Bændablaðið - 19.06.1987, Qupperneq 20

Bændablaðið - 19.06.1987, Qupperneq 20
I 20 BÆNDA Lhh BLAÐIÐ EKKI MIKLAR LIKUR A BYGGÐIN STANDI... - segir Þórarinn Snorrason oddviti og bóndi í Vogsósum, Selvogshreppi Selvogur er vestasta byggð Árnessýslu og sú sveit sýsl- unnar sem verst hefur staðið af sér breytta búskapar- hætti og fólksflótta til þéttbýlis. Þaðan er þó stutt að fara bæði til Þorlákshafnar og Hafnarfjarðar, ágæt sauðfjárlönd og bæði reki og lítilsháttar silungsveiði til hlunninda. Sjósókn var lengstum annar aðalatvinnu- vegur heimamanna og Selvogurinn verstöð aðkomu- manna allsstaðar af Suðurlandi. 1950 var síðast róið heila vetrarvertíð og síðan þá hefur byggðin strjálast mjög. í sveitinni voru nærri 20 býli og nærri 200 manns þegar mest var. Nú er búið á fjórum bæjum og íbúar 13 talsins. Nýleg framleiðsluréttarúthlutun kom hart niður á þessari sveit og mikil óvissa er um framhald byggðar. Þórarínn Snorrason og Jóhanna Eiríksdóttir — myndina tók blaðamaður Bœndablaðsins meðan sauðburður stóð sem hœst og er bóndinn að marka lamb uppi á palli framan við fjárhúsið. Nú á vordögum heimsótti blaða- maður Bændablaðsins þau Þórar- inn Snorrason oddvita og konu hans Jóhönnu Eiríksdóttur, til þess að forvitnast um búskaparhætti og mannlíf í þessum fáfarna krika við bæjardyr þéttbýlisins. Þau hjón búa í Vogsósum, þaðan sem Þórar- inn er upprunninn en Jóhanna er frá Þýskalandi, úr umhverfi harla ólíku því sem náttúran og fámennið hafa skapað í Selvoginum. Verst farið með skuldlausu búin „Nú eru ekki nema 5 aðilar sem eru með fé hérna í Selvoginum og þar af fjórir búsettir í sveitinni. Sá fimmti er búsettur í Þorlákshöfn — mikill áhugamaður um fé því hann keyrir 20 til 30 km á dag til að gegna. Sá sem var með stærst bú hérna dó á síðasta ari og ætli það séu ekki síðan um 1200 fjár á fóðr- um“ sagði Þórarinn Snorrason í Vogsósum 11. Sonur hans, Snorri Óskar, býr í Vogsósum I en aðrir bændur í sveitinni eru Guðmundur Sigurbergsson og Sigríður Erlends- dóttir í Götu og Helgi Guðnason í Þorkelsgerði II. „Menn hérna hafa farið rosalega útúr framleiðslustjórnuninniý segir Þórarinn aðspurður um þau mál. „Tveir bændanna hérna voru með búmark einhversstaðar í kringum 300 ærgildi og þeir töldu það eðli- lega vera sinn framleiðslurétt. En svo þegar miðað er við innleggið ’84 og ’85 við úthlutun þá dettur þeirra réttur niður í 150 hjá hvorum þeirra — eða um 50%. Þetta er mjög al- varlegt mál fyrir þessa bændur og fyrir byggðina hérna því fram- leiðslurétturinn á þessum jörðum er alltof lítill til þess að hægt sé að lifa á þeim. En það eru mjög margir sem hafa farið svona útúr þessu kerfi. Þeir sem drógu saman eftir að búmarkið kom eru verst leiknir en hinir hagn- ast sem fóru framyfir. En þeir sem drógu saman eru einmitt þeir sem eru á skuldlausum búum og það er þá sem á að þurrka alveg út. Mér finnst að það eigi að leyfa mönnum að búa sem skulda lítið en hinir sem bagsa með skuldabyrði þurfa að spenna upp botnlausa framleiðslu til að halda búum sínum gangandi" En þessir bændur sem fengu ekki nema 150 ærgilda framleiðslurétt hafa þeir ekki átt neinn möguleika á leiðréttingu — hér má jú benda á að sveitin þolir ekki mikinn sam- drátt? „Menn hafa kvartað í Búnaðar- félagi íslands og þar er þeim bent á að sækja bara um leiðréttingu hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Þeir hafa sótt um þar en þar er ekk- ert til skiptanna. Búnaðarsam- bandið á að fá 3% af framleiðslu- rétti á svæðinu til skipta. Það þýðir þá 1200 til 1400 ærgildi fyrir allt þetta stóra svæði. Það er ekkert til að tala um“ Nálægðin við þéttbýlið „Þetta hefur verið erfitt tímabil allt frá því mæðiveikin byrjaði hér 1939. Menn voru að berjast í henni alveg fram að niðurskurðinum 1950 og voru þá fjárlausir í eitt ár. Á þessum tíma smáfærðust menn frá búskapnum og á sama tíma lagðist útgerð hérna af og færðist til Þor- lákshafnar. Því er stundum haldið fram að Selvogurinn sé afskekktur en ég vil ekki viðurkenna það. Héðan er ekki nema 20 minútna akstur til Þor- lákshafnar og stutt til Hafnarfjarð- ar í hina áttina. í því liggur kannski hættan — rétt eins og með Ölfusið. Það hefur þrjá þéttbýliskjarna enda er sveitin eiginlega komin í eyði miðað við það sem áður var. Fólkið í sveitinni fer að vinna tíma og tíma í þéttbýliskjörnunum og smáfjarlægist búskapinn... Þannig var þetta hérna að þegar það kom betri hafnaraðstaða í Þorlákshöfn þá fór fólk að ílendast þar. Margir fluttu líka til Hafnarfjarðar" En er Selvogurinn gott búskapar- land? „Það er ekki svo afleitt. Það er kannski svolítið harðbýlt og ekki allsstaðar gott til ræktunar — sér- staklega ekki niðri í þorpinu. En hér var sagt gott að vera með fé, enda snjólétt meðan hugsað var um vetrarbeit, sem nú er úr sögunni. Sem fjárland er svæðið samt ennþá nokkuð gott. Við erum með sam- eiginlegt heimaland og þar er féð fram yfir rúning en eftir það hleyp- um við því á fjall. Það er Heiðin há og svæðið í kringum hana, norður til Kóngsfeila og Vífilsfells... Á fyrri tíð hefur sjósóknin bætt upp vond búskaparskilyrði á mörg- um kotbýlum í Selvoginum. En þar voru líka stórbýli og jörðin Nes þeirra stærst. Þar var fjárflesti bóndi landsins um 1930. Hann hét Guðmundur Jónsson og bjó í Nesi frá 1928 til ’46. Sagt er að hann hafi verið með fjóra til fimm fullorðna karlmenn í vinnu á búinu auk ann- arra hjúa. En síðan hefur margt breyst í Selvoginum. Uppbygging í sveitinni hefur lítil verið síðustu áratugi og bændur ekki talið grund- völl fyrir tilraunum með nýjar bú- greinar. Einhver breyting kann þó að verða hér á því. Hafsteinn Hjart- arson atvinnurekandi í Kópavogi hefur nú í hyggju að reisa 300 fer- metra hús fyrir loðdýrabú, eða kan- ínubú, á eignarlandi sem hann á úr jörðinni Nes. Sjá nánar í meðfylgj- andi viðtali við Hafstein. Margt ólíkt í stjórnun sveitar og þéttbýlis Með nýjum sveitarstjórnarlögum frá 1985 er gert ráð fyrir að sveitar- félög með innan við 50 íbúa verði sameinuð öðrum stærri. Sam- kvæmt því á Selvogur væntanlega að renna saman við Ölfushrepp og miðstöð hreppsins yrði þá í Þor- lákshöfn. „Það er ráðuneytis að hafa frum- kvæði í því máli og hér er ekki mikil ásókn í þær breytingar" sagði Þór- arinn aðspurður um þau mál. „Þessi litlu sveitarfélög lifa á því að geta stjórnað sér sjálf og eru best stæðu sveitarfélögin. Þar vinna menn að þeim félagslegu málum sem þarf í sjálfboðavinnu, svo sem afréttarmálum, en það getur orðið erfiðara að koma því í kring ef því er öllu stjórnað annarsstaðar frá. Þorlákshöfn ætti með réttu að vera sérstakt sveitarfélag eins og Hvera- gerði því það er svo margt ólíkt í stjórnun sveitabyggðar og þéttbýlis. Með sameiningu Selvogshrepps og Ölfushrepps væru menn í Þorláks- höfn farnir að stjórna málum sem eru fjarskyld stjórnun þéttbýlis- byggðar. Aðspurður um starfsemi í litlu sveitarfélagi eins og Selvogi sagði Þórarinn að hún væri aðallega fólg- in í skilum við ýmsar opinberar framkvæmdir í sýslunni, svo sem í heilbrigðis- og skólamálum en innri mál hreppsins eru fyrst og fremst fjallskil, girðingamáí og fleira sem tengdist búskapnum. Skólahald var í hreppnum fram til 1960, lengst af með farskólasniði, en síðan hefur sveitarfélagið samið við aðra hreppa um barnafræðslu. Nú er eitt barn í Selvogi í skóla, Kristín Anna, yngsta dóttir þeirra Þórarins og Jó- hönnu og sækir hún skóla í Hvera- gerði en dvelur virka daga hjá vina- fólki á Breiðabólsstað í Ölfusi það- an sem skólabíll gengur daglega. En hvaða líkur telur oddvitinn fyrir að byggð í Selvogi standi um næstu áratugi? „Það eru ekki miklar líkur fyrir þvíþ sagði Þórarinn. „Ekki eins og ástandið er núna í landbúnaðar- málum. Það er ekkert hægt fyrir

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.