Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 17.09.2002, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. september 2002 Hreint umhverfi Hreinar íslenskar landhúnafiarafurOir ROTÞRÆR 00 SITUR LAGIUIR í DRBFRÝU Hvað má setja í rotþrœr? I rotþró má veita öllu frárennsli frá híbýlum, svo sem frá baðherbergjum, eldhúsum og þvottahúsum. Hitaveituvatn af ofnakerfi má einnig leiða í rotþró, en hins vegar þarf að gera ráð fyrir því við ákvörðun á stærð þróarinnar og siturlagnar- innar þar sem það veldur sírennsli. I sumum tilvikum hafa menn leitt hitaveituvatn frá ofankerfi fram hjá þrónni og beint í siturlögnina og halda þannig hita í lögninni svo hún frjósi ekki. Þakvatn og annað yfirborðsvatn (regnvatn), svo og vatn úr sundlaugum og heitum pottum skal ekki leiða í rotþró þar sem slíkt vatn þarfnast engrar hreinsunar og aukið gegnumstreymi af hreinu köldu vatni eykur álag og getur valdið aukinni útskolun mengunarefna úr rotþrónni. Varast skal að safna regnvatni og öðru yfirborðsíatni of nálægt siturlögn eða sandsíu, þar sem of mikið vatnsmagn í jarðveginum getur skert hreinsivirknina og orðið til þess að frárennsli rotþróar fljóti upp á yfirborð með öðru vatni. Skólp er úrgangsvatn sem berst frá heimilishaldi, m.a. frá salemi, vegna þvotta og hitaveituafrennslis. Skólpið er mengunarvaldur ef því er veitt út í umhverfið. Það er saurmengað og getur innihaldið sýkla sem eru hættulegir heilsu manna og dýra berist þeir í matvæli eða neysluvatn. Skólp frá öllum híbýlum sem ekki eru tengd fráveitukerfi er skylt að leiða í rotþró og siturlögn. í örfáum tilfellum þar sem erfitt er að koma fyrir rotþró má velja annan búnað, svo sem þurrklósett eða safntanka, og þá með samþykki heil- brigðisfulltrúa um val á slíkum búnaði og leiðbeiningar um meðhöndlun hans. Hvað er rotþró og hvað er siturlögn? Rotþró er þriggja hólfa tankur sem skólp er leitt um til forhreinsunar. I rotþróm hægir á rennsli skólpsins þar sem fyrirstöður hindra beint gegnumstreymi. Þar skiljast óupp- leyst efni frá vatninu á þann hátt að þyngri efnin síga til botns, en fita og léttar agnir fljóta ofan á og rotnun á sér stað. Vatn sem berst út úr rotþró er þó aðeins grófhreinsað og enn saurmengað. Þess vegna er skólpvatn leitt úr rotþró í situr- lögn, sem er í raun fráveiturör með götum á rörbotni í malar- fylltum skurði sem tekur við og dreifir frárennsli frá rotþró. Með slíkri lögn er skólpvatni dreift yfir malarbeð áður en það berst í jarðveg svo að smáagnir og örverur eyðist áður en vatnið berst í grunnvatn. Við íbúðarhús skal ekki setja niður minni rotþró en 3000 lítra, en stærri rotþróa er þörf ef íbúar eru fleiri en fjórir. Nánari leiðbeiningar um stærð og staðarval rotþróa og siturlagna er að finna í leiðbeiningum um rotþrær og siturlagnir frá Hollustuvernd ríkisins. Hollustuvernd ríkisins maelir með þriggja hólfa rotþró Siturlögnin Rotþróin er aðeins fyrri hluti hreinsibúnaðar fyrir skólp. Skólpvatn sem kemur úr rotþró er enn mengað af uppleyst- um efnum og saurgerlum. Síðara og lokastig hreinsunarinnar fæst með því að leiða affallsvatnið um siturlagnir út í malarbeð. Malarbeð skal samansett úr a.m.k. 50 sm þykku jarðvegslagi undir siturlögninni til að það náist að hreinsa nær allar örverur úr skólpvatninu frá rotþrónni. Staðsetning siturlagnar er mjög háð staðháttum á hverjum stað og eins er með staðsetningu rotþróar. Stærð siturlagnar getur verið breytileg eftir gerð jarðvegs og vatns- notkun. Sé jarðvegur þéttur í sér ætti siturlögn að vera frá -15- 20 m, en allt að 30-40 m fyrir stórar íbúðir sem nota sömu rotþró. Við staðsetningu skal þó ætíð taka tillit til umhverfis- ins og sérstakrar aðgæslu er þörf ef vatnsból eru í grenndinni og hætta á rennsli með grunnvatni í átt til þeirra. Hvatt er til samráðs við heilbrigðisfulitrúa á viðkomandi svæði um stað- setningu siturlagnar. Siturlögn er hentugt að Ieggja úr 100 mm siturrörum og ættu götin á þeim að vera 6-10 mm. Drenrör með boruðum götum í þessari stærð geta einnig dugað, en þá skal hafa fleiri göt nær enda lagnarinnar. Rörin eru lögð í möl með komastærð 10-20 mm svo ekki sé hætta á að rörin stíflist. Jarðvegur undir siturlögn þarf að vera 0,5-1 metra þykkur og má þar nýta jarðvegsuppgröft frá rotþró. Islenskur móa- og þurrlendisjarðvegur hefur góða eigin- leika í þessu skyni. Hann leiðir vatn vel og hefur mikið af líf- rænum efnum og jónrúmd sem hentar vel til að binda mengunarefni og örverur. Á votlendissvæðum þar sem jarðvegurinn er mjög lífrænn og þéttur þarf að gæta þess að ræsa landið þar sem siturlögnin er lögð til að tryggja að vatnið nái að síga niður í jörðina. Þar sem ekki næst 50 sm djúpur skurður undir siturlögn sem er ofan grunnvatnsyfirborðs þarf hugsanlega að leggja jarðveginn og lögnina ofar en rotþróna og nota dælubrunn til að koma skólpvatninu í siturlögnina. Leita skal ráðgjafar heilbrigðisfulltrúa í slíkum tilvikum. Siturlögn þarf að leggja með um 2 cm halla hvem metra til að fá sem jafnast rennsli í rörunum og jafna dreifingu út í lokaða enda hennar. Best er að loftræsta siturlagnir og koma þeim þannig fyrir að þær frjósi ekki. Lengd einstakrar siturlagnar ætti ekki að verða meiri en 25 metrar. Langri lögn má deila í nokkrar leiðslur eins og sýnt er á myndinni að neðan. Milli tveggja samsíða leiðslna ættu ekki að vera yfir tveir metrar. Mælt er með því að leggja 5-6" einangrunarplast yfir siturlagnir til að koma í veg fyrir að frjósi í þeim. Tœming rotþróa og eftirlit með virkni Rotþrær þarf að tæma reglulega, þar sem þar safnast úrgangur sem ekki rotnar og gerir þær að lokum óvirkar. Gera má ráð fyrir að í rotþró safnist hátt í 200 lítrar af botnfalli (seyru) á mann á ári, miðað við heilsársnotkun. Mælt er með því að rotþrær séu tæmdar á minnst tveggja ára fresti, en það er auðvitað háð stærð rotþróarinnar og notkun Þar sem notkun og gestagangur er mikill má vera að örari tæminga sé þörf. Stærri rotþrær þarf ekki að tæma eins oft. Best er að kanna þykkt botnfallsins í fyrsta hólfi rotþróarinnar fyrstu árin til að fá hugmynd um nauðsynlega tíðni tæminga. Eðlilegt er að tæma þegar 20-50% af fyrsta hólfi eru full af seyru. Hentugt er að nota sérbúna bíla frá þjónustuaðilum við tæmingu á rotþróm þar sem þeir geta skilið vatnið frá seyrunni, en ef slíkur búnaður er ekki til staðar má nota haugsugur, en slík tæki eru víða til. Förgun seyru skal háttað í samræmi við reglugerð 799/1999 um meðhöndlun seyru þannig að umhverfið mengist ekki og valdi ekki smithættu. Rétt er að skilja eftir lítið eitt af seyru í fyrsta hólfi rot- þróar þegar tæmt er svo rotnun fari fyrr í gang aftur, þ.e. ef vatnið er ekki skilið frá seyrunni og endumýtt. Einstaka sveitarfélag hefur tekið upp kerfisbundna tæmingu rotþróa og þar er tíðni tæminga samræmd. Best er að athuga hjá Rcrfþró Mynd af rotþróarkeifi og söurBgn sveitarfélaginu hvort kerfisbundin tæming sé á döfinni og tilkynna þeim um staðsetningu rotþróarinnar. Séu rotþró og siturlögn ekki í lagi, t.d. vegna þess að rotþróin er ekki hreinsuð reglulega, eða vegna þess að siturlögnin er rangt hönnuð má búast við því að skólpvatn renni óheft út á yfirborð jarðar, í skurði og læki. Dæmi eru um sýkingar í bæði mönnum og dýrum sem hugsanlega má rekja til ófullnægjandi skólpfráveitu. Hálfur bolli skólpvatns sem kemur úr rotþró inniheldur milljónir hættulegra baktería og vírusa. Réttur frágangur á skólpfráveitu er mikilvægt öryggismál allra landsmanna. Vandamál tengd rotþróm og siturlögnum Algengt er að rotþró sé tengd við skólpfráveituna og síðan ekki athugað með hana í mörg ár. Árleg athugun á ástandi þróarinnar og regluleg tæming er góð regla. Önnur vandamál tengd rotþróm eru 1) Stíflur í leiðslum, 2) lykt í gegnum jarðveg og frá þrónni, 3) hólfin fyllast af seti. Skýringar kunna að vera þær að hönnun á leiðslukerfi sé ófullnægjandi, rotþróin sé of lítil miðað við álag, eða að hún sé ekki tæmd nógu oft. Stíflað klósett eða niðurfall er vísbending um að leiðslur séu stíflaðar eða þróin full. Einnig er þekkt vandamál vegna of hárrar vatnsstöðu, þ.e. ekki rennur frá þrónni sem hefur í för með sér rennslistregðu frá húsi. Hér er landið ekki nægilega vel ræst eða þá að byggja þarf siturlögn og malarbeð ofanjarðar og dæla skólpvatni þangað úr rotþrónni. í sumum tilfellum, þegar skólp flæðir inn í hús, í vatnsból eða upp úr rotþró á yfirborð er ástæðan einfaldlega sú að þróin er fleytifull. Pollar sem myndast þannig eru afar hættulegir heilsu manna og dýra, og munið að pollar hafa sérstaklega mikið aðdráttarafl fyrir böm. Þegar rotþró er tæmd sést stundum hvar vatn flæðir aftur í þróna frá siturleiðslum og jarðvegi. Slíkt er öruggt merki þess að eitthvað sé að í siturlögninni neðan rotþróarinnar, t.d. að jarðvegurinn sé mettur og meðhöndli affallsvatnið ekki eins og ætlast er til. Þá þarf að grafa upp siturlögnina og skipta um malarbeð undir henni. Ef mikið lífrænt efni berst frá rotþrónni í siturlögnina vegna þess að þróin er of lítil miðað við álag, hún ekki tæmd reglulega eða að botnsetið hafi losnað frá botni og skolast út getur álag hafa orðið of mikið og hún stíflast. Ef rotþróin er of lítil má athuga hvort ekki sé hægt að bæta stóru hólfi fyrir framan það sem fyrir er. Há vatnsstaða í illa ræstu landi eða mjög þéttur jarðvegur koma einnig í veg fyrir að siturlögnin virki sem skyldi. Gæta skal þess að göt siturlagnarinnar séu nægilega stór (10 mm) til að örverugróður sem vex við götin og nýtir næringuna sem þar kemur stífli þau ekki. Reglugerð um 798/1999 um fráveitur og skólp og reglugerð 799/1999 um meðhöndlun seyru má finna á www.reglugerd.is. Leiðbeiningar um rotþrær og siturlagnir fást hjá Hollustuvemd rficisins. Albert S. Sigurðsson, sérfræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. Símanúmer heilbrigðis fuiltrúa á landinu Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með rotþróm og vatnsbólum og veitir leiðbeiningar um notkun þeirra. Heilbrigðiseftlrlit Reykjavíkur 563 2700 Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- oq Kóoavoqssvæðis 550 5400 Heilbriqðiseftirlit Kjósarsvæðis 525 6795 Heilbriqðiseftirlit Vesturlands 437 1479 Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 456 7087 Heilbriqðiseftirlit Norðurlands vestra 453 5400 Heilbriqðiseftirlit Norðurlands evstra 462 4431 Heilbriqðiseftirlit Austurlands 474 1235 Heilbriqðiseftirlit Suðurlands 482 2410 Heilbriqðiseftirlit Suðurnesia 421 3788

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.