Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 11
Þriójudagur 25. nóvember 2003 Bæncfablaðið 11 Spar í Kópavogi selur flokkað lambakjðt Verslunin Spar við Bæjarlind í Kópavogi hefur hafið samvinnu við Fjallalamb á Kópaskeri undir kjörorðinu "Setjum lambakjöt í réttan flokk". Að sögn Ingva R. Guðmundssonar framkvæmdastjóra þá er ætlun- in að selja neytendum flokka- skipt lambakjöt sem Ingvi full- yrðir að sé í fyrsta skipti á Is- landi. "Fram til þessa hefur oft verið ólga í bændum og neyt- endum vegna þess að bændur fá greitt fyrir kjötið frá slátur- leyfishöfum eftir flokkun kjöts- ins en þessi flokkun skilar sér aftur á móti ekki til neytenda sem hafa greitt sama verð fyrir allt kjöt, sama hvernig það er flokkað," sagði Ingvi. Ingvi sagði að flokkamir fái heiti en ekki verði notuð númer til að koma í veg fyrir að neytendur fái á tilfinninguna að ódýrara kjötið sé síðra. Flokkunum er skipt upp eftir fitumagni og hold- fyllingu og fá heitin; Urvals, Magurt og Fitusprengt+. Verð- munur er 10% milli flokka. "Það er von okkar að þetta verði til að auka neyslu á lambakjöti og ekki síst að skapa traust á milli bænda, sláturleyfishafa, smásölunnar og neytenda," sagði Ingvi. A meðfylgjandi mynd em þeir Özur Lárusson (t.v), ifamkvæmda- stjóri Landsambands sauðfjárbænda og Ingvi R Guðmundsson. Nefndir til að fjalla um mink og ref Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur skipað nefnd sem á að fjalla um veiðar á mink, fækkun og hugsanlega útrým- ingu hans úr íslenskri náttúru. Hún á einnig að ijalla um stöðu minksins í íslenskri náttúru, út- breiðslu og stofnstærð. Enn- fremur að gera tillögur um nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr tjóni af völdum hans og gera tillögur um hvernig staðið skuli að veiðunum og hvort og hvernig takast megi að tak- marka útbreiðslu minks eða út- rýma honum úr náttúru landsins. Nefndin á að skila til- lögum sínum fyrir 1. febrúar 2004. I nefndinni sitja Ingimar Sig- urðsson, skrifstofustjóri formaður, Guðmundur A. Guðmundsson dýravistffæðingur, Áki Ármann Jónsson ffá Umhverfisstofnun, Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, Ari Teitsson, formaður Bændasam- takanna, Ámi Snæbjömsson fyrir æðaræktendur og Guðmundur Óli Scheving ffá Félagi meindýra- eyða. Þá hefúr verið ákveðið að skipa nefnd sem á að fjalla um veiðar á ref og stöðu hans í ís- lenskri náttúm. Nefndin á að skila tillögum sínum fyrir 1. apríl 2004. Þessar nefndir em skipaðar vegna áskorana frá Bænda- samtökunum, æðarbændum, Sam- tökum verslunarinnar, Lands- sambands veiðifélaga og fleirum um að tekið verði markvissar á veiðum og veiðiaðferðum á mink og ref. Almennt er álitið að ref hafi fjölgað hér á landi undanfarið. Skoðanakönnun meðal skotveiðimanna Umhverlisstofnun hefur kynnt skoðana- og viðhorfskönnun meðal skotveiðimanna sem gerð var af veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar veturinn 2001 og 2002 í samvinnu við Árnþór Þ. Sigfússon fuglafræðing. Urtak í könnuninni var eitt þúsund manns, allt veiðikortahafar og var svarhlutfallið 92%. Aðal markmið könnunarinnar var að fá vitneskju um viðhorf og hegðun veiðimanna. Kannað var ýmislegt viðkomandi veiðum svo sem veiðiaðferðir, hvernig veiðimenn standa að skráningu á veiði, val á vopnum, hvernig veiðiálagið dreifist á veiðitíma og fleira. Um 90% svarenda í könnuninni segjast alltaf gefa upp réttar veiðitölur hvort heldur þeir skjóta rjúpu, gæsir eða hrafna. ■ JAPANSKAR DRA TTARVELAR Japanskar KUBOTA ME9000 dráttarvélar með 94 ha afar þýðgengum díselmótor, kúplingsfríum vendigír, 18 hraða gírkassa með skriðgír, öflugu vökvakerfi, opnum beisliendum, góðu öryggishúsi með öflugri miðstöð og loftkælingu, o.fl. - KUBOTA dráttarvélar eru heimsþekktar fyrir há gæði, afar lága bilanatíðni og mikið rekstraröryggi. ÞOR HF REYKJAVIK - AKUREYHI www.thor.is / Ármúla 11 / 568-1500 / Lónsbakka / 461-1070 A} y<mr sivle. brother, Japanska stórfyrirtækið Brother er I fremstu rðð fyrírtækja í framleiðslu á skrifstofutækjum. Merkivélar, laserprentarar, faxtæki, plöstunar- vélar og fjölnotatæki eru að finna I fjölbreyttri framleiöslulinu Brother. Fyrirtækið hefur það að markmiði að bjöða endingargóð skrifstofutæki á mjög samkeppnisfæru verði. Brother DCP- 4020C - Skanni, prentari, Ijósritunarvél ofl. Fjölnotatæki Brother DCP-4020C. Frábær litaprentari, „flat bed“ skanni og Ijósritunarvél með hágæða lit. Tekur algengar stærðir stafrænna mynda- kubba og prentar beint. Frábært tæki fyrir heimili og minni skrifstofur. Nóvembertilboð 29.900 kr. Verð áður 39.900 kr. Vörunúmer: BHDCP-4020C Tilboöiö gildir aöeins í nóvember eöa meöan birgöir endast. SíhSÆans ísíma 5402050 fliUUU'fr- Psnninn Hallarmúla 2, slmi 540 2000, Reykjavik Penninn-Bókval, Hafnarstræti, 91-93, sími 461 5050, Akureyri www.penninn.is Brotherfjölnotatæki - það minnsta í heimi, aðeins 13 sm hátt!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.