Bændablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 18

Bændablaðið - 17.09.2002, Qupperneq 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. september 2002 róli. Gönguferðir kúnna verða líka til þess að þær slíta klaufum betur en ella á steinbitunum í gólfinu. „Hér er verið að koma í veg fyrir að kýmar eyði of Iöng- um tíma inni á átsvæðinu. Kýmar þurfa annað hvort að fara í gegnum róbótinn eða í hlið, (sem Bbl. vill nefna "framhjáhlaup") á leið sinni á átsvæðið," sagði Sig- urður Óli. Kýmar geta notað þetta framhjáhlaup fyrstu sex tímana eftir mjaltir (kýmar geta farið eins oft og þær vilja á átsvæðið) en eftir það er þeim hafnað af hliðinu og þeim gert að fara í gegnum róbótinn. Alls vill ró- bótinn sjá þær fjórum sinnum á sólarhring en margar kúnna koma þó oftar. „Þegar þær em mjólk- aðar svona oft leiðir það til þess að júgrið endist betur og kúnum líður betur og líkur á spenastigi minnka." I fjósinu er einn vélgengur fóðurgangur sem er 4,35 m breið- ur og ábúendur nota heil- fóðurvagn. Að jafnaði er kúnum gefið einu sinni á dag. Ábúendum var ráðlagt að hafa kýmar inni í marga mánuði svo þær mættu læra á róbótinn en Sigurður Óli sagði að þeim hefði verið sleppt út eftir einn og hálfan mánuð, enda hefðu þær verið full- menntaðar. Kúnum er beitt á skika skammt frá fjósinu. Athyglisvert er að þegar kýmar komast út mæta þær fyrstu í róbótinn ekki fyrr en að þremur til fjómm tímum liðnum. Kýmar eru teknar í hús allar nætur. Kýr eru vel gefnar skepnur og þær lærðu fljótt að kjarngott fóður beið þeirra handan hliðanna. En hvemig tóku þær því að þurfa að búa við vélmenni í stað natinna handa þeirra hjóna? Sigurður Óli segir að fyrsti mánuðurinn hafi verið strembinn en þá gerðist eitthvað og kýmar ákváðu að samþykkja róbótinn, eða öllu heldur silfurlitaðan arminn sem er hugsaður eins og mannshönd með öxl, olnboga og úlnlið. Og reynslan af allri þessari tækni? „Nú vitum við miklu meira um mjólkina úr hverjum grip og sama gildir um heilsufar kúnna. Samkvæmt rannsóknum sem DeLaval hefur gert - og byggja m.a. á gögnum frá okkur - þá er að meðaltali framleidd betri mjólk í róbótafjósum en í hefðbundnum fjósum. Þetta er athyglisvert, og hvað okkur varðar þá jókst mjólkin og hún batnaði. Gerlatalan er svipuð og hún var en frumutalan yfirleitt lægri," segir Sigurður Óli og leggur áherslu á að bóndi sem tekur róbót í sína þjónustu - og bætir svo heilfóðurvagni við - þurfi svo sannarlega að læra ný vinnubrögð. Sem dæmi má nefna að júgurlag skiptir miklu meira máli en nokkru sinni áður. Ró- bótinn gerir ákveðnar kröfur í þessu sambandi en í upphafi varð að farga þremur kúm þar sem júgrin voru of síð. Sigurður Óli, Ásta og dæturnar tvær; Kristín Anna og Elín Ósk. Guðmundur er lengst til hægri. hentar, þá má geta þess að þrjú störf þurfti til að sinna 38 kúm, en nú dugar eitt starf til að hugsa um 60 kýr. Nú eru liðin rúm þrjú ár síðan þau Sigurður Óli og Ásta fóru að velta fyrir sér hvemig þau gætu sem best staðið að byggingu nýs Qóss. Gamla Qósið, sem var byggt á áttunda áratugnum, upp- fyllti ekki kröfur nýrra tíma um vinnuhagræðingu og breyttar áherslur í meðferð gripa. „Fyrsta árið," segir Sigurður Óli „fór í að hugsa en það næsta í að hanna. Þriðja árið fór svo í að fjármagna framkvæmdina og byggja húsið." Skipulag fjóssins vekur athygli. Sigurður Óli sagði að grunnhugmyndin hefði komið frá sérfræðingum DeLaval, en Byggingaþjónusta Bændasam- takanna kom einnig að verki. í þessu fjósi er umferð kúnna stýrt, en með því að hafa fóður á einum stað, legusvæði og vatn á öðrum og róbótinn á þeim þriðja er kúnum haldið á nokkuð stöðugu Flórsköfukerfið liggur undir bitum og em þrír flórar og einn þverflór sem gengur þvert á þá þrjá með þrýstikanal og inn- réttingamar sem eru frítthangandi frá DeLaval. Bitar í gólfi koma frá G.Skaptasyni. Húsið er stál- grindarhús sem var keypt frá Stál- bæ ehf. Þess má geta að sam- kvæmt samningi milli Vélavers hf. - sem er með umboð fyrir DeLaval - og ábúenda á Lamba- stöðum verður Qósið til sýnis þeim sem vilja skoða, en að sjálfsögðu þarf að hafa samband með góðum fyrirvara. Síðan kýmar hófu heimilis- hald í nýja fjósinu á Lamba- stöðum hefur nytin aukist, dregið hefur úr sjúkdómum, spenastig heyrir sögunni til og sama má segja um júgurbólgu. Kálfar fá nú betra atlæti en nokkru sinni fyrr og Sigurður Óli horfir bjartsýnn fram á veg; segir raunar að líklega muni menn eftir nokkra áratugi horfa til núlíðandi stundar með söknuði. „Þetta eru," segir Sigurður „þau ár sem við megum kaupa eins mikinn kvóta og við viljum. Við getum framkvæmt og framleitt. Líklega verður úthlutun kvótans í framtíðinni í höndum mjólkursamlagins." Þarna má sjá kú yfirgefa róbótinn en kýrin sem er nær á myndinni er að notfæra sér framhjáhlaupið - eða hefur verið hafnað af róbótinum. Báðar eru á leið á átsvæðið. Fyrsti DeLaval róbótinn á íslandi á Lambastöðum á Mýrum AUKIN NYT OG DREGIIR Lausagöngufjós eru merkileg fyrirbæri. f þeim heyrist varla hljóð nema þegar kálfur æfir raddböndin eða bóndinn blístrar. Þögnin er merki vellíðunar hjá þessum ágætu skepnum sem hafa orðið svo mörgum skáldum að yrkisefni. Lífið hjá kúnum á Lambastöðum á Mýrum gjörbreyttist til hins betra, og var það þó ekki slæmt fyrir, þegar hjónin á Lambastöðum, Sigurður ÓIi Ólason og Ásta Skúladóttir, ásamt bróður Ástu, Guðmundi, buðu kúnum sínum upp á nýtt lausagöngufjós hinn 20. apríl á þessu ári - og róbot frá DeLaval að auki - þeim hinum fyrsta sem DeLaval selur hér á landi. Byggingartími fjóssins er stuttur en skóflustunga var tekin um miðjan október á síðasta ári. Kostnaður við nýja fjósið er 48 milljónir og eru þá meðtalin kaup á vörubíl og heilfóðurvagni. Framleiðsluréttur búsins á Lambastöðum er nú 180.000 lítrar. Ætlunin er að kaupa 30 þúsund lítra í haust og láta svo staðar numið, í bili a.m.k. Nýja fjósið er hannað til að framleiða 350 þúsund lítra á ári. Til marks um þá tækni sem því fylgir að taka upp róbóta þar sem slíkt í nýja fjósinu eru tvær stórar stíur með hálmi fyrir kálfana og á vegg er kálfafóstra og stútur fyrir vatn sem kálfarnir geta sogið, en í dalli er þurrkað bygg sem þeir mega éta að vild. Kálfarnir fá að sjúga mæður sínar í einn til þrjá sólarhringa. Burðarstía er rétt hjá káifunum. „Rannsóknir sýna að ef kvígukálfar fá gott uppeldi við góðar aðstæður skila þeir meiri afurðum þegar fram líða stundir," sagði Sigurður OIi Sigurðsson, bóndi á Lambastöðum. Sigurður Óli sagði að hann sæi ekki eftir því að hafa valið háiminn undir kálfana þar sem þeim liði greinilega miklu betur á honum. „Ég hef tekið eftir því að kálfarnir liggja allt að því helmingi lengur á hálminum en í gamla fjósinu. Það er hiti í hálminum og þeir hafa það gott á honum. Það er ekki mikil vinna að hreinsa hálminn eftir kálfana enda láta þeir ekki svo mikið frá sér," sagði Sigurður Óli. „Við setjum alla kvígukálfa á og notum gamla fjósið fyrir uppeldi." Hefur afstaðan breyst gagnvart uppeldi kálfa? Sigurður Óli er hreinskilinn maður og hann segir að þessi mál hafi tekið gjörbreyst á Lambastöðum. Nú sé hann farinn að sinna uppeldi smákálfa, en hafi ekki gert það nógu mikið á árum áður. Og Sigurður Óli minnir á að þetta hafi ioðað við kúabúskap í mörg ár. Hann bendir á að í fjósum sem byggð voru um og upp úr miðri síðustu öld hafi ekki verið gert ráð fyrir smákálfum. „Kálfarnir voru aukaatriði sem enginn hugsaði um."

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.