Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 1
20. tölublað 9. árgangur
Þriðjudagur 25. nóvember 2003
ISSN 1025-5621 Upplag: 10.500 eintök
Radisson
SAS Hdtel
Saga aykur
ráðstefnu-
aðstoðu sfna
Radisson SAS Hótel Saga og
Háskóli íslands hafa undirritað
samning sem felur í sér umboð
hótelsins til að annast markaðs-
setningu og sölu á ráðstefnuað-
stöðu Háskólabíós og Háskóla
ístands frá og með 1. janúar
2004.
Með þessu eykst verulega ráð-
stefnuaðstaða sú sem Radisson
SAS Hótel Saga getur boðið. Um
er að ræða alla sali í Háskólabíói,
en þeir eru 7 talsins, kennslustofa
101 í Odda, kennslustofúr 101,
102 og 103 í Lögbergi og 7 salir
og kennslustofúr í hinu nýja
Náttúrufræðihúsi. Allt húsnæðið
er tæknilega mjög vel búið og má
í því sambandi nefna að Há-
skólinn er að koma upp þráðlausu
netkerfi í öllu sínu húsnæði. Því
má segja að hótelið geti nú boðið
upp á aðstöðu fyrir allt ffá
örfundum og upp í 960 manna
ráðstefhu.
Hótelið hefur húsnæðið til
afnota þegar það er ekki nýtt
undir kennslu,
kvikmyndasýningar eða fyrir
Sinfóníuhljómsveit íslands en
stærsta samfellda tímabilið er 29.
apríl - 26. ágúst.
Ræktunar-
ráðstefna
fagráðs í
hrossarækt.
Bls. 8
LandgnæOslu-
verOlaunin
afhent
Landgræösluverðlaunin
fyrir árið 2003 voru afhent í
höfuðstöðvum Landgræðstu
ríkisins Gunnarsholti
föstudaginn 21. nóvember.
Þeir sem hlutu verðlaunin
eru Egill Bjarnason, fyrrv.
ráðunautur Búnaðarsambands
Skagfirðinga, tveir bændur í
Mývatnssveit þeir Arni
Halldórsson og Kári
Þorgrímsson bændur í Garði
og Páll Ingþór Kristinsson
formaður Skógræktarfélags
Austur-Húnvetninga.
Landgræðsluverðlaunin eru
veitt árlega og þeim er ætlað að
vekja athygli á og hvetja til
sjálfboðaliðastarfs í
landgræðslu og gróðurvernd.
Þau eru veitt einstaklingum,
félögum og fyrirtækum fyrir
framúrskarandi störf á þessu
sviði. Verðlaunagripirnir,
"Fjöregg Landgræðslunnar",
eru unnir af Eik-listiðju á
Miðhúsum á Héraði.
Fjarskiptamálin í N-
Þingeyjarsýslu í nlestri
„Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins er þá notar maður hana auðvitað ekki og þá er
afkastageta fjarskiptakcrfisins viðunandi hægt að segja að hún sé viðunandi miðað við
miðað við notkun á umræddu svæði, þó notkun. Sannleikurinn er sá að skólaböm hér á
öryggið sé mest á Þórshöfn þar sem
Ijósleiðarinn liggur. Ekki eru fyrir-
hugaðar neinar framkvæmdir af
hálfu Landssíma Islands við upp-
byggingu sambanda við þétt-
býlisstaði á Austurlandi á þessu ári
samkvæmt upplýsingum frá fyrir-
tækinu og ekki liggja fyrir endan-
legar áætlanir næsta árs, en óvíst
er hvenær farið verður í fram-
kvæmdir,“ sagði Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra í svari sínu við
fyrirspurnum þeirra Steingríms J.
Sigfússonar og Kristjáns Möllers,
en þeir vildu vita hverju sætti að
ekki hafi verið ráðist í úrbætur í
fjarskiptamálum í Norður-Þing-
eyjarsýslu, einkum hvað varðar
tengingar Raufarhafnar og Kópa-
skers við Ijósleiðarann. Þessir krakkar eru í 4. - 8. bekk í grunnskólanum á Raufarhöfn
„Ef maður hefúr enga afkastagetu hér ásamt gangaverðinum Sigrúnu Björnsdóttur.________
Raufarhöfn geta ekki með góðu móti farið inn á
netið heima hjá sér og fundið efni í ritgerðir.
Bæði tekur það allt of langan tíma og oftar en
ekki ffýs vefúrinn og ræður ekki við þetta.
Svona ástand er alls ekki hægt að kalla
viðunandi," sagði Guðný Hrund Karlsdóttir,
sveitarstjóri á Raufarhöfn, þegar tíðindamaður
Bændablaðsins ræddi við hana um þetta mál.
Hún segir að í raun séu tölvufjarskiptin þess
eðlis að skólafólk á Raufarhöfn hafi engan
aðgang að Intemetinu, hraðinn er svo lítill svo
ekki sé talað um kostnaðinn sem er því samfara
að reyna að ná sambandi.
„Stjómmálamenn em alltaf að tala um að
skapa ný atvinnutækifæri á landsbyggðinni.
Þegar íslensk miðlun kom hingað til Raufar-
hafnar var hún með 6 starfsmenn. Ef þeir töluðu
allir í síma samtímis þoldi kerfið ekki
álagið og bilaði. Svona ástand er ekki
til þess fallið að laða fyrirtæki að,
segir Guðný."
Hún segir að í lok maí sl. hafi fólk
á Raufarhöfn farið að heyra sæmilega
í útvarpi heima hjá sér. Sjónvarps-
móttaka hafi líka skánað en eftir er að
ljúka við frágang sjónvarpssendis. Ef
veður er leiðinlegt segir Guðný að
það sé varla horfandi á sjónvarpið
vegna truflana.
„Ég held því fram að það sé fmm-
skilyrði þess að við getum hjálpað
okkur sjálf að við séum í tengslum
við umheiminn. Að heyra illa í út-
varpi, hafa ekki Intemettengingu og
sjá ekki sjónvarp í vondum veðmm er
ekki til þess fallið að laða ungt fólk út
Þeir eru £ land," sagði Guðný Hmnd Karls-
_________dóttir sveitarstjóri.
l'
1«
®1 1 10
Steingrímur grisjar skóginn á Kletti
Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á sumarhús og
skógi vaxið land á jörðinni Kletti í Borgarfirði. Það var faðir hans, Hermann
Jónasson, sem átti jöröina Klett og var upphafsmaður skógræktarinnar þar.
Skóg þarf að grisja og það hefur Steingrimur gert ásamt fjölskyldu sinni
undanfarín ár. Stærrí trén lætur hann saga niður i borð að Mógilsá og notar
þau síðan til smiða.
„Það er rétt að það getur veríð tilfinningamál fyrír fólk að grisja skóginn
sinn. Þegar faðir minn var aö planta út i upphafi var kenningin sú að
gróðursetja nógu þétt þannig að trén fengju skjól hvert af öðm. Þá vom
plönturnar gróðursettar með haka millibili sem er innan við einn metrí. Það
kom svo í Ijós að faðir minn tímdi aldrei að grísja og sagði alltaf að það værí
ekki kominn tími til þess en viðurkenndi að það þyrfti að gera það einhvem
tímann. Síðan var þetta orðið þannig að maður naut ekki skógaríns vegna
þess hve þéttur hann var orðinn. Ég hef því veríð að grisja hann undanfarin ár
og tek i það eina helgi meö sonum minum og tengdasyni. Tvisvar hef ég
fengið mér til aðstoðar menn úr skógræktinni í Skorradal," sagði Steingrimur
Hann viðurkennir að hann sjái á eftir stómm og fallegum tijám sem þarf að
fella við grisjunina. Hann sagðist hafa látið fletta stærstu trén í Mógilsá. Borðin
em síðan þurrkuð og þar næst þykktarhefluð og Steingrímur segist síðan
pússa borðin og gera úr þeim þiljur. „Ég byggði mér dálítið bjálkahús uppi í
Borgarfirði úr 40 simastaumm sem teknir vom niður i nágrenninu þegar
siminn var lagður í jörð. Þennan bjálkakofa er ég að þilja að innan með
þessum við," sagði Steingrímur sem var í Viðarmiðluninni á Mógilsá ásamt
Ólafi Sæmundssyni, deildarstjóra þegar myndin var tekin.