Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 8
BÆNDA BLAÐIÐ STEFNIR í UPPTÖKU NETA Nú er ljóst að nýtt met var slegið í fjölda laxa sem heimtust í hafbeit- arstöðvar síðastliðið sumar. Um 25.000 laxar fengust og flestir komu í stöðvar á suðvestúrhorni landsins. Þetta leiddi til vaxandi framboðs á laxi og verðlækkunar á honum í kjölfarið. Áhrif þess á afkomu netabænda var sú að þeir græddu ekki á góðri veiði sinni, en hún nam - í kjölfar mikils framboðs á laxi ca. 19.000 löxum. Og horfurnar eru ekki bjartar framundan hjá þeim. Framboð á laxi mun aukast til muna á næstu árum, bæði á haf- beitarlaxi og laxi sem alinn hefur verið í fulla matfiskstærð. Reyndar er innlendi laxamarkaðurinn mett- ur yfir sumartímann og er því stefnt í aukinn útflutning. Hann nam rúmum 43 lestum síðastliðið ár. Netabændur aldrei samkeppnisfærir Þessi þróun leiðir til þess að neta- bændur eru og verða aldrei sam- keppnisfærir við eldis- og þá sér- staklega hafbeitarstöðvar hvað varðar gæði og þjónustu. Ég nefni hafbeitarstöðvar sérstaklega, vegna þess að það er greinarmunur á eldis- BÆNDUR OG SVEITARFÉLÖG Tökum að okkur viðhald fasteigna, nýsmíði og breytingar. Byggjum sumarbústaði og sjáum um frágang þeirra. Höfum til sölu sumarbú- staðalönd víða um landið Höfum í okkar þjónustu trésmiði, rafvirkja og pípulagningarmenn. Alhliða verktakastarf- semi. Veitum hagstæða greiðsluskilmála. VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ STOÐ. SKEMMUVEGI 34, KÓPAVOGI. SÍMAR 41070 OG 40258. Greinarhöfundur er Þröstur Elliðason, en hann er menntaður i fiskeldi. Grein þessi birtist íSportveiðiblaðinu nú í vor og er endurprentuð hér með leyfi ritstjóra þess blaðs. Efni hennar á erindi við íslenska bœndur. STARLÍF VERGHÆNGA rfjjfr össur Skarþhéöinsson og hafbeitarlaxi. Skiptar skoðanir eru á því hvor laxinn sé betri, þó ekkert verði fullyrt um það hér. Hafbeitarlax þykir hafa stinnara og rauðlitaðra hold, er nákvæmlega eins og villti laxinn sem gengur í árnar og því er réttara að bera þessa tvo hópa saman. En það er aðferðin við að fanga laxinn og meðhöndlun eftir á sem sker úr um hvort við- komandi lax er góð vara eða ekki. Skulu hér færð rök fyrir þessu. Netaveiddur lax er oftast með netaförum og hreisturslos getur orðið talsvert. Hafbeitarlax er í flestum tilfellum fangaður i gildr- um sem hann gengur sjálfviljugur í. Þaðan er hann svo fluttur með háf- um sem valda ekki hreisturslosi við rétta meðhöndlun á sláturstað og þaðan á markað, ýmist ferskur eða frystur. Það er auðvitað kappsmál að fiskurinn haldist ferskur sem lengst, hvort sem hann er nýslátrað- ur eða kominn úr frystingu. Til að svo megi verða verður að seinka þeirri þróun sem á sér stað í dauð- um fiski. Þar skiptir hitafar (kæl- ing) miklu, ásamt efni sem heitir glykogen sem finnst í holdi fisksins. Þetta efni er einskonar „varasjóð- ur“ fyrir þá orku þegar fiskurinn er stressaður, t.d. að berjast um til að losa sig úr einhverju, einsog til dæmis neti. Við þann hamagang hlýtur að ganga á birgðir glykogens í holdinu og það leiðir til þess að þegar fiskurinn er dauður varir dauðastirðnun mun skemmri tíma en ella. Betri þjónusta hafbeitarstöðva Heyrst hefur að netalax hafi ekki verið blóðgaður sem skyldi í gegn- um tíðina, en e.t.v. er þar orðin breyting á. Hafbeitarstöðvar leggja, aukna áherslu á að blóðga Iax rétt. Fyrst er hann deyfður með kolsýru- gasi til að minnka stress og auð- velda meðhöndlun. Þá er að blóðga laxinn með því að skera á tálkna- blöðin og láta hann svo pumpa úr sér blóðinu í vatni í sérstöku blæði- keri þar til hann tæmist af blóði. Nokkrar hafbeitarstöðvar eru staðsettar í nágrenni stærsta mark- aðssvæðisins, Reykjavík, og geta því veitt góða og skjóta þjónustu á nýveiddum laxi mestallt sumarið (eða frystum á öðrum tímum). Þess eru dæmi að hafbeitarlax hafi ekki verið sú gæðavara sem hann ætti að vera, en því var um að kenna að fiskeldi er ung atvinnugrein og stöðvar höfðu ekki náð réttum tök- um á meðhöndlun laxins á öllum stigum. En með fenginni reynslu og aukinni samkeppni hafa stöðvarnar komið því í viðunandi ástand. „Netalax er annars flokks hrá- efniý sagði formælandi eins stærsta fyrirtækis sem hefur með reykingu og gröfun á Iaxi að gera hérlendis á fundi í mars s.l. sem bar yfirskrift- ina „Framtíð í fiskeldi“. Svo mörg voru þau orð og spurning hvað skeður næst. Stefnir ef til vill í upp- töku neta í kjölfar mikils framboðs á laxi. Og hvað gera bændur þá?’ Fleiri og dýrari veiðileyfi Sportveiðimönnum er ljós sá tekjumissir sem verður af upptöku netalagna og ættu þeir varla að vera á móti því að greiða skaðabætur í formi hærra verðs á veiðileyfum eða fjölgun stanga í ám fyrir ofan netasvæðin, enda mundi það þýða umtalsverða aukningu af laxi þar. Gæti það farið eftir aðstæðum við hverja á fyrir sig hvor kosturinn yrði valinn, óbreyttur stangafjöldi og hærra verð eða fjöigun stanga þar sem aðstæður leyfa. Eða með- alvegur af hvorutveggja. Einnig ættu sumir netabændur að geta selt einhver veiðileyfi fyrir landi sínu, því alltaf er von að stangveiðimenn hitti á lax á göngu. Jafnvel mætti taka til athugunar að búa þar til staði sem lax myndi staldra við í skemmri eða lengri tíma, t.d. við brot, grjót í botni og fl. Þessar hug- myndir gilda fyrst og fremst fyrir Hvítárnar báðar og Ölfusá. En hvað með Þjórsá þar sem umtals- verð netaveiði er stunduð, sumir segja að nokkur þúsund laxar veið- ist þar árlega í net. Þar hefur verið óveiðandi með stöng vegna þess hve mórauð hún er vegna aurburðar. En þar er ef til vill að verða breyting á. Vitað er að lónin í jökulánum verka sem setgildrur fyrir aur og því betur sem viðstaða vatns í lónunum er lengri. Rannsóknir hafa komist að þeirri niðurstöðu að með þeim lónum sem nú þegar eru í Túngnaá og Þjórsá að viðbættu Sultartangalóninu ætti aurburður í Þjórsá á láglendi að verða minni en í Ölfusá. Áhrif þess á lífríkið í ánni er líka jákvætt og mundi styrkja laxastofninn sem fyrir er. Þetta skapar geysilega mikla möguleika í stangveiði sem bændur þar gætu nýtt sér. Ef sú þróun verður sem hér hefur verið lýst yrðu það mikil gleðitíð- indi fyrir stangveiðimenn þegar sí- vaxandi þörf er fyrir rýmra borð í sportbeiðinni. Að lokum er ekki að efa um hið mikla þjóðfélagslega gildi stangveiði, sem ekki verði met- ið til fjár.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.