Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 25. nóvember 2003
Bændt&laðíð
21
Á verðlaunapalli. F.v. Guðmundur Geir Gunnarsson, Birgir Guðmundsson, Hennig Clausen, Sigurður Rúnar Friðjónsson og Sævar Hjaltason.
Mjólkurbú Flóamanna
sendi nokkra tugi
sýnishoma til Heming og
tvö þeirra fengu
heiðursgullverðlaun og
fimm fengu gull en alls fékk
MBF 21 verðlaun.
Jógurtlína MBF kom afar
vel út sem og rjómaostamir.
MBF sendi nokkra
mygluosta til keppninnar
en líklega er erfitt að finna
jafh mikla samkeppni og
einmitt í þeim flokki. Þrátt
fyrir það náðu mygluostar
frá MBF að næla sér í
viðurkenningar.
Birgir Guðmundsson,
mjólkurbússtjóri MBF,
sagði gríðarlega nauðsyn
fyrir iðnaðinn að fá stöðugt
samanburð við það besta
sem þekkist. "Þetta er ekki
síst áríðandi þar sem við
búum ekki við mikla
utanaðkomandi samkeppni
og við verðum að geta
tryggt neytendum að saman
fari mikið úrval og gæði.
Dómar hér segja okkur að
við getum fullyrt að á
íslandi ffamleiðum við
góðar vörur.“
Mjólkursamlagið í
Búðardal má vel við una en
starfsmenn þess fengu sex
verðlaun í ostum og sjö
verðlaun í flokki ferskvara.
Frá því komu 44
vörunúmer. Dalabrie bar þar
höfúð og herðar yfir aðrar
vörur frá samlaginu í
Búðardal en dómaramir
veittu því gullverðlaun og
sérstök heiðursverðlaun að
auki. Blái fetaosturinn frá
Búðardal fékk
silfúrverðlaun og
bronsverðlaun fyrir fjórar
tegundir, Bóndabrie, Dala-
og Lúxusyrju og rauðan
fetaost.
„Við erum mjög ánægð
með þennan árangur. Ég
fullyrði að svona árangur
auki faglegan metnað og
vonandi verður þátttaka
okkar í sýningunni til þess
að þróa enn fleiri nýjar
vörur,“ sagði Sigurður
Rúnar Friðjónsson,
mjólkurbússtjóri í Búðardal.
Aðspurður sagði Sigurður
Rúnar að eflaust mætti á
einn eða annan hátt rekja
marga íslenska osta til
Danmerkur en hugmyndir
að mörgum
súrmjólkurvörum hafa t.d.
kviknað á sýningum í
Þýskalandi.
Guðmundur Geir
Gunnarsson,
ffamleiðslustjóri í
Mjólkurbúi Flóamanna,
hefur farið margoft á
mjólkursýninguna í Heming
- ekki síst þegar hann var
við nám í Dalum.
Aðspurður hvemig sýningin
hafí þróast sagði
Guðmundur Geir að hún
hefði stækkað mikið frá því
að hann kom á hana fyrst.
„Þátttökulöndum hefur
fjölgað og úrvalið aukist.
Hér sjáum við á einum stað
þær vörur sem eru á
markaði í löndunum í
kringum okkur. Við berum
okkur saman við aðra og
reynum líka að ná í
hugmyndir.“ Guðmundur
Geir og félagar hann vom
að skoða pökkunarvélar
fyrir skyr.is og
drykkjarjógúrt en sala á
þessum vörutegundum
hefúr aukist gríðarlega.
„Þróunin er sú að vélar í
mjólkuriðnaði verða æ
fúllkomnari og nota minni
orku en gera samt meira.
Þær verða auðveldari í
þrifúm og meðhöndlun.
Framleiðsla í þeim verður
sífellt ömggari og
einfaldari," sagði
Guðmundur Geir sem hafði
í hyggju að „handsala“
samning við um kaup á
pökkunarvél.
Sævar Hjaltason,
ffamleiðslustjóri í
Mjólkursamlaginu í
Búðardal, lauk
meistaranámi frá Dalum
árið 1997. Ifann tók undir
orð margra Islendinga, sem
vom á sýningunni, að hún
gæfi sér margt - að
endumýja dýrmæt kynni við
einstaklinga og ekki síður
að sjá og skoða nýjungar
sem e.t.v. væri hægt að nýta
í ffamtíðinni. „Það að koma
hingað víkkar
sjóndeildarhringinn. Við
megum aldrei festast á
einhverri þúfu og horfa ekki
til allra átta.“
Geir.
Elíasbet Svansdóttir,
gæðastjóri í
Mjólkursamlaginu í
Búðardal, lauk meistara-
námi frá Dalum árið 1999.
„Það er gaman að sjá
hvemig gengur og bera
okkur saman við það sem er
að gerast hér,“ sagði Elísa-
bet og að afar þægilegt væri
að geta séð allar nýjungar á
einum og sama staðnum. En
hvað telur hún sig læra af
þeim dómum sem hafa
fallið? Nú gerist Elísabet
dularfull eins og stjómmála-
maður fyrir kosningar en
segir að það sé „eitt og
annað“ sem þurfí að gera
betur.
Auðunn Herniannsson,
gæðastjóri frá Mjólkurbúi
Flóamanna, var dómari á
sýningunni og þurfti að
smakka á tugum mismun-
andi vörutegunda. „Það var
annars ótrúlegt hvað
dómaramir voru sammála í
dómum sínum.“ En gefa
bragðlaukamir sig ekki
þegar svona mikið er á þá
lagt? Auðun hló og sagði að
þegar sýnishomin væru
komin yfir hundraðið og
bragðmunur mikill þá væri
mikilvægt að hafa röðina
rétta - veikt bragð í upphafi
og láta styrkinn sækja á.
Geir Jónsson, mjólk-
urffæðingur hjá Osta- og
smjörsölunni og einn dómara
á sýningunni, sagði að Islend-
ingar gætu ekki verið annað
en ánægðir með útkomuna.
„Dómamir em gefhir út og
framleiðendur geta séð hvað
það var sem dómaramir
fundu að vörunum. Það má
því segja að umsagnir dómar-
anna em mikilvægir leiðar-
vísar og ég veit að margir
fara heim harðákveðnir í að
gera betur næst.“