Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 9

Skátaforinginn - 01.06.1991, Blaðsíða 9
SEGÐU MER FRA OILJI TEXTI: SIGURÐUR GUÐLEIFSSON DUFA Ég blós í sjóðheltan kakóbollann minn. Alveg ótrúlegt hvað kakó helst lengi helttl "Segðu mér nánar frá þessu Gilji", sagði ég við félaga minn er sat við hlið mér í forskála KSÚ. Þetta var á fallegum og sólbjörtum haustdegi fyrir nokkrum misser- um. "Ekki Gilji, heldur Gilwell; alveg ótrúlegt hvað þú getur verið treg- ur alltaf hreint. Þú kemst aldrei fet á Gilwell með þessum asnaskap." Ég gat ekld annað en brosað, því Gilli, eins og ég uppnefndi félaga minn ætíð síðan, og hafði fengið sinn drapplitaða klút bættan að aftan, tyrkjahnút úr brúnu leðri og tréperlur í svartri leðurskóreim, var alveg einstaklega sár ef maður gerði gys að Gilwell í einu eða öðru formi. "Námskeiðið sjálft stendur í eina viku og ef þú heldur að hægt sé að segja frá því í einni setningu, þá skjátlast þér all hrapalega”, þrumaði hann yfir mér. "Dagskrá í heila viku frá átta á morgnana fram á rauða nótt. Hikeferð, verk- efni af öllu tagi, kvöldvökur, sér- vitrir stjórnendur, sprenglærðir gestaleiðbeinendur og Guð má vita hvað er ekki í gangi þessa ótrú- legu, en allt of stuttri viku. Svo viltu að ég skýri þetta út í einni setningu! Heldurðu að þetta sé eins og langt helgamámskeið - eða hvað? Þessari spumingu vinarins var ekki ætlast til að væri svarað. Hann var kominn í ham og það ekki lítinn. Nú væri best að hlusta, enda hafði hann komið af Gilwell í upphaft síðasta starfsárs, ferskur og kraftmeiri en nokkm sinni fyrr - og gert ótrúlega hlud. Og alltaf gat hann vitnað í Gilwell þetta og Gilwell hitt. Starf hans að undan- fömu hafði vissulega borið árang- ur, svo það væri kannski óvitlaust að hlusta aðeins á hann. "Geturðu hugsað þér 30 manna hóp syngja eins og dómkór (ég hélt að hann væri falskur!), fman og penan, stuttu eftir að hafa látíð eins og asnar í hreyfisöng um aust- urrískan jóðlara? - Eða séð tjald- búð rísa upp á þremur dögum í kaffi- og matarhléum hjá sex manna fiokk? Tjaldbúð, sem venjulega tekur viku að reisa við eðlilegar aðstæður!" Ég sperrti eyrun, enda ekki á hverjum degi sem ég heyri af Súp>- ermönnum meðal oss. "Annars ættum við að hætta þessu rausi héma og líta niðureft- ir. Égheflykilogþúhefðirgottaf því að sjá alvöru skála. Svo gæti ég frætt þig í leiðinni. Hvað segirðu, ertu tíl?" Til var ég, enda aldrei orðið svo frægur að fara inn í Gilwellskál- ann, heldur eingöngu rýnt inn í gegnum rúðumar. Er við stóðum á tröppum skálans var Gilli orðinn rólegur, enda var hann að ljúka upp helgidóm sem maður fann fyrir hjá Gilwellingum einhverra hluta vegna. Gilwellskálinn, sem reistur var árið 1941, ber með sér að vera all sérstæður frá fyrsta andartaki er maður stígur fæti inn í hann. Skrautskrift og útskurður, fánar og minnismerki uppi um alla veggi, loft og hillur. Hvert sem litíð var, alls staðar máttí sjá handverk er hafði sína eigin sögu frá sínum tíma, gamla eða nýja. Frásagnirog skýringar möluðu fyrir eyrum mín- um er ég meðhöndlaði hina ýmsu hluti. Merki Gilwellflokkanna, sem eru Uglur, Gaukar, Dúfúr, Hrafnar (og Spætur?), blöstu hvar- vetna við. Misjöfn að gæðum, en báru samt með sér metnað þeirra aðila er verkin höfðu unnið. Manni fór að sldljast sú virðing sem borin er fyrir staðnum og hvað hann á í ótrúlega mörgum. í tæpa fjóra tíma röltum við um skál- ann og ræddum málin vítt og breitt. Til að gera langa sögu stutta, þá fór ég á Gilwell og þetta var ótrú- legt. Vika sem h'ður mér aldrei úr minni. Vika sem ekki er hægt að endurlifa. Við vorum sex í flokk, yngst 18 ára og sá elstí yfir þrítugt. Ólík reynsla og mismunandi bak- grunnur hjálpaði tíl við að draga það besta fram í hverjum og einum og styðja hvert annað. Sú reynsla, viska og glaðværð sem ég innbyrtí þama stendur framar öllu öðru sem ég hef upplifað. Geta mín og skilningur tíl að taka þátt í og stjórna hinum ýmsu verkefnum stórjókst. NúsldléghvfGilhhefur gert svo góða hlutí í félaginu. Sá efi er læðst hafði að mér um tíl- verurétt hreyfingarinnar hvarf með öllu. GilweU er nokkuð sem enginn skátí getur látíð fram hjá sér fara þegar tækifærið gefst. Hik- aðu ekld - þú sérð ekld eftír því. SKATAFORINGINN - 9

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.