Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. september 2002 BÆNDABLAÐIÐ 13 Hreint umhverfi Hreinar íslenskar landhdnnOnrafnrilir Staðsetning rotþróa og siturlagna er háð staðháttum á hverjum stað. Eftirfarandi hluti ætti að hafa í huga við staðarval: ■Ekki nœr lóðarmörkum en 10 m. •5-10 mfrá húsvegg. ■Möguleg lyktarvandamál. ■Gott aðgengi til tæmingar. ■ Grunnvatnsstaða. ■Minnst 300 mfjarlægðfrá næsta vatnsbóli. Aldrei er of varlega farið efnýtanleg vatnsból eru í nágrenni byggðar. Staðsetja skal lagnir og rotþrær í samráði við heilbrigðiseftirlit þegar slíkar aðstæður koma upp./BÞ Skólp frá mjólkurhúsum inniheldur yfirleitt ekki mikið grugg sem hægt er að botnfella. Einnig hemja sápur og önnur efni gerjun, þannig að rotþrær eru ekki nothæfar til að hreinsa þvottavatn frá mjólkurhúsum. Skólp frá mjólkurhúsum ætti því að sitra í sérstaka siturlögn eða stórgrýtissvelg. Fráveitu frá salemum í fjósum á að veita í amk. 1500 1. 3ja hólfa rotþró með sérstöku malarbeði. Frágangur á í öllum atriðum að vera eins og við rotþrær við íbúðarhús. Fituskilja Mjólkurfita getur stíflað situr- lagnir og svelgi. Fitan sest á lagnir og myndar skán sem getur stíflað þær með tímanum. Þess vegna er ráðlegt að veita skólpinu í gegnum fituskilju. í fituskilju er fitu fleytt ofan af við hæfilegan straumhraða. Fituskilja er ekki hugsuð til niðurbrots á neinum efnum, heldur eingöngu til að skilja fitu frá. Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga við útfærslu á fituskilju: 100 1 tunna. Góður aðgangur til tæmingar. Loftræstistútur. Regluleg tæming, því fita verður fljótt illa lyktandi. Fleytibretti eða T-stútur við útrás. Dæmi um frágang á fituskilju má sjá á mynd 6. Gott er að leiða kælivatn framhjá fituskiljunni. Ef hella þarf mjólk niður er gott að gera það eftir þvott svo fituskiljan nái að skila hlutverki sínu. /BÞ Gátlisti - Er allt í lagi með rotþróna hjá þér? Þverskurður af rotþró 1. Hefur rotþróin verið tæmd á síðustu árum? □ Já □ Nei 2. Hefur fagaðili skoðað þróna og athugað virkni hennar? □ Já □ Nei 3. Hefur heilbrigðisfulltrúi samþykkt staðsetningu þróarinnar? □ Já □ Nei 4. Fara sterk hreinsiefni í rotþróna sem geta skert örveruvirknina? □ Já □ Nei 5. Er vatnssalernið notað sem ruslafata? □ Já □ Nei * 6. Er óþarft vatnsrennsli eða síleki í krönum hússins? □ Já □ Nei 7. Fer regnvatn í rotþróna? □ Já □ Nei 8. Kemst vatn úr heitum potti í rotþróna? □ Já □ Nei 9. Fara þungir bílar og vinnuvélar nálægt rot- þrónni og siturlögninni? □ Já □ Nei 10. Er rotþróin staðsett nálægt heitum hverum eða lögnum? □ Já □ Nei 11. Er meðhöndlun seyru í samræmi við reglugerð 799/1999? □ Já □ Nei 12. Er uppdráttur af fráveitunni á holræsateikningu hússins? □ Já □ Nei 13. Er skólpvatn úr rotþrónni leitt um siturlögn? □ Já □ Nei Stærri rotþró virkar yfirleitt betur en smærri og þarfnast sjaldnar tæmingar. Rotþrær þurfa engin töfraefni, hvorki til að koma þeim af stað eða til hreinsunar. Það eina sem þarf er góður frágangur með situr- lögn, skólprennsli og reglulegum tæmingum. Að lokum er rétt að taka fram að rotþrær þarfnast viðhalds eins og hvert annað tæki. Stundum þarf að þreifa sig áfram til að finna bestu lausnina. En besta lausnin er sú sem hreinsar skólpið þannig að það valdi ekki skaða í umhverfinu og kostar sem minnst til lengri tíma. ‘(kaffisíur, feiti, bleyjur, blauttuskur, þykk eldhús- bréf, sígarettustubbar, eyrnapinnar, tannþræðlr og álíka sorp gera ekkert annað en að stuðla að auknum við- haldskostnaði í þrónnl) Til að rotþró geti skilað hlutverki sínu þarf skólpið að fá að renna hægt í gegnum hana. Rotþró getur verið hætt að virka án þess að stíflast, því straumrásir geta myndast í seyrunni og rennur þá skólpið með svipuðum hraða í gegnum þróna og í lögnunum. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með og tæma þróna reglulega. Einnig þéttist setið í þrónni þannig að erfitt getur verið með tæmingu. Allt skólp frá venjulegu heimilishaldi má fara í þróna. Þróin nær yfirleitt að deyfa áhrif eiturefna þannig að gerjun sé tryggð. Ef gerjun í rotþró stöðvast, er það oft vegna of lágs sýrustigs. Sýrustig í rotþróm á að vera milli 6 og 8 til að gerjun geti átt sér stað. Hægt er að kaupa pappírsborða í apótekum til að mæla sýrustigið í þrónni. Einfaldast er að mæla í frárennslinu frá þrónni, ef það er aðgengilegt, annars í einhverju hólfanna. Til að hækka sýrustigið er hægt að hella kalki í klósctt eða beint í þróna. Ekki má setja of mikið kalk, því sýrustig um og yflr 8 hemur einnig gerjun. Ef rotþró er of lítil má stækka hana með því að bæta við tanki, helmingi af stærð ráðlagðrar þróar, fyrir framan þá þró sem er til , staðar. Tæming Við hönnun flestra rotþróa er gert ráð fyrir tæmingu á 1-2 ára fresti. Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga við tæmingu rotþróa: Skilja um 1/10 af botnsetinu eftir til að gerjun fari betur af stað. Ef skánin ofan á vatninu er ekki alveg loftþétt, ætti ekki * að hreyfa við henni því hún gegnir hlutverki við niðurbrot. Fylla rotþróna með vatni, svo gerjun komist fyrr í gang. Losa skal seyru á viðurkenndum seyru- losunarstöðum. Förgun seyru skal háttað í samræmi * við reglugerð 799/1999 um meðhöndlun seyru þannig að umhverfið mengist ekki og valdi ekki smithættu. /BÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.