Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 4
Þegar offramleiðsla blasir við framleiðendum íslenskra landbúnaðaraf- urða grípa menn annars vegar til þess að takmarka framleiðsluna, en hins vegar hefur upp á síðkastið einnig borið á hugmyndum um að afla nýrra markaða. Af þeim sökum er til komin sala á íslenskum landbúnaðarafurð- um til bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Þessi sala er að vísu ekki stór í sniðum enn sem komið er, en þeir sem að henni standa gera sér vonir um að hún sé einungis fyrsta skrefið á langri leið. Aðrir eru mótfallnir þess- um viðskiptum og vilja síst af öllu gera íslenska bændur háða viðskiptum við herinn. Jón Daníelsson skrifar LEYSIR HERINN BIRGDAVANDANN Skiptar skoðanir hafa verið um kjötsöluna á Völlinn og yfirdýra- læknir hefur bent á að hún breyti engu um smithættuna. Á hinn bóginn binda söluaðilar vonir við að þar sem koma megi litla fingr- inum inn megi í fyllingu tímans koma hendinni allri. Á vallarsvæðinu munu nú búa alls milli 4 og 5 þúsund manns, sem þýðir að vallarmarkaðurinn er á stærð við Vestmannaeyjar og sá viðmælandi Bændablaðsins sem notaði þessa samlíkingu, bætti því við að sennilega væri það einnig líkt með þessum tveimur samfélögum, að í báðum byggi fólk sem hefði dá- góðar tekjur og neytti mikils kjöts. Nú fara u.þ.b. tvö og hálft tonn á viku inn á vallarsvæðið ef taldar eru allar tegundir landbúnaðarafurða sem þangað eru seldar, að mjólk- inni frátalinni. ísfugl selur Banda- ríkjamönnunum um tonn af kjúk- lingum vikulega og hefur milli- göngu um annað eins af eggjum, en frá Sláturfélagi Suðurlands kaupa þeir um 250 kg af nautakjöti, 100 kg af svínakjöti og 100 kg af dilka- kjöti. Það var samdóma álit þeirra manna sem Bændablaðið ræddi við hjá SS og ísfugli að salan til hersins skipti sáralitlu máli, vegna þess hve lítil hún er, hvort heldur sem litið er á heildarframleiðslu landsmanna eða heildarmarkaðinn fyrir þessar vörur á vellinum. Á hinn bóginn er litið á það sem „prinsippmál" að herinn kaupi ís- lenskar landbúnaðarafurðir, auk þess sem menn vonast til að þar sem „tekist hefur að koma litla fingrin- um inn, þar megi koma hendinni allri í fyllingu tímans“, eins og Vig- fús Tómasson hjá Sláturfélaginu komst svo hnyttilega að orði. En einmitt um þetta atriði eru ákaflega deildar meiningar. Sú skoðun er nefnilega einnig út- breidd, og þá sjálfsagt ekki síst meðal bænda sjálfra að íslendingar eigi að forðast það eins og heitan eldinn að eiga mikil viðskipti við herinn. í þessu sambandi benda menn á að vegna þess hve íslenskt efnahagskerfi er lítið, er auðvelt að gera það svo háð þessum viðskipt- um að þegar sá dagur rennur upp að bandaríska herliðið hverfi á braut, muni blasa við stórkostlegt hrun í þjóðlífinu. Menn þurfa heldur ekki að vera herstöðvarandstæðingar til að hafa þessa skoðun á málinu. Benda má á að Morgunblaðið sem er þekktara fyrir annað en andstöðu við herinn, hélt þessu sjónarmiði fram í leiðara haustið 1985, þegar umræðan um kjötmálið stóð sem hæst í fjármála- ráðherratíð Alberts Guðmundsson- ar. Hjörtur Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal og formaður Búnaðarfélags íslands, tekur í þennan sama streng í leiðara sem hann skrifaði í Norðurslóð í vetur. Þar segir hann meðal annars: „Það hefur margsinnis komið fram í sambandi við umræðu um kjötsölu til Varnarliðsins svokall- aða, að margir íslenskir bændur telja það eina helstu bjargarvonina, að við getum selt drjúgan hluta af kjötframleiðslu okkar þangað og heimta með offorsi, að stjórnvöld gangi í málið og útvegi okkur þenn- an eftirsótta markað. Nú hefur þetta tekist að nokkru og kjötfjallið rýrnar um nokkra tugi tonna, eink- um þó af svína- og fuglakjöti, sem er framleitt hér af innfluttu fóðri einvörðungu. Þessi skrípa leikur er öllum til vanvirðu, sem við það eru riðnir og minnir helst á hina grát- legu sögu um bóndann á Grund í Eyjafirði, sem seldi höfuðbólið fyr- ir reykt sauðarkrof í hallæri og bjargarþrotum" Andstæðar þessum sjónarmið- um eru hugmyndirnar um að selja hernum sem allra mest af hvers kon- ar landbúnaðarafurðum. Talsmenn þessara hugmynda halda því annars vegar fram að það sé sanngirnis- sjónarmið að íslendingar njóti þessara viðskipta, hins vegar koma hér til heilbrigðissjónarmið og þá einkum sú smithætta sem talin er geta stafað af innflutningi á hráu kjöti. Meðal þeirra sem halda fram heilbrigðissjónarmiðinu er Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir. í viðtali við Bóndann frá því í vetur, segir Páll: „Þetta er hernumið land og hér er flutt inn kjöt þvert á íslensk lög. Það fylgir þessu auðvitað sjúk- dómahætta og við höfum fengið sjúkdóma inn í landið með þessum innflutningi. í því breytir engu hvort við flytjum inn 300 eða 400 tonn. Embættið hérna hefur marg- sinnis mótmælt þessu en því hefur í engu verið sinnt. Þetta er mál sem er búið að vera í gangi í 40 ár“ sagði Páll A. Nú skal það síst af öllu dregið í ef hér að yfirdýralæknir ásamt mörg- um öðrum sem þetta sjónarmið að- hyllast sé sannfærður um þá smit- hættu sem af þessum innflutningi stafi. Hitt hlýtur að Iiggja í augum uppi að ýmsir þeir sem þessu sjón- armiði hampa hafi ekki síður í huga viðskiptasjónarmiðin og þann hagnað sem því fylgdi ef vallar- svæðið bættist við íslenska mark- aðinn. Sannleikurinn er nefnilega sá að tilraunir þær sem gerðar hafa verið til að selja Bandaríkjamönnum kjöt, hafa strandað á því að verðið er ekki samkeppnishæft. Á þessu eru að vísu undantekningar. Þannig er t.d. um þær afurðir sem nú eru seldar inn á völlinn vikulega. Að öðru leyti er það verðið sem allt strandar á og það hefur auðvit- að í för með sér að ef einhver von á að vera til þess að Bandaríkjamenn fáist til að kaupa af okkur kjöt, verður það að gerast í formi ein- hvers konar einokunar. Ef sú und- antekning frá innflutningsbanninu, sem herinn nýtur nú, yrði afnum- inn, myndi að sjálfsögðu skapast slík einokunar aðstaða. Vissulega væri unnt að hugsa sér aðra leið að þessu marki. Þannig virðist í sjálfu sér alls ekki fráleitt að hugsa sér að samið yrði við Bandaríkjamenn um að þeir keyptu íslenskt kjöt á sama hátt og þeir eru nú samkvæmt gildandi samningum skyldugir til að skipta einungis við íslenska aðalverktaka, þegar um framkvæmdir á vallarsvæðinu er að ræða. Má setja ófrimerkt í póst. Það er með allra opinberustu leyndarmálum á íslandi að verk sem unnin eru af íslenskum aðal- verktökum, eru á bilinu tvöfalt til þrefalt kostnaðarsamari fyrir Bandaríkjamenn, en sambærileg verk sem þeir láta vinna fyrir sig annars staðar, svo sem í Bandaríkj- unum sjálfum. Um þetta atriði má t.d. vísa til frétta Álþýðublaðsins nýlega um íbúðabyggingar á vallarsvæðinu. Kostnaðaráætlun sem Bandaríkja- þing hefur samþykkt vegna þessara framkvæmda er meira en tvöföld miðað við þær upphæðir sem nú kostar að byggja samsvarandi íbúð- ir annars staðar á íslandi og er þá eftir að taka tillit til þess að Islensk- ir aðalverktakar þurfa ekki að greiða aðflutningsgjöld af bygging- arefnum eða tækjakosti. Bandaríkjamenn hafa nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust sætt sig við þetta ástand og af þeirra hálfu mun almennt litið á þetta fyr- irkomulag sem eins konar leigu- gjald fyrir aðstöðuna á Islandi. Ef samið yrði um kjötsölu til hersins á sambærilegu verði við það sem ger- ist á innanlandsmarkaði, bæri sjálfsagt að líta á það sem eins kon- ar leiguhækkun. Hér er hins vegar á það að líta að Bandaríkjamenn hafa á siðari árum tekið að tregðast við að láta íslend- inga okra á sér í viðskiptum. Má í því sambandi einkum nefna flutn- ingamálin. Meðan íslensku skipafé- lögin sátu ein að flutningum til Iandsins fyrir herliðið, voru farm- gjöldin býsna há og Bandarísk stjórnvöld urðu þeirri stundu fegn- ust þegar þeim tókst loks eftir langt þref að ná fram útboði, þar sem raunverulega var keppt um þessa flutninga. Það hefur lengi þótt afar ófínt að tala um að taka gjald af Banda- ríkjamönnum fyrir að fá að hafa hér aðstöðu fyrir herlið. Meðal stjórnmálamanna í öllum flokkum er stór meirihluti andvígur öllum slíkum sjónarmiðum, þótt skoð- anakannanir sýni hins vegar að hugmyndin eigi talsverðu fylgi að fagna meðal almennings. Þótt stjórnmálamennirnir komist vitan- lega ekki hjá því fremur en aðrir að gera sér grein fyrir tilvist gjaldtök- unnar í óbeinu formi, hefur fram að þessu ekki verið neinn meirihluti fyrir því að fara að útvíkka gjald- tökuna með því að pína herinn til að kaupa allar sínar kjötvörur af ís- lenskum framleiðendum. Jafnvel ekki þótt ætla megi að íslenskt nautakjöt gæti haldið nokkurn veg- inn sömu gæðum og það sem nú er flutt inn frá Bandaríkjunum. Það dregur líka talsvert úr áhrif- um röksemdanna um smithættu, að vitað er að nautakjöti er smyglað til landsins í talsvert stórum stíl. Jafnvel er kannski ekkert fráleitt að hugsa sér að stærri markaður ynn- ist með því að stöðva þann innflutn- ing, en þótt bandaríska herliðið hér keypti allt sitt kjöt af innlendum framleiðendum. Sendist til: Bændablaðið/áskriftir Hverfisgötu 106A 101 Reykjavík Má setja ólrimerkt i póst.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.