Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 17
BÆNDA BLAÐIÐ Áður komu kaupfélögin þarna inn í en þau geta það ekki lengur. Það er rekstrarfjárvandi sem er að fara alveg með þau núna“ Þeir sem áttu afgang losnuðu við hagnaðinn „Reksturinn á kaupfélögunum var sá mesti sósíalismi sem um get- ur. Meðan verðbólgan eyddi fjár- magninu upp áttu þeir sem ein- hvern afgang höfðu af sínum bú- rekstri féð inni hjá kaupfélaginu og það var hreint ekki lítið sem þannig kom saman. Þessu fé miðlaði kaup- félagið til þeirra sem voru að fjár- festa til þess beinlínis að auka um- setninguna í sláturhúsum og mjólk- urbúum. Og lánin rýrnuðu og þeir sem skulduðu, skulduðu alltaf minna og minna. Hinir sem höfðu lagt peningana inn héldu áfram að eiga afgang af sínum rekstri og hagnast en kaupfélögin sáu um að losa þá jafnóðum við hagnaðinn. Ef einhver kom sem vildi kaupa 5 kýr þá var sjálfsagt að kaupfélagið borgaði þær því með því jók það veltuna hjá mjólkurbúinu. Svo breyttist þetta með hávaxta- stefnunni og verðtryggingu og þá hættu menn að eiga fé inni hjá kaupfélögunum og þess voru mörg dæmi að menn tóku allt sitt út og lögðu inn á verðtryggða reikninga. Kaupfélögin voru of sein að taka við sér að auglýsa innlánsdeildina. Það er þó til að einn og einn mað- ur haldi áfram að eiga allt sitt inni hjá kaupfélaginu en það er miklu minna um það og vegna þess eiga þau í ákaflega erfiðri stöðu með rekstrarféj1 segir Guðmundur með- an hann ber hey inn á garðana en blaðamaður fylgir fast á eftir með „...þeir sem hafa hœsta framlegð eftir hverja kú og því mest uppúr búskapnum, eru alls ekki þeir sem eru með nythœstu kýrnar, heldur þeir sem eru svona í meðallagi. En skýrslurnar œsa upp vitleysuna og svo fá menn gullkálf á borðið hjá sér,“ — Guðmundur Albertsson á Heggstöðum. blokk í annarri hendi en penna í hinni. Eftir gegningar göngum við heim í bæ en í millitíðinni hefur póstbíllinn komið með blöð og eitt dreifibréf frá Kaupfélaginu í Borg- arnesi. í því eru bændur minntir á að með því að afurðir eru nú stað- greiddar verður Kaupfélagið að fara fram á það sama af viðskipta- vinum sínum. Rekstrarlán mun kaupfélagið einungis veita til við- bótar rekstrarláni banka og að sið- ustu hvetur kaupfélagið viðskipta- vini sína til að leggja sparifé sitt inn á viðskiptareikninga þar sem nú hefur verið gerð breyting á vöxtum. Framvegis reiknast 12—18% vextir af innlánum en 21% af útlánum. „Þarna höfum við það svart á hvitu sem ég hef verið að segja þérj' segir bóndinn og næst snúum við okkur að fóðurgjöf, — skyldi fóðurbætis- notkun vera mikil á bænum. ...fínt að fá hrút allaleið úr Þistilfirði „Það er nú svo skrýtið með þessa kjarnfóðurgjöf alla að fyrst eftir 1980 voru graskögglarnir dýrari en fóðurbætirinn og þá voru menn ákafir í að gefajiá og af öllum talið betra fóður. Á síðasta ári urðu kögglarnir miklu ódýrari og þá vill helst enginn gefa þá en allir með fóðurbæti. Það eru náttúrlega margir með þessi fóðursíló sem eru til mikilla þæginda. Kögglaverk- smiðjurnar þyrftu að koma upp búnaði til að flytja þau í lausa köggla. Sjálfur hef ég ekki gefið kúnum neina fóðurblöndu í tvö ár, bara grasköggla og smávegis fiskimjöl og þær hafa allavega mjólkað upp í kvótaj* segir bóndinn og hlær. Heldur svo áfram í sarna tón að fræða blaðamann á því að á bæn- urn sé kominn sérstakur kúastofn sem ekki þarf nein Iyf og kýrnar mjólki allt árið. Eru ekki nema í meðallagi nytháar og ekki mjög dýrar á fóðrum heldur. Annars er þetta með kúastofninn aðallega til að stríða nágrönnunum en þeim er sumum illa við að ég nota ekki sæðingar, því að allir eiga nú helst að gera eins, og trúa því sem kennt er. En það sést þegar skoðaðar eru samanburðartöflur búreikninga að þeir sem mest hafa uppúr búskapn- um, — hæsta framlegð eftir hverja kú, eru alls ekki þeir sem eru með nythæstu kýrnar, heldur þessir sem eru svona í meðallagi. Þetta hefur verið þannig í skýrslunum núna mörg ár í röð en menn hafa bara alls ekki viljað sjá þetta. Þessu verður ekki mótmælt en töflurnar eru merktar sem trúnaðarmál og því hvergi birtar. Það eru líka þessir með nythæstu kýrnar og stærstu búin sem skapa mesta vandann með umframframleiðslu mjólkur. Með því að við tækjum okkur hina til fyrirmyndar sem eru með frekar lít- il bú og nytina í meðallagi en há- marksframlegð af hverri skepnu getum við losnað við umfram- mjólkina án þess að menn skerði tekjur okkar svo nokkru nemi. En svonalagað er erfitt að fá menn til að framkvæma. Eitt sem æsir upp vitleysuna eru skýrslurnar. Það er ekki lítið mál að geta sýnt fram á mikla mjólk á skýrslum og hafa svo gullkálf sem viðurkenningu á borðinu hjá sér..!‘ Hvað með féð, — fær það ein- hvern fóðurbæti...? „Já ég gef því lítilsháttar karfa- mjöl allan veturinn og bæti svo við graskögglum þegar líður að vori. Hér áður var alltaf beitt. Síðan menn fóru að hafa nóg hey er ekki staðið í því lengur. Ég fór með féð til beitar í blíðunni núna í janúar, það gerði ekki annað en ráfa um og lagðist svo allt uppi á mosaholti og beið eftir að verða sótt og látið innj' segir Guðmundur en jörðin Heggs- staðir er fjallajörð sem þótti áður ekki slæm beitarjörð. En hvað er langt síðan vetrarbeit var stunduð frá bænum? „Það eru svona 10—12 ár síðan látið var út hvern dag sem veður leyfði. Þær eru að deyja út síðustu ærnar sem beitt var eitthvað að ráði. Veturinn 1979—80 þá Iifði féð á beit og fóðurbæti. Ef féð er hungrað þá bítur það hvað sem er, svoleiðis beit fer illa með lyngland, og skóg sérstaklega ef vorið og sumarið er kalt. Beitarbúskapur er alls ekki einfaldur síst á fjallajörð- um þar sem hættur eru í landi og allra veðra von. Ef menn fylgjast ekki vel með fénu verður þetta af- fallabúskapur. Beitar búskapur er ekki fyrir lata menn, en í honum er visst frelsi sem ég sé eftir.“ Þú ert hættur að láta sæða kýrn- ar, en féð, lætur þú sæða það. „Ég hef látið sæða það núna í nokkur ár, en féð á allt ættir að rekja til sæðinga. Ég held að það sé rangt að vera alltaf að skipta uni hrúta, enda margir sæðingahrútar vafasamir til kynbóta. Það ætti að láta þá bændur sem eiga bestrækt- aða féð velja úr sínu fé hrúta á sæð- ingarstöðvarnar, frekar en sérfræð- ingana sem trúa meir á tölvurnar en gamla og góða fjármennsku. Hún er í því fólgin að sjá bara hvaða kindur eru eðlisgóðar og hverjar ekki. Með sæðingunum sækja allir í það að fá bara hrúta sem allra lengst að, — þykir voðalega fínt hérna að sæða með hrút norðan úr Þistilfirði. En ef að það er hrútur af næsta bæ þá veit bóndinn hvernig fé er nú þar...“ Fáir sem hafa náð fótfestu hin seinni ár Hvað með framtíðina í búskapn- um. Nú ert þú í jarðanefnd og hefur fylgst með því hvernig þeim hefur gengið sem hafa byrjað undanfarin ár... „Þeir sem hafa keypt jarðir und- anfarin ár hafa flestir gefist upp og þetta eru mest aðkomumenn. Það eru fáir nýir sem hafa náð fótfestu hérna hin seinni ár og það er náttúr- lega ekki nógu gott. Bæði er þetta mjög erfitt og svo fara menn út í þetta sem litið eiga. Ef menn eiga fyrir því að kaupa jarðirnar og búið þá eiga þeir að geta rekið þetta eins og hver okkar sem fyrir eru. En það er líka til að menn fari í búskap af því að þeir halda að þeir þurfi þá lít- ið að vinna en það er misskilning- urí‘ Heldurðu að þetta myndi breyt- ast eitthvað ef sett væru lög um starfsréttindi bænda? „Ég veit það ekki. Það væri þá helst að þessu mætti beita til að stoppa menn sem ætluðu í búskap, en fyrirsjáanlegt væri að yrðu bæði sjálfum sér og öðrum til vandræða, eins og fyrir hefur komið, en slikt er alltaf mikill vandi að ákveðaj* sagði Guðmundur Albertsson bóndi og oddviti á Heggsstöðum í Kolbeins- staðahreppi. 'b-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.