samt mikil bylting í samgöngum. Þá var ferðaþjónustan ekki orðin atvinnuvegur og Vest- firðir ekki það aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem þeir nú era. Þetta skip þjónaði okkur í 25 ár eða þar til Baldur sem nú er í fömm tók við árið 1991. Það var náttúrlega önnur bylting í samgöngum því þetta er stórt og fínt skip sem tekur um 200 manns og 20 bfla í ferð og tekur nær alla bfla, stóra sem smáa. Baldur er undirstaða þess að hér á sunnan- verðum Vestfjörðum sé rekinn kúabúskapur, því eftir að Mjólkur- stöðin á Patreksfirði lagðist af fer Hjónin Ragnar Guðmundsson og Rósa Flakkaranum, afgreiðslu Ferjunnar á Bændablaðið/Öm mjólkurbfllinn með ferjunni til Stykkishólms þegar ekki er fært landleiðina. Baldur hefur afar mikið að segja fyrir fólkið í þessari sveit. Hann kemur hingað daglega alla daga ársins og yfir júní, júlí og ágúst em tvær ferðir á dag, þannig að samgöngur hingað mega teljast góðar. Vegurinn hingað sunnanfrá hefur ekki þótt neitt sérstaklega fljótfarinn og er ekki mokaður eftir að kominn er vemlegur snjór. En að hausti og vori er haft daglegt eftirlit með færð á vegum héðan ffá Bijánslæk. Þá helst um Dynjandis- heiði og einnig stundum austurávið um Klettsháls í Kollafjörð. Yfir veturinn er svo litið eftir snjó á ströndinni sjálfri í samráði við Vegagerðina á Patreksfirði. Tengdasonur minn, hann Jóhann Pétur, hefur þetta verk með höndum en ég hef getað gripið í þetta með honum. Eftir að vegurinn sunnanfrá og um Dynjandisheiði verður ófær er daglegur snjómokstur héðan á Patreksfjörð, og svo þaðan til Tálknafjarðar og Bfldudals í tengslum við áætíun Baldurs. Því segi ég að samgöngur hér mega teljast góðar miðað við það sem víða þekkist til sveita. En talandi um höfnina þá er rétt að fram komi að hér er talsverð trilluútgerð. Bæði em það bændumir hér í sveitinni og þeir sem sem em burtfluttir. Þeir eiga hér sumarhús á jörðunum og koma hingað á vorin og róa í 1-3 mánuði. Það fiskast oft vel héma í Breiða- firðinum, og þetta em stundum alveg uppgrip hjá þeim. Fiskinn senda þeir svo með Baldri til Stykkishólms og þaðan á fisk- markaðina.” Ivarsdóttir í Brjánslæk. Ekki alltaf dans á rósum Nú stóðst þú að rekstri Flóka hf. á sínum tíma, en það gekk ekki upp. „Já, ásamt aðilum á Isafirði og -------------- víðar var ég eigandi að Flóka. Fyrirtækið var upphaflega byggt með það fyrir augum að vinna hval. Sá rekstur gekk bærilega á meðan leyft var að veiða hvalinn. Þegar það var bannað fómm við út í það að vinna rækju og skel. Sá rekstur var alltaf erfiður og endaði með gjaldþroti árið 1990. Það vom mér mikil vonbrigði og fjárhagslegt áfall. Þetta var líka áfall fyrir byggðarlagið því fólk hér úr sveitinni var uppistaðan í starfsfólki fyrirtækisins. Þetta átti sinn þátt í að fólki fækkaði hér á eftir. En við Barðstrendingar höfum líka orðið fyrir fleiri áföllum, eins og þegar kaupfélag Vestur-Barðstrendinga varð gjaldþrota. Það var gríðarlegt áfall fyrir marga bændur og sumir töpuðu þá verulegum peningum. En svona er lífið, það em ekki alltaf sólskinsdagar. Ég er sáttur meðan heilsan er sæmileg. Þessari hefð- bundnu starfsævi lýkur hjá mér í desember nk, þá verð ég sextíu og sjö ára. Ég mun ekki láta mér leiðast þó að vinnan minnki eitthvað. Ég nýt þeirra einstöku forréttinda að vera margfaldur afi. Hér heima trítía um afaböm á öllum aldri, 11 ára elst og niður í þríbura á öðm ári. Halldóra og Jóhann hafa eignast fimm syni og eina dóttur og auk þessa hóps á ég afaböm á ýmsum aldri á Hvanneyri og í Reykjavík sem koma oft í sveitina. Svo hef ég ákaflega gaman af að semja eitt og annað, gamanvísur og svoleiðis. Kannski enda ég bara sem skemmtikraftur; það færi eflaust vel á því," sagði Ragnar á Bijánslæk brosandi að lokum. ÖÞ: Breiöaljapöapíerjan er okkar lífæð inSkfram\eiðs\a (iflVC-V Líttu á nýja heimasíðu! www.kjarnagluggar.is Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713 Sturtu- vagnar og stálgrinda- hús frá WECKMAN Sturtuvagnar. Flatvagnar á tilboði! Einnig þak- og veggstál Stálgrindahús. Margar geröir, hagstætt verð. H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax: 588-1131. Heimasími: 567-1880.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.