Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 25. nóvember 2003 Bændablaðiðl Þegar nýja húsiö var tekið í notkun færði Kristján B. Snorrason (t.v.) fyrir hönd Kaupþings-Búnaðarbanka, Landbúnaðarháskólanum meðfylgjandi mynd að gjöf. Myndina málaði Einar Ingimundarson listmálari frá Borgarnesi sem lést fyrir nokkrum árum. Myndin sýnir kýr í röð á leið heim aö Hvanneyrarfjósi og listamaðurinn sagði Kristjáni útibússtjóra þegar myndin var keypt að hann hefði átt í ákveðnum erfiðleikum með listaverkiö þar sem tvær kýrnar hefðu alltaf veriö yxna en það sést vel á myndinni! Magnús B. Jónsson rektor tók á móti gjöfinni en t.h. er Skúli G. Ingvarsson, skrifstofu- stjóri Búnaðarbankans í Borgarnesi. Þúsund tonna landbúnaðarhús tekið í notknn á Hvanneyri Bændadeild LBH teknr vid nýnemum elHr áramút Eins og fram hefur komið í fréttum víða er aðsókn að Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri mikil um þessar mundir. Nú um áramótin verða teknar í notkun nýjar nemendaíbúðir. Með því eykst heimavistarpláss skólans verulega. Akveðið hefiir verið að taka inn nýnema í Bændadeild skólans (búfræðinám) nú um áramótin. Þegar er búið að veita allnokkrum nemendum inngöngu. Enn er þó möguleiki að bæta við hópinn og þurfa áhugasamir að hafa samband við skólann hið allra fyrsta. Búffæðinámið tekur tvö ár (4 annir). Fyrsta önnin er tekin á Hvanneyri annaðhvort haust eða vor (eins og nú er boðið). Síðan fara nemendur út um land í náms- dvöl í þrjá mánuði til valinna bænda sem LBH hefúr samstarf við. Að hausti koma Bændadeild- ungar síðan affur að Hvanneyriog ljúka sínu námi á tveimur önnum þar. Búfræðinámið er víðtækt al- hliða lífffæðinám með megin- áherslur á búfjárrækt og nýtingu landsins. Síðara námsárið gefst nemendum kostur á talsvert breiðu vali til sérhæfmgar í námi. Væntanlegir nemendur þurfa að vera fullra 18 ára. Hafa lokið grunnskólaprófi og minnst 36 einingum í grunnáföngum fram- haldsskóla. Einnig er miðað við að umsækjendur hafí einhverja reynslu af landbúnaði. Nánari upplýsingar fást á skrifstofutíma í síma 433 7000. Á heimasíðu skólans www.hvanneyri.is er að finna upplýsingar um námið. Einnig má senda kennslustjóra fyrirspum beint með netpósti alfheidur@hvanneyri.is. Á dögunum var formlega tekið í notkun nýtt þriggja hæða skrif- stofuhús á Hvanneyri. Húsið er byggt fyrir tilstilli Borgarfjarðar- sveitar en þar eru hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki til húsa sem flest tengjast landbúnaði. Þetta eru: Búnaðarsamtök Vesturlands, Vesturlandsskógar, Landbúnaðarháskólinn, Hag- þjónusta landbúnaðarins, Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins, Landssamband kúabænda, P.J. byggingar, Héraðssetur Land- græðslu ríkisins og Orkuveita Reykjavíkur. Kaupsamningur um húsið var gerður þann 20. desember 2001 á milli Borgar- fjarðarsveitar, sem kaupanda, og Loftorku Borgarnesi ehf., sem seljanda. Samtals eru 392 m3 af steypu í húsinu eða 980 tonn. Húsið er rétt rúmir 1000 fermetrar. Á sínum tíma var myndað einkahlutafélag um bygginguna. Við vígsluna sagði Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, að hann vildi að þær stofnanir landbúnaðarins sem eru t.d. á Keldnaholti í Reykjavík ættu heima á Hvanneyri. "Á undanfömum ámm hefúr aukin starfsemi flust hingað að Hvanneyri. Hér er bæði skyn- samlegt og gott að setja niður starfsemi tengda landbúnaði, náttúm og umhverfismálum. En það var þröngt setinn bekkurinn og löngu orðið ljóst að það þyrfti að byggja yfir þá starfsemi sem hingað var komin og ekki síður Yflrdýralæknisembættið hefur farið fram á lögreglurannsókn á flutningi fjár milli bæja í Húna- vatnssýslum og á Suðurlandi fyrir 6 árum. Júlíus Guðni Ántonsson á Auðunarstöðum í V-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur verið boðaður til lög- regluyfirheyrslu fyrir þennan fjárflutning. Júlíus segir enga ástæðu til rannsóknar vegna þess að hún hljóti að vera á gmndvelli þeirra reglna sem vom í gildi á þeim tíma sem flutningurinn átti sér stað en þeim reglum var breytt síðar. „Ég tel mig hafa haft leyfí fyrir þessum flutningum. Til viðbótar vil ég benda á það að yfirdýralæknis- embættinu var fyrir löngu kunnugt gera það mögulegt að þær stofnanir sem hér vildu vera hefðu húsnæði við hæfi," sagði Svein- björn Eyjólfsson, oddviti Borgar- fjarðarsveitar, og bætti við að sveitarstjómin hefði ákveðið að standa fyrir byggingu þessa húss og "tryggja þannig framgang þess starfs sem hér hefur verið unnið í meira en hundrað ár og festa Hvanneyri í sessi sem skjaldborg landbúnaðarins." Haraldur Benediktsson, bóndi Vestra-Reyni og formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands, sagði í ávarpi að bændur hefðu viljað taka þátt í starfsemi hússins og verða hluti af þeirri heild sem þar mundi skapast. "Stjóm Búnað- arsamtaka Vesturlands stefnir að því að sækjast í auknum mæli eftir samstarfi við starfsfólk og stofnan- ir sem hér em og koma tímabundið að okkar starfi og skapa aukin tengsl á milli bænda, rannsókna og kennslu. I framtíðinni gemm við bændur okkur vonir um að ráð- gjafaþjónusta, rannsóknir og jafn- vel kennsla verði í meiri samfellu um þennan flutning, jafnvel þótt héraðsdýralæknir hafi hugsanlega ekki látið yfirdýralæknisembættið vita af þessu. Það vill þannig til að það kom upp kláði í hjörðinni á bænum Dæli þaðan sem ég fékk kindumar. Þá ákvað yfirdýra- læknisembættið að láta sprauta mitt fé líka þar sem það væri komið úr sömu hjörð. Þess vegna er ekkert nýtt í þessu máli sem getur kallað á lögreglurannsókn," segir Júlíus Guðni. Hann segir að þegar hann og sambýliskona hans hófú búskap árið 1996 á Auðunarstöðum hafi ekkert fé verið þar fyrir. Sam- býliskona hans átti nokkrar kindur á Dæli, þar sem hún hafði verið í vist, og þær vom fluttar að en verið hefúr. Bændur vilja og verða að vera meiri þátttakendur í rannsóknum. Aukið samstarf við þá á að geta skapað mikla mögu- leika. Enda er slíkt samstarf nú hafíð í nokkrum tilfellum og bændur og rannsóknarfólk farið að vinna hlið við hlið. Um þessi mál hefúr Búnaðarþing ályktað ásamt því að stefna að eflingu á ráðgjafa- þjónustu búnaðarsambanda og í landinu verði fjórar miðstöðvar. Hér á Hvanneyri er því komin ein þeirra og hvergi á hún betur heima en hér," sagði Haraldur. Ekki kæra heldur rannsðkn Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir það misskilning að bændur hafi verið kærðir fyrir flutning á sauðfé í Húnavatnssýslum og Suðurlandi. Hann hafi aðeins beðið sýslumenn um lögreglurannsókn. Framhaldið farið síðan eftir útkomu hennar. Hann segir að sér hafi borist ábending um þessa flutninga frá lögfræðingum bónda sem flutti fé milla bæja í fýrra en því fargað fyrir bragðið. ,,Ég gat ekki annað en farið fram á lögreglurannsókn eftir ábendinguna," sagði Halldór Runólfsson. Auðunarstöðum sem er næsti bær við Dæli. Júlíus Guðni segir að nú sé ólöglegt að flytja fé milli bæja á riðusvæðum en það hafi ekki verið ólöglegt samkvæmt reglugerð árið 1996. Þá var slíkur flutningur bara tilkynningaskyldur. „Hins vegar teljum við að reglumar eins og þær eru nú séu með þeim hætti að ekki sé hægt að vinna eftir þeim. Ef farið væri nákvæmlega eftir orðanna hljóðan í þessum reglum þá er hver einasti bóndi á þessu svæði búinn að brjóta þær. Samkvæmt þessum reglum er allur heyflutningur bannaður milli bæja sem og flutn- ingur á tækjum og tólum til heyskapar. Menn skilja ekki hver tilgangurinn er með þessari lögreglurannsókn þar sem bæði málin hér í V-Húnavatnssýslu áttu sér stað fyrir setningu núverandi reglugerðar sem þrengdi þessa hluti allverulega," segir Júlíus. Baulið virkar MUU- herferð mjólkuriðnaðarins hefur náð vel til neytenda ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Gallups sem gerð var á dögunum. Úrtakið var 1.390 manns og svarhlutfall 63,5%. í könnuninni kom m.a. fram að helmingur aðspurðra hafði oft séð sjónvarps- auglýsinguna en aðeins tæp 12% aldrei barið hana augum. Skilningur manna á auglýsingunni er nokkuð skýr en rúmlega 57% skynjuðu það sem svo að þeir ættu að drekka mjólk eða meira af henni. Spálíkan um söluþróun á mjólk Hagfræðistofnun Háskólans hefur verið fengin til að vinna hagfræðlíkan þar sem reynt verður að meta söluþróun á mjólk. Líkanið á að nota við árangursmælingar eftir því sem líður á herferðina. MUU á að minna fólk á mjólkina Markmið Muu- herferðarinnar er að sögn auglýsenda að láta reyna á hvort hafa megi áhrif á þróun mjólkurneyslu meðal íslensku þjóðarinnar með skipulagðri auglýsinga- og kynningarherferð fyrir mjólk almennt. Með auglýsingunum sé markmiðið að gera mjólk að svokallaðri "merkjavöru" þar sem vörumerkið MUU tengist mjólk í hugum fólks. Ætlunin er að gera mcrkið sýnilegt í þjóðfélaginu en tímarammi herferðarinnar er þrjú ár. Markhópurinn er breiður en sérstök áhersla er lögð á 35 ára og yngri. Herferðin vekur eftirtekt Of snemmt er að fullyrða um söluáhrif herferðarinnar að mati Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins og auglýsingastofunnar Nonna og Manna / Yddu sem standa að herferðinni, þó benda megi á fréttir um 4% aukningu mjóikursölu í september miðað við september í fyrra. Könnun Gallup sýnir hins vegar klárlega að herferðin vekur eftirtekt. YfírdýralæknisembættiO vill Ifig- reglurannsókn vegna fjárflutninga

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.