Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 5
Þridjudagur 25. nóvember 2003 5 Mikill áhugi á Agromek Svo virðist sem stefni í metaðsókn frá Islandi á landbúnaðar- sýninguna Agromek í Herning í Danmörku. Karl Sigurhjartarson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vesturlands, sem sér um ferðina, segir að það hafi aldrei fyrr jafn margir bókað sig svona snemma en um 60 manns hefur nú þegar bókað sig í ferðina þótt tveir og hálfur mánuður sé til brottfarar. Karl segir að flestir hafi þátttakendur orðið 70. Hann segir að ferðin sé um það bil að fyllast. Einnig er búið að ákveða bændaferð á the Royal Highland Show í Edinborg í Skotlandi. Þessi sýning snýst um flestar greinar bú- skapar og er fjár- búskap gerð þar góð skil. I sumar er leið fór hópur bænda á þessa sýningu þar sem Ami Snæbjöms- son, hlunninda- ráðunautur BÍ, var fararstjóri. Karl segir að menn hafi. látið afar vel af! þessari ferð og því verði hún endur- tekin í júní 2004. Þá em á teikniborðinu tvær aðrar bændaferðir sem Karl segir að séu enn sem komið er hugmyndir sem eftir er að vinna úr. Onnur þeirra, ef af verður, yrði ferð til Noregs og/eða Svíþjóðar til að skoða komræktar- og raforku- búskap. Hin hugmynd sem ögn villtari gerir ráð fyrir að blanda saman ferð á formúlukeppni í Þýskalandi og skoðun á því nýjasta í fjósum og fjárhúsum. Karl tók það hins vegar skýrt fram að enn sem komið er væru þetta bara hugmyndir. Hann sagði vera rífandi gang hjá Ferðaskrifstofú Vesturlands sem selur í ýmiss konar ferðir svo sem golfferðir, orlofs- ferðir hvers konar og viðskiptaferðir. Ferðaskrifstofan selur mikið fyrir flugfélagið lceland Express og hefúr gott samband við það flugfélag. Langmestu umsvif Ferðaskrifstofú Vesturlands em hins vegar við að flytja erlenda ferðamenn til landsins. „Það er langstærsti hlutinn í okkar starfi," sagði Karl Sigurhjartarson. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra Agromekfara að skoða mjaltabás. Áhuginn leynir sér ekki. Samvinna um þekkingarmiOlun á Hvanneyri Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri og Orkuveita Reykjavíkur hafa gert með sér samstarfs- samning sem felur í sér gagn- kvæma þekkingarmiðlun. Starfsmenn Orkuveitunnar munu koma að kennslu og rannsóknum við háskólann og geta sjálfir sótt þekkingu þangað með því að sækja ein- staka námsáfanga. Það voru Magnús B. Jónsson rektor og Ásgeir Margeirsson, að- stoðarforstjóri OR, sem undirrituðu samning þessa efnis í fostudaginn 14. nóvember. Við það sama tækifæri var tekið í notkun nýtt og glæsilegt tölvuver háskólans að Hvanneyrarbraut 3 en sú aðstaða hefúr verið myndar- lega studd af Orkuveitunni sem einnig hefur veitt sfyrk til tölvu- kaupa. Þar er að fínna 19 nýjar öflugar tölvur sem henta vel þeim stóru forritum sem nemendur háskólans þurfa að nota í námi sínu. Tölvunum fylgja stórir flatir skjáir með góðri upplausn. Enn- fremur er fúllkominn kennslu- búnaður í húsnæðinu. Fleiri fyrir- tæki hafa komið að kostun tölvanna, þ.e. Sparisjóður Mýrasýslu, Norðurál, Kaupfélag Borgfirðinga, Vátryggingafélag íslands, Opin kerfi, Sjóvá Al- mennar og Búnaðarbanki íslands. Samningur þessi felur einnig í sér samstarf LBH og OR um rannsóknir á þeim sviðum sem tilheyra námsbrautum skólans. Þar má nefna umhverfismál, jarðfræði, orkunotkun og orku- vinnslu, nýtingu jarðvarma, gæðamál og hönnun veitukerfa svo nokkuð sé nefnt. Ennfremur er kveðið á um aðgengi nemenda og kennara háskólans að upp- lýsingaveitum OR, þ.m.t. landupplýsingakerfi. Við Landbúnaðarháskólann stunda nú um 160 nemendur nám og fer þeim ört Qölgandi. Náms- framboð skólans er fyrst og fremst á sviði landbúnaðar og náttúruvísinda og þar eru nú þrjár námsbrautir á háskólastigi, bú- vísindi, landnýting og umhverfis- skipulag, auk búnaðamáms sem er á framhaldsskólastigi. Orkuveita Reykjavíkur hefur kappkostað að styrkja menningar- og fræðslustarfsemi á starfssvæði sínu og framlag fyrirtækisins til skólastarfs á Hvanneyri er þáttur í þeirri stefnu. Magnús (t.v.) og Ásgeir takast i hendur eftir að hafa undirritað samninginn. Ný og frábær vökvaskipt dráttarvél sem nú þegar hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir tækni og hönnun þar á meðal: "Machine of the Year2004” , Vél ársins 2004 kosin af þýskum blaðamönnum 5 tækniblaða, á Agritechnika í Hannover s.l. “Silver Medaf á Agritechnika og “Techical Innovation Awards’’ á EIMA sýningunni á Ítalíu fyrir fljótstýri “Fast Steer” sem tækninýjung. “Goldin tractor fordesign” kosin af blaðamönnum 14 evrópskra tækniblaða fyrir hönnun. Ný margverðlauna vél frá New Holland TS-A línan w, u,c — Agntschnica 03 2003 Fast Staar™ Systam I J Silvor Madai forTS-A Fast Stsar™ Svstam Meðal nýjunga: • Fjögurra og sex strokka fjölventla mótorar með rafstýrðri samrásarinnspýtingu “Common Rail” • Aflstýrikerfi gefur 20% aflaukning á aftúrtéik, umfram skráð hestöfl vélarinnar “Power Management”. • Nýtt 4 pósta ökumannshús með 72 db hljóðeinargrun og opnanlegri sóllúgu. • Loftkæling á ökumannshúsi “Air condition” • 8 vinnuljós þar af 2 framan á vélarhlífinni • Gorma og demparafjöðrun á ökumannshúsi “Comford Ride”. • Vökvaskipting hand- og sjálvirk “Electro Command” • Rafstýrð vökvaúrtök að aftan • Fjaðrandi framöxull “Terraglide” • Aukin beigjuradíus 65° “Supersteer” • Hraðstýri “Fast Steer” VEIAVER? New Holland TS-A fæst í 5 stærðum frá 100 til 136 hestafla Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • www.velaver.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.