Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 10
10 Bændabiaðið Þridjudagur 25. nóvember 2003 Bráðskemmtilegar myndir ai Grýla og plskyldu á jála- Nú er komið til framkvæmdar eitt af sameiginlegum verk- efnum fyrir neyslumjólk á vegum Markaðsnefndar mjólk- uriðnaðarins á þessu ári. Þegar dregur nær jólum, jafn- vel þegar um miðjan nóvember ár hvert, verða samkeppnisdiykkir mjólkurinnar sífellt meira áberandi í verslunum. Mjólkursamlögin vilja bregðast við þessu og nú er mjólkin komin í jólaskap því ís- lensku jólasveinamir, Grýla, Leppalúði og jólakötturinn eru mætt til leiks á mjólkurum- búðunum um allt land. íslensku jólasveinamir, þessir ódælu synir tröllanna Grýlu og Leppalúða, hafa lifað með þjóð- inni svo öldum skiptir. Þeir voru lengst af sagðir stórir, ljótir og luralegir, auk þess að vera bæði hrekkjóttir og þjófóttir. Eitthvað hafa sveinamir þó bætt sig í aldanna rás, eru nú snyrtilegri til fara og helst frægir íyrir að lauma litlum gjöfum í skóinn hjá góðum bömum þá nótt sem þeir koma til byggða. Landsmenn eru hvattir til að opna www.jolamjolk.is og fræðast um sveinana eða prenta út bráð- skemmtilegar teikningar fyrir bömin til að lita. Hér gefúr á að líta nokkrar af teikningunum sem um ræðir, en þær em eftir Stephen Fairbaim sem hefúr unnið sem auglýsinga- teiknari á auglýsingastofum hér- lendis í röska þrjá áratugi - lengst af á Auglýsingastofú Kristínar Þorkelsdóttur. Nú starfar hann hjá Auglýsingastofúnni Himinn og Haf. Fyirr skömmu fór forstjóri Mjólkur- samsölunnar, Guölaugur Björg- vinsson, I nokkrar stórar matvöru- verslanir I höfuðborginni ásamt sölumönnum að skreyta mjólk- urkælana og mjólkurtorgin með vettvangsefni sem tengist jóla- mjólkinni. Nokkrir vinnuhópar frá MS unnu aö þessu verkefni um alla borgina og sölufulltrúar mjólk- ursamlaga um allt land fylgdu verkefninu eftir á svipuðum nótum. Samþykkt ríkis- syórnarinnar vegna vanda sauóflárbænda Þann 11. nóvember sl. boðaði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra til blaðamannafundar og kynnti þar niðurstöðu nefndar sem skipuð var vegna vanda sauðfjárbænda og samþykkt ríkisstjórnarinnar um aðgerðir. Tillögur nefndarinnar voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar 7. nóvember og þann 11. nóvember samþykkti ríkisstjórnin eftirfarandi aðgerðir: Að veitt verði 140 m.kr. aukafjárveiting á fjáraukalögum á árinu 2003 til að greiða sauðfjárbændum bætur vegna tekjusamdráttar. Litið er á bætumar sem byggðastuðning og greiðast þær sem eingreiðsla fýrir lok þessa árs. Stuðningurinn skal að hálfu miðaður við beingreiðslurétt sauðljárbænda árið 2003 og að hálfu greiddur út á framleitt magn dilkakjöts á lögbýlum á árinu 2003. Að heimila þeim sauðflárbændum er náð hafa 63 ára aldri að halda óskertum beingreiðslum til loka samnings um framleiðslu sauðfjárafurða til 2007, án skyldu um sauðfjáreign. Að fela utanríkisráðuneytinu að styðja við markaðssetningu dilkakjöts erlendis í samstarfí við þá aðila sem við þetta hafa unnið. Að ríkisstjómin sé tilbúin til að endurskoða einstaka þætti núgildandi samnings um framleiðslu sauðfjárafúrða, eða gera nýjan samning, komi um það formleg ósk frá Bændasamtökum Islands. Að fela viðskiptaráðherra og landbúnaðarráðherra að skipa sameiginlega nefnd er skoði stöðu búvömframleiðslu gagnvart samkeppnislögum. Jafhffamt samþykkti ríkisstjómin eftirfarandi tilmæli: Að beina því til Byggðastofnunar að hún styrki sláturleyfishafa til kaupa á nútímalegum fjárflutningatækjum. Að beina því til Lánasjóðs landbúnaðarins að sauðfjárbændum sem eiga í fjárhagsörðugleikum verði gefmn kostur á að ffesta afborgunum lána hjá sjóðnum í allt að þrjú ár. Að fela Byggðastofnun að gera tillögur um með hvaða hætti hægt sé að tryggja áframhaldandi rekstur ullarþvottastöðvar í landinu. 63 ára regb satifðMa í samþykkt ríkisstjórnarinnar um að koma til móts við tekjumissi sauðfjárbænda er m.a. ákvæði um að bændur sem verða 63 ára á árinu 2003 (fæddir 1940) eigi þess kost að gera sérstakt samkomulag við BI um fjárleysi til og með Vistmenning í Vistmenning (e. permaculture) er hugtak sem rekja má til ársins 1975 þó að hugmyndafrœðin sem slík sé ævaforn. Ekki er auðvelt að henda reiður á hugtakinu og sennilega er það langt frá því að vera óumdeilanlegt. Grunntónn þess er þó sjálfbær landnotkun þar sem hringrásir náttúrunnar eru hafðar að leiðarljósi. I þessari hugmyndafrœði skiptir heilleiki vistkerfa höfuðmáli, með tilheyrandi fjölbreytileika og stöðugleika. Hópur Staðardagskrárfólks, sem fór til Austurríkis í sumar, heimsótti einn ffemsta talsmann þessarar hugmyndafræði, Sepp Holzer, sem býr á bænum Kram- eterhof í Lungau-héraði. Fyrir hann og konu hans, Veroniku, er vistmenning meira en vistvænn landbúnaður og skógrækt, hún er ákveðin lífssýn sem þau hafa tileinkað sér með því að fylgjast með ferlum náttúrunnar og læra af þeim. Á Krameterhof er stunduð blönduð skógrækt, þ.e.a.s. ólíkar tegundir trjáa og jarðargróðurs eru ræktaðar á sama svæði og með því reynt að skapa náttúrulegt vistkerfi. Húsdýr ganga jafnvel laus innan þessara ræktunarsvæða. Holzer hjónin telja fjölbreytileikann minnka hættuna á uppskerubresti og öðrum neikvæðum afleiðingum einræktunar jafúframt sem hann tryggir stöðugleika og viðheldur heilleika vistkerfisins. Vistmenning getur þannig leyst ýmis vandamál á sjálfbæran hátt um leið og ffamleiddar eru næringarríkar afúrðir. Slíkar lausnir geta m.a. hentað vel í baráttunni við hungursneyð í þriðja heiminum. Krameterhof er í um 1500 metra hæð yfir sjávarmáli, ræktunarlandið snýr mót suðri og berggrunnurinn er afar kísilríkur. Dæmigerður gróður við slíkar að- stæður í Ölpunum er greniskógur. í staðinn fyrir einsleitar greni- hlíðar gefur þama hins vegar að líta fjölbreyttan trjágróður (m.a. lerki, reynivið, þin, hlyn, álm og ask), ýmsar tegundir lággróðurs (m.a. bláber, trönuber og ýmsar tegundir burkna, mosa og fléttna) og ávaxtatré (m.a. vínvið og kívítré) auk fjölda annarra tegunda jurta og grænmetis. Fjöl- breytnin byggir á fenginni reynslu Holzerhjónanna varðandi vaxtar- skilyrði, birtuþörf, vatnsþörf og næringarþörf hverrar tegundar fyrir sig. Með því að fylgja slíkum tilraunum vel eftir má jafnvel skapa sjálfbæra næringar- efhahringrás á stórum svæðum. Þá er m.a. mikilvægt að dautt líffænt efni sé ekki hreinsað burtu og að hugað sé að samspili tegundanna. Að sama skapi skiptir vatnsbúskapurinn á svæðinu gríðarlega miklu máli. Svokölluð stallaræktun er stunduð á Krameterhof en það er aldagömul ræktunaraðferð sem notuð hefúr verið víða um heim. Kostir stallaræktunar eru ýmsir, meðal annars er minni hætta á jarðvegsrofi, dýrmætt húmuslag skolast ekki í burtu, stallamir eru rakageymslur og geta virkað sem hitageymar. Auk þess er vinnu- aðstaðan auðveldari en í bröttum hlíðum. Hanna þarf stallana með tilliti til ýmissa ytri þátta, svo sem sólarljóss og ríkjandi vindátta. Ræktun lífvera í manngerðum vötnum eða tjömum er einnig stunduð á Krameterhof. Lífríki tjamanna er fjölbreytt og þær em eitt besta dæmið um sjálfbært kerfí á bænum. Tjamimar og um- hverfi þeirra mynda einnig eflir- sóknarvert búsvæði fyrir margar tegundir villtra fuglategunda, sem lögð er áhersla á að vemda á bæn- um, en þær forðast einsleitt um- hverfi. En tjamimar gegna einnig öðrum veigamiklum hlutverkum eins og því að endurvarpa sólargeislum og gefa frá sér varma. Á Krameterhof em að jafnaði um 60-80 svín sem ganga laus um landareignina allt árið. Fyrir Holzerhjónin em þau ómissandi hlekkur í vistmenningunni. Ástæðumar em margar. Þar sem svínin ganga laus afla þau sér fæðunnar að mestu leyti sjálf. Um leið róta þau í jarðveginum, losa um hann og hleypa lofti að. Þau vinna þannig töluverða erfiðis- vinnu og geta afkastað miklu. Svínin gegna að auki mikilvægu hlutverki við ýmsar vamar- aðgerðir, svo sem að halda niðri illgresi og skordýraplágum. Forvitnilegt var að sjá hvemig hægt er að blanda saman ólíkum tegundum gróðurs til að skapa skilyrði fyrir nytjaplöntur sem annars ættu erfitt uppdráttar. Einnig er hægt að nota þessa hug- myndafræði í öðmm tilgangi, svo sem til að draga úr vinnu við um- sjón með opnum svæðum í sveitarfélögum. Með því að velja saman ólíkar tegundir er hægt að skapa fallegt og sjálfbært um- hverfi sem hægt er að viðhalda með lítilli vinnu en er samt sem áður til ánægju fyrir íbúana. Arnheidur Hjörleifsdóttir Ragnhildur Helga Jónsdóttir Skrifstofu Stadardagskrár 21 á Islandi arnheidur@environice.is árinu 2007 eða það sem eftir lifir af núgildandi sauðfjársamningi. Munu þessir aðilar eiga kost á að gera slíkan samning hvenær sem er á tímabilinu en halda jafnframt fullum beingreiðslum út samn- ingstímann. Með samkomulaginu er ekki verið að kaupa greiðslu- mark af bændum, eingöngu gerður samningur um fjárleysi. Eftir áramót 2007 geta menn hvort sem er hafið búskap að nýju eða selt grciðslumarkið sam- kvæmt þeim reglum sem þá verða í gildi. Jóhannes Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda, sagði að hér væri um valkost fýrir eldri bændur að ræða til að flýta eftirlaunatöku. „Það sem er meira um vert í þessu atriði er að bóndi í þessari stöðu sem er að velta fýrir sér að selja fúllvirðisréttinn fær þama valkost um að eiga hann áffam og hafa af honum tekjur næstu 4 árin og sjá til hver staðan verður þá. Hann þarf ekki að selja til að fá þessa peninga og getur haldið jörð sinni í fúllu verðgildi í 4 ár. Þá getur hann tekið ákvörðun um hvað hann gerir. Ef til vill verður staðan þá betri og jörðin og fúllvirðisrétturinn meira virði, “ sagði Jóhannes Sigfússon. Hrútaskrá 2003 á leið til bœnda Hin árlega hrútaskrá er nú á leid til bænda. Skráin sýnir úrval hrúta á sauðfjár- sœðingastöðvunurn og tilgreinir helstu eiginleika þeirra. Netútgáfu má finna á vef Búnaðarsambands Suðurlands (www.bssl.is) og Bœndasamtakanna (www.bondi.is).

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.