Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. september 2002 Hreint umhverfi Hreinar íslenskar landhúnaðarafurOir Helgi Helgason heilbrigðisfulltrúi á Vesturlandi: SveitarfélQg í BorgarfirOi gerðu ðtak í frðrennslismðlum Á Vcsturlandi eru margir þétt- býliskjarnar, lögbýli og ekki síst mikill fjöldi sumarbústaöa í Norðurárdal og um allan Borgarfjörð. í síðasta tbl. af Bændablaöinu var rætt við sér- fræðinga og bændur um ástand- ið í frárennslismálum og vatns- bólum á Suðurlandi. Þaðan hafði þá nýverið borist skýrsla um slæmt ástand mála hvað varðar salmonellu í fráveitu. Bændablaðið leitaði til Helga Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa á Vesturlandi, og spurði hann um ástand frárennslismála á hinum fjölmörgu þéttbýlis- og sumar- bústaðasvæðum þar. Ástandið misjafnt „Við getum skipt þessu í þrennt. I fyrsta lagi eru það lög- býlin; í annan stað sumarbústaða- svæðin og í þriðja lagi þéttbýlis- staðir á Vesturlandi. Ef við lítum á Vesturland í heild hafa öll sveitar- félögin gert átak í sínum málum og komið til móts við íbúana hvað þetta varðar. Þó skortir nokkuð á að íbúar í dreifbýli Snæfellsbæjar og Dalabyggðar hafi notið þessa við fráveituframkvæmdir á lögbýl- um. Þetta átak hófst upp úr 1990 og samkvæmt reglugerð eiga frá- rennslismál í þéttbýli að vera kom- in í lag fyrir árið 2005. Sveitarfé- lögin greiddu yfirleitt vinnuna við að setja niður rotþrær og ganga frá þeim. Fagmenn voru fengnir til að setja rotþrærnar niður, enda setur enginn meðalskussi niður rotþró nú til dags," sagði Helgi. I þéttbýliskjömunum er ástandið ekki gott. Útrásir eru margar og hreinsun fráveituvatns nánast engin. Vinna er þó hafin við að sameina þessar útrásir, en óvíst að það takist fyrir árið 2005. Kostnaður við fráveitumannvirki er mikill og því er slíkum mála- flokkum oft ýtt til hliðar þegar fjárhagsáætlun sveitarfélaga er gerð. Gott ástand í Borgarfirði Helgi segir að í þéttbýliskjöm- um inni í landi, eins og Bifröst, Reykholti, Kleppjámsreykjum og Varmalandi sé ástandið í mjög góðu lagi. Hann segir að öll sveitarfélögin í Borgarfirðinum hafi gert átak í sínum frárennslis- málum og að það sé alger undan- tekning ef frárennslismál á lög- býlum þar séu ekki í lagi. Helgi var spurður um ástandið í hinum víðlendu og miklu sumar- bústaðalöndum Borgarfjarðar. Nýrri bústaðir í lagi „Árið 1995 kom út leiðbein- ingabæklingur frá Hollustuvernd ríkisins um hönnun og frágang við þriggja hólfa rotþrær. Stuðst hefur verið við þennan bækling fram til þessa dags. Frágangur rotþróa Auglýstu í fjölmiðli sem fer til þúsunda íbúa í hinum dreifðu byggðum landsins. Auglýstu í Bændablaðinu! þeirra sumarbústaða sem byggðir hafa verið síðan er í fullkomnu lagi. Áður en reglugerðin var gefin út voru sumarbústaðaeigendur með einhver hreinsunarmannvirki, en ég hygg að mörg þeirra hafi ekki þjónað þeim tilgangi sem til var ætlast. En ég veit að margir eru að kippa málunum í lag hjá sér og við erum fljótir að frétta ef eitt- hvað er að í þessum efnum í sumarbústaðahverfunum," sagði Helgi. Víða pottur brotinn Hann segir að í þéttbýli á Vesturlandi sé ástand vatnsbóla víðast hvar í góðu lagi. Á lögbýlum hafi ekki verið gerð al- menn úttekt, nema hvað mjólk- ursamlögin hafi gert úttekt á ástandi vatnsbóla hjá mjólkur- framleiðendum. „En það er því miður víða pottur brotinn í vatnsbólsmálum á lögbýlum á Vesturlandi. Eg verð var við að menn eru hræddir og eru margir hverjir að hefja aðgerðir til að lagfæra sín vatnsból. I fyrra var gefin út reglugerð sem kveður á um að heilbrigðiseftirlitið skuli hafa eftirlit með vatnsbólum sem þjóna matvælaframleiðslu. En fram að þeim tíma voru einkavatnsból ekki eftirlitsskyld og því komum við ekki að þeim málum," sagði Helgi Helgason. LANDSSAMBAND KÚABÆNDA Átaksnefnd í nautgriparækt Átaksnefndin, sem hefur umsjón með sérstöku ffamlagi land- búnaðarráðherra til átaks í naut- griparækt, er nú langt komin með stefnumótunarvinnuna. Þegar þeirri vinnu lýkur verður átakið kynnt sérstaklega í Bænda- blaðinu. Átakið mun birtast kúa- bændum landsins í nýjum áherslum varðandi ræktun, rann- sóknir og leiðbeiningar. Næsti fundur átaksnefndarinnar er 9. október, en fulltrúar kúabænda í nefndinni eru Ásthildur Skjald- ardóttir, Bakka, Gunnar Sverris- son, Hrosshaga 2 og Snorri Sig- urðsson framkvæmdastjóri LK. Nautakjötsmál Undanfama mánuði hefur verð á nautgripakjöti verði stöðugt og sala gengið ágætlega. Á þessum tíma er venjulega mikið lfamboð á kúm til slátrunar, en það sem af er september hefur framboðið verið minna en síðustu ár. Gera má ráð fyrir að álagsgreiðslur á mjólk og aukning greiðslumarks valdi því að kúabændur halda lengur í kýmar nú en undanfarin ár. Ef fram fer sem horfir em því líkur á einhverri leiðréttingu á verði, en eins og margoft hefur komið tfam stendur verð á naut- gripakjöti ekki undir framleiðslu- kosmaði. Benda má á að mánaðarlegar ffamleiðslu- og sölutölur nautgripakjöts má sjá á vef LK, www.naut.is. Merkingar nautgripa Eins og flestum á að vera kunnugt hefur verið sett reglugerð um merkingar nautgripa (nr. 427/2002). Reglugerðin kveður á um skyldumerkingar búfjár (þó ekki sauðfjár) og skulu allir kálfar sem fæðast eftir I. september 2003 merkjast samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Tölvudeild BI vinnur nú að upp- setningu á tölvukerfi sem halda mun utan um skráningar á grip- um, en vænta má þess að unnt verði að taka kerfið í notkun um næstu áramót. Afleysingasjóður kúabænda Kúabændur eru minntir á að umsóknarfrestur um styrk (fyrir þriðja ársljórðung 2002) úr Afleysingasjóði kúabænda er 20. október nk. Sendið inn staðfest- ingu um greiðslu launa, s.s. stimplað lífeyrissjóðsblað eða RSK-blað, eða afiit af verktaka- reikningi, ásamt upplýsingum um umsækjanda. Athugið að forsenda fyrir styrk er ennffemur að fjöldi afleysingadaga eða fjöldi vinnu- stunda komi fram. Styrkur nemur 40% af kostnaði (án vsk.) við afleysingu í 14 daga, þó ekki meira en kr. 2.591,- á dag (bundið við vísitölu). Umsóknareyðublöð má nálgast á vef LK (www.naut.is). Ef þú hefurekki aðgang að veraldarvefnum, má benda á að héraðsráðunautar hafa allir slíkt aðgengi. Umsóknir skulu sendar til skrifstofu LK (Hvanneyri, pósthólf 1085, 311 Borgamesi), merkt Afleysingasjóður LK. Aðalfundur LK Á aðalfundi LK 2002, sem haldinn var að Laugum í Sælings- dal 20.-21. ágúst sl., voru sam- þykktar fjölmargar ályktanir er varða helstu hagsmunamál kúa- bænda. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér ályktanir aðalfundarins er bent á að hægt er að nálgast þær á vef LK: www.naut.is. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK. Eftirlit með rotþróm og losun seyru úr þeim Öðru hvoru koma upp veikindatilfelli sem rekja má til rangra staðsetninga á rotþróm, siturlagna frá þeim eða losunar seyru. Vatnsból hafa mengast og fólk veikst. Þetta hefur t.d. átt sér stað á ýmsum frístunda- og sumarhúsasvæðum. Lögð er áhersla á nauðsyn þess að rotþrær séu teknar út af byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirliti eða löggiltum pípulagnameistara. Þetta á bæði við staðsetningu þessara mannvirkja og frágang þeirra. Einnig þurfa íbúar og sveitarfélög að huga betur að losun seyru úr rotþróm; Ábyrgir aðilar þurfa að sjá um verkþáttinn og ekki er sama hvar seyran er losuð. Einungis er heimilt að losa seyru á þeim stöðum sem viðurkenndir eru af heilbrigðisnefnd/heilbrigðiseftirliti. Nauðsynlegt er einnig að þeir aðilar er veita umrædda þjónustu hafi til þess starfsleyfi. Ætla má að æskilegt sé að framkvæmd ofannefnds verði á vegum viðkomandi sveitarfélags, árlega eða annaðhvert ár eftir aðstæðum. Ýmis vandkvæði tengjast losun eða nýtingu á seyru, t.d. það er snýr að því að gera gerla- og bakteríuflóru seyrunnar óvirka, minnkun á flutningum vatns úr seyru o.fl. íblöndun áburðarkalks hjálpar mikið við að gera bakteríur óskaðlegar. Sé seyra notuð til uppgræðslu lands eða skógræktar er nauðsynlegt að herfa hana niður eða plægja, en ávallt skal taka tillit til vatnsbóla við slíka vinnu. Ekki skal nota seyru á matjurtagarða, kornakra eða fóðurkálsakra nema seyran sé sérstaklega meðhöndluð. /Úr gögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. LANDSTÚLPI1F) Mykjupokinn # Pokinn er lokaður - lágmarksuppgufun köfnunarefnis # Auðvelt að setja upp, fylla og tæma Stærðir 200 - 4000 m3 Nú eru um þrír mánuðir liðnir síðan fyrsti bóndinn tók þessa athyglisverðu nýjung í notkun hér á landi. Það sannaðist hjá honum að uppsetning er afar einföld og fljótleg, og pokinn hefur staðið undir öllum væntingum enn sem komið er. Sjón er sögu ríkari. Ath. Einnig hægt að fá færanlega poka fyrir tímabundna notkun. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 437 0023 / 869 4275 s: 486 5656 / 898 919

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.