Skátaforinginn


Skátaforinginn - 01.12.1991, Síða 17

Skátaforinginn - 01.12.1991, Síða 17
ardaginn 24. júlí en mótsetning fer fram sunnudagskvöldið 25. júlf. Þannig gefst heill dagur til tjaldbúðarvinnu áður en eigin- leg dagskrá hefst. Mótinu verð- ur slitið sunnudagskvöldið 1. ágúst og þannig verður hægt að nýta frídag verslunarmanna til frágangs og heimferðar. Erlendir skátar Undirbúningsnefnd vegna er- lendrar kynningar, móttöku er- lendra skáta og rekstur ferða- skrifstofu hefur þegar verið skipuð. Þetta erfiða verkefni tóku þau Anna Gunnhildur Sverrisdóttir ogSigurjón Einars- son að sér. Þau hafa bæði ára- langa reynslu í alþjóðstarfi og Anna er í dag formaður alþjóða- ráðs. í dag Liggur fyrir áætlun um þessi mál og kemur m.a. frarn í henni að kynningarstarf eriendis mun hefjast í janúar á næsta ári með því að formlegt boð verður sent erlendum bandalögum. Fjölmargar spennandi hugmyndir hafa komið upp á yfirborðið varð- andi erlendu skátana og má þeirra á meðal nefna alþjóðlegt torg þar sem erlendir skátar myndu sjá um fjölbreytta dag- skrá og ýmsar uppákomur. Þema landsmóts Fulltrúar Klakks hafia kynnt fyrir aðalstjóm nokkrar hugmyndir að þema mótsins - allar mjög spennandi. Þessar hugmyndir verða ekki reifaðar hér en þeim tilmælum beint til lesenda blaðsins að leggja höfúðið í bleyti og koma með hugmyndir um gott þema. Undirbúningur félogn Skátaforinginn hefúr haft spum- ir af því að sumir séu þegar bún- ir að leggja drög að landsmót- sundirbúningi og er það vel. Tíminn fram að móti er nefni- lega ekld svo fangur. Við undir- búning skátaflokks á landsmót eru nokkur atriði sem þarf að huga að: tjaldbúðarh'f, áttavit- inn, söngvar, matreiðsla, hnútar og súrringar svo nokkuð sé nefint. Það er alveg graupplagt að hefja fræðilegan undirbún- ing þessara þátta nú strax eftir áramót. Svo má nota sumarið til að æfia sig og komandi vetur til að lagfæra það sem lagfæra þarf. Svo má auðvitað ekki gleyma flokkakeppninni sem verður í algleymingi veturinn fyrir landsmót. Allir á landsmót! Af framangreindu má sjá að skemmtilegt mót er í uppsigl- ingu. Það er þó eitt sem alhr skulu hafa í huga: maður upp- sker einungis það sem maður sáir! Góður undirbúningur er forsenda þess að þátttakendur njóti alls þess sem gott lands- mót hefur upp á að bjóða. Hefj- um því strax markvissan undir- búning fyrir landsmót og verum klár í slaginn í Kjamaskógi 1993! f tengslum við fúnd aðalstjómar BÍS stóð Klakkur fyrir kynningarferð í Kjamaskóg þar sem stjómarfólld var kynnt aðstaðan og þær framkvæmdir sem farið verður í fýrir landsmótið. Á myndinni er ristjóri Skátaforingjans, Júlíus Aðalsteinsson, á milli þeirra Ólafs Ásgeirssonar og Hafdísar Óladóttur. Eins og sjá má á myndinni er umhverfið fallegt og býður skógurinn upp á spennandi vettvang ævintýra. VINNUFUNDUR Á ÚLFLJÓTSVATNI: FASTARÁÐIN FUNDA TEXTI: HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Dagana 13. til 15. septembar s.l. hiHust alþ|óóaró6, starfs- ráö, foring|aþ|ólfun- arráð eg starfsmenn BÍS til skrafs og ráfta- gerfta á Úlfl|ótsvatni. Frá starfsráði komu þau Björk Thomsen formaður, Karlinna Guðmundsdóttir Strók, Guðni Gíslason Hraunbúum og Guðfinnur Pálsson Skjöld- ungum. Frá alþjóðaráði komu þau Anna G. Sverris- dóttir formaður, Hrönn Pét- ursdóttir Klakk, Amfinnur U. Jónsson Landnemum og Hulda Guðmundsdóttir Garð- búum. Frá foringjaþjálfúnar- ráði sátu fundinn þeir Sigurð- ur Guðleifsson Heiðabúum og Júhus Aðalsteinsson Ægis- búum. Helgi Eiríksson og Guðmundur Pálsson starfs- menn BÍS sátu einnig þennan fund. Fyrri hluta helgarinnar not- uðu ráðin til að fúnda sitt í hvom lagi en upp úr hádegi á laugardag hófist sameiginleg- ur fundur þar sem ráðunum gafist kostur á að kynna þau mál sem væru á stefnuskránni næstu mánuðina. Seinni hluta laugardagsins var varið í umræður um markaðsmál og útgáfúmál - mjög hressandi umræður. Um kvöldið var svo sannköll- uð veisla en heiðurinn af henni átti Guðni Gíslason sem bauð viðstöddum upp á jap- anskan kjúklingarétt (sem reyndar er indverskur) og máttu menn gjöra svo vel að borða með prjónum uppá japanska vísu. Á milli lykkju- falla voru fjörugar umræður um framtíð skátastarfs en þeirri umræðu stjómaði Haukur Haraldsson Land- nemum en hann var sérstakur kvöldverðargestur okkar. Á sunnudag var haldið áfram fram á miðjan dag við ýmsar umræður. Þátttakendur í fundinum voru sammála um að fundurinn hefði heppnast vel og hefði mikið að segja varðandi samskipti og upplýs- ingaflæði á milli ráðanna. SKÁTAFORINGINN -17

x

Skátaforinginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.