Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. nóvember 2003
Bændoblaðið
13
Tilraun með
kornræktun í
Fljútum gekk vel
I vor var sáð korni i um 12
hektara lands í Fljótum í
Skagafirði. Þarna var nánast
um tilraun að ræða því korn
hafði aðeins í litlum mæli
verið ræktað þar áður þó svo
að það hafi verið ræktað með
góðum árangri innar í hérað-
inu í allmörg ár. Segja má að
árangurinn af þessari tilraun
sem þrír bændur stóðu að
hafi verið allgóður. Hjá
tveimur bændanna fengust
um 5 tonn af þurru korni af
hektara en hjá einum sem var
með um 2 hektara undir var
uppskeran talsvert minni. Þar
var sáð i frekar þurrt mó-
lendi sem trúlega var ekki
heppilegt land miðað við veð-
ráttuna sem var mjög þurr
lengst af í sumar.
Jóhannes Ríkharðsson,
bóndi á Brúnastöðum, var einn
þeirra sem stóð að komræktun-
inni í sumar. Hann sagði í sam-
tali að þeir félagar hefðu fengið
verktaka til að vinna fyrir sig
landið í vor. Þar var mest um
að ræða tún, sum mýrlend en í
öðrum var sendinn jarðvegur.
Enn fremur mólendi sem ekki
hafði verið unnið áður. Verk-
takinn annaðist einnig sáningu
á ffæinu sem var sex raða arve.
Sáð var 30. apríl. Komið var
tilbúið til sláttar í fyrstu viku
septembermánaðar en þresking
var ffamkvæmd um miðjan
mánuðinn.
Jóhannes hefúr notað kom í
nokkur. Aður leigði hann land
skammt ffá Varmahlíð og fékk
bændur þar til að vinna landið
og sá fyrir sig en fyrirtæki í
eigu kombænda annaðist þresk-
inguna. Hann segist nota kom-
ið handa kálfúm og líka gefa
það nautum síðustu 2-3
mánuðina áður en þeir fara í
slátmn. Þá er komið mjög gott
handa lömbum og segist Jó-
hannes gefa þeim talsvert af því
meðan þau em að læra átið á
fiskimjöli. Þá megi ekki
gleyma hálminum sem nýtist
vel í undirburð þeim sem em í
nautgripaeldi. Jóhannes segir
þá félaga nokkuð ánægða með
árangurinn af komræktinni og
þegar sé ákveðið að henni verði
haldið áfram . Það hafi sýnt sig
að þótt Fljótin séu norðarlega sé
hægt að fá ágætan þroska í
komið. Tíðin hafi að vísu verið
mjög hagstæð í vor og sumar
þannig að ekki sé við því að
búast að hægt verði að sá eins
snemma og í vor í venjulegu
árferði. Líklegri sáningartími sé
10.-15. maí en á móti komi að
komið geti hæglega verið að
þroskast lengur ffam eftir
haustinu en í ár./Öm.
Eruð þifi búin
að panta merki?
Eins og flestum nautgripa-
bændum er eflaust kunnugt á að
merkja alla kálfa sem komið hafa í
heiminn eftir 1. september sl. og
stendur til að setja á. Eins og
staðan er nú hefúr meirihluti naut-
gripabænda pantað merki. Þó
standa eftir nokkur hundmð aðilar
sem enn hafa ekki sent pöntun á
merkjum til BÍ og er skorað á þá
að bæta úr því hið snarasta. Þá em
þeir aðilar sem em hættir að halda
nautgripi einnig beðnir um að
koma upplýsingum þar að lútandi
á ffamfæri til Bændasamtaka ís-
lands. /BHB
Byggingarfulltrúi Rangárpings eystra vill hnitsetta
uppdrætS lóða og landa við gerð stofnskjala
Því hefur verið haldið fram að landamerkjadeilur hafi oftar orðið
tilefni málaferla en nokkuð annað á íslandi. Nú er komin tækni sem
getur komið í veg fyrir landamerkjadeilur ef menn hnitsetja lönd sín
og lóðir en hnitsetning er svo nákvæm að engu skeikar.
Rúnar Guðmundsson, bygg-
ingarfúlltrúi Rangárþings eystra,
hefúr óskað eftir heimild sveitar-
stjómarinnar til að kreljast hnit-
settra uppdrátta vegna lóða og
landa í tengslum við gerð stofn-
skjala. Til er í 30. grein skipulags-
og byggingarlaga heimild sem
gefur heimild sveitarstjómum
möguleika til að krefjast hnita-
settra uppdrátta af landamerkjum
og lóðamörkum til afnota fyrir
landsskrá og þinglýsingarstjóra.
Rúnar sagði að ástæðan fyrir
þessari ósk hans væri sú að hann
væri að reyna að koma þessum
málum í nútímalegt og nákvæmara
horf. „Þetta snýst oft um gerð
stofnskjala þegar verið er að selja
sumarbústaðalönd eða spildur úr
landareign, skipta jörðum eða selja
þær. Þá koma menn með alls
konar pappíra inn á borð til mín og
biðja um stimpil því bréfið á að
fara til sýslumanns í þinglýsingu.
Þessir pappírar em alla vega.
Stundum koma menn með loft-
mynd af jörð sem á að skipta og
hafa sett inn á myndina línur og
segja kannski að annar hlutinn sé
100 hektarar en hinn fimmtíu. Eg
hef ekki hugmynd um hvort þetta
er rétt. Ef landið væri hnitsett þá er
nákvæmnin allt að því alger,"
sagði Rúnar.
Hann segir að hnitsetning geti
og muni koma í veg fyrir mikil
vandræði sem oft koma upp vegna
lóða og landamerkja. Hann segir
að það geti verið nokkuð dýrt að fá
verk- og tæknifræðinga með full-
komnustu hnitasetningartæki í
vinnu. A móti komi að það kosti
mikla peninga að standa í
málaferlum vegna landamerkja.
Hnitsetning er bara gerð einu sinni
og eftir staðarmælingu en við
endanlega útsetningu lóðarmarka
skal uppfæra aðaluppdrátt með
leiðréttum hnitum.
Þá bendir Rúnar á að á leiðinni
séu ný landamerkjalög og þar
verður inni krafa um að hnitsetja
lönd og lóðir.
Machine
-7
-Framtíðar fjárfesting
Bú-og
vinnuvéladeild
Sævarhöfða 2 • sími 525-8000 • ih@ih.is • www.ih.is
Sannkallaðir
verðlaunagripir
á Agritecnica landbúnaðarsýningunni í Hannover
Massey Ferguson 7400
Massey Ferguson hefur ávallt verið leiðandi í hönnun dráttarvéla
og hin nýja geysiöfluga 7400 Dyna-VT lína er enn eitt dæmið
um það. Fjölskyldusvipur Massey Ferguson leynir sér þó ekki
og ökumanninum líður strax eins og heima hjá sér. Fjaðrandi
framhásing og ný, byltingarkennd fjöðrun á ökumannshúsi og
einstök hljóðeinangrun áttu mikinn þátt í að Massey Ferguson
7400,120-185 hestöfl, hlaut verðlaunin „dráttarvél ársins 2004“
í sínum flokki á Agritechnica sýningunni.
Fendt traktorarnir hafa getið sér gott orð hérlendis fyrir að vera vandaðir og sterkir. Það kom því ekki á óvart þegar nýja 200
línan frá Fendt hlaut hin eftirsóttu verðlaun, „dráttarvél ársins 2004“ í sínum flokki á helstu landbúnaðarvélasýningunni í Evrópu,
Agritechnica. Það sem lagt var til grundvallar valinu voru fyrst og fremst hinir hljóðlátu 65-95 hestafla mótorar og 21/21 gíra
skiptingin með vendigír. Þá þótti vökvakerfið einnig skara fram úr ásamt hinu mjög svo hljóðláta húsi þar sem öllu er haganlega
fyrir komið.
WINNER MF7400
Fendt 200 línan