Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 25
BÆNDA BLAÐIÐ P framleiðslustjórnun. Hvernig er hægt að draga saman þannig að það yrði þolanlegra fyrir bændur? „Það er alls ekki hægt að setja upp neina einfalda reglu. Það eru einstaklingarnir sem skipta mestu máli. Það er þessvegna alveg óhjá- kvæmilegt að skoða hvert einstakt bú og gera búrekstrarkönnun fyrir allt landið. Ef menn skera svona niður eins og gert er núna, án þess að gera sér grein fyrir aðstæðunum á hverjum bæ er hætt við að til verði einstakl- ingar sem hafa alveg hroðalega fé- lagslega aðstöðu. Ef allt fer í eyði í kringum þá, dugar ekki að það sé fjárhagslegur grundvöllur undir þeirra eigið bú... Það skiptir líka miklu máli að sauðfjárræktin er eina búgreinin sem er að töluverðu leyti félagsleg. Afréttarnotkun er víðast hvar heil- mikið fyrirtæki og þegar búskapur dregst saman verður smölun erfið- ari. Þó fénu fækki dreifir það sér áfram yfir allt það svæði sem er fjárlaust“ En ef það á að kanna aðstæður hjá hverjum einasta bónda er þá kannski mögulegt að fela sveitarfé- lögunum þetta vald... „Staðkunnugir menn verða að koma að þessu að einhverju leyti. Það er óhugsandi annað. Meðal annars vegna þess að við verðum að taka tillit til þess hvað búfjárfækk- unin hefur að segja fyrir sveitarfé- lagið. Núna er lítið tillit tekið til þess að sveitarfélag er ein fjárhags- leg eining en úthlutunin miðast við sýslur. Það skiptir miklu meira máli fyrir menn í Tungunum hvort sauð- fjárbúskapur leggst niður þar held- ur en ef það er í næstu sveit. Það er greitt aðstöðugjald af öllum búum og fjallskil eru víðast miðuð við sveitarfélög. Fullvirðisréttur sem fellur niður í einu sveitarfélagi þyrfti að geta nýtst þar áfram" En sveitarfélögin eru mjög litlar einingar...! „Jú, en ef það fellur til dæmis niður sauðfjárbúskapur á einum bæ í Þingvallasveit, sem er mjög lít- il, skiptir það verulegu máli fyrir aðra sem þar búa..!‘ Skógræktarvitleysa! Nú er oft talað um að Suðurland eigi að vera mjólkurframleiðslu- svæði. Er möguleiki að skipuleggja framleiðsluna þannig að á vissum svæðum verði nær eingöngu kúabú og á öðrum bara sauðfjárbú? „Nei, það er ekki hægt. Það er óvíða grundvöllur fyrir að breyta sauðfjárbúum í kúabú. Bæði er það mjög kostnaðarsamt og það eru líka vissar heimilisaðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að reka kúabú. Til þess þarf eiginlega að vera eilífðarvakt á bænum og það gengur ekki þar sem er mjög fámennt. Það verður að taka tillit til heimilisaðstæðna. Þetta er jú fólk... Við erum líka með sauðfjárrækt- arsvæði á Suðurlandi, þar sem er engin mjólkurframleiðsla, eins og uppi í Þingvallasveit og niðri í Sel- vogi.“ En talið berst að fleiru en rollum. Af hlaðinu í Arnarholti blasa Hlíð- arnar og austasti hluti Laugardals við. Svæði sem margir telja upplagt fyrir skógrækt... ...Þú segir skógræktarvitleysa. Af hverju? „Einhver náungi segir að í upp- sveitum Árnessýslu séu þúsundir hektara lands sem sé upplagt fyrir skógrækt. Eftir það fáum við gjarnan framan í okkur að við eig- um bara að rækta skóg og lifa af því. Eins og þetta er sett upp þá eiga bændur að geta haft atvinnu af því á vorin að planta trjám og vera síð- an á kaupi hjá ríkinu næstu árin við að horfa á trén vaxa. Allt á kostnað ríkisins. Hvað nú ef skógræktar- bændur þættust illa launaðir við að horfa á trén vaxa og færu í verkfall. Ég er hræddur um að það myndi dragast á langinn að semja við þá. Þeim væri sagt að fjárhagsvandi ríkissjóðs væri alveg ægilegur ein- mitt núna og fjármálaráðherraa væri ákveðinn í að gæta aðhalds. Ég held að þá sjái allir sæng skóg- ræktarbænda uppreidda. Ég vil að það sé byrjað á að skipuleggja allt svæðið, annarsveg- ar til skógræktar og hinsvegar skjólbelti til að breyta veðurfarinu. Síðan yrði greiddur jarðabótastyrk- ur út á allt sem væri plantað alveg eins og gert hefur verið vegna allra jarðabóta til þessa. Það má líkja þessu við það þegar 75% af kostn- aði við skurðgröft var greiddur af ríkinu. Túnræktarátakið sem var að mestu unnið á árunum 1950 til ’70 var að lang mestu leyti greitt af rík- inu en í umræðunni um skógrækt er það aldrei notað sem viðmiðun. Ég efast um að það þyrfti nokkursstað- ar að taka heilar jarðir undir skóg- rækt heldur væri nóg að taka skika úr hverri. Og með góðu skipulagi er hægt að styrkja um Ieið þann bú- skap sem fyrir er. Með átaki sem væri svipað og túnræktarátakið og álíka dýrt mætti gerbreyta veðurfari á stórum svæðum. Þetta er aðeins spurning um það hvort samfélagið vill taka slíkt á sig. Þetta gæti orðið aukabú- grein hjá bændum og öll aukin starfssemi er af hinu góða ef hún stefnir ekki að því að að útrýma fyrst því sem fyrir er. Ef skepnuhald er lagt niður á jörð í dreifbýli er yf- irleitt ekki Iangt í það að hún fari í eyði. Það er möguleiki að með skjól- beltum megi svo á vissum svæðum fara út í kornrækt sem er útilokuð meðan landið er allt bertí* En yrði slík kornframleiðsla nokkurntíma samkeppnisfær við innflutt korn? „í raunninni er ekki grundvöllur fyrir neinni fóðurframleiðslu hér á landi. Nú er dembt yfir okkur svo miklu af innfluttu ódýru fóðri að graskögglaverksmiðjurnar eru allar að fara á hausinn og kjötframleiðsl- an byggir á innfluttum aðföngum. En ef það væru settar á þennan hátt inn í landið niðurgreiddar iðn- aðarvörur þá héti það „dumping" á fínu máli og væri stranglega bann- að. Það hefur verið reynt að jafna aðstöðu innlendrar og erlendrar fóðurframleiðslu á markaðinum með fóðurbætisskatti en það rjúka allir upp til handa og fóta þegar hann er lagður á. Það á að jafna að- stöðuna með því að jafna erlendum niðurgreiðslum þannig út að þær lækki verðið" \ Dilkakjötið lúxusvara „Framtíð íslensks landbúnaðar byggist því mikið á pólitískum vilja. Ef markaðsaðstæður í heiminum breytast geta hlutirnir breyst og við megum aldrei útiloka þann mögu- leika að við getum selt dilkakjöt út. Þó að það sé tiltölulega dýrt miðað við annað kjöt á markaðinum þá kaupir fólk svo mikið af dýrum matvörum ef það telur þær góðar. Dilkakjötið verður aldrei flutt út nema sem lúxusvara!1 Með aukinni kyrrsetu minnkar líka þörfin á þungmeltri villibráð eins og fjallalambið er. Eruð þið ekkert smeykir við þá þróun? „Það er eðlilegt að með breyttum lífsháttum komi aukið léttmeti inn á markaðinn. Fólk þarf líka minna til að halda á sér hita þegar það er ekki útivið nema rétt meðan það skýst milli bílsins og hússins. Það er líka vilji til þess meðal bænda að taka tillit til markaðarins. Ég hef viljað koma því á að dilkakjötið sé merkt þannig að menn viti frá hvaða bæ það er. Þeir sem vilja þannig hrein fjallalömb geta valið sér kjöt af bæjum þar sem þeir vita að eldi lambanna er með því móti. Aðrir geta valið lömb af bæjum þar sem þau hafa gott viðurværi og eru alin á fóðurkáli á haustin. Við þurf- um líka að breyta kjötframleiðsl- unni yfir í plöntur, — með skjól- beltum þannig að í þeim verði hægt að rækta allt það sem markaðurinn vill..!‘ Og þar með sló blaðamaður Bændablaðsins botninn í fróðlegt spjall við einbúann og Tungna- manninn Arnór Karlsson í Arnar- holti. SUMAR '87 FJÖLHNÍFAVAGNAR ÁFRÁBÆRU VERÐI LBF 262 L ^ Tveggja öxla 31 rúmmetra 23 hnífar Hjólbarðar 13x16“ VITESSE I DO Tveggja öxla .. <&' 38 rúmmetraNje^’ 33 hnífar, vökvaútsláttur Hjólbarðar 13x16“_____ STRAUTMANN fjölhnífavagnarnir eru vestur-þýsk hágæða vara á frábæru verði. Tvær stærðir 31 rúmm. og 38 rúmm., með möturum, völsum og þverbandi, sem losar í báðar áttir. Útsláttur á hverjum hníf. Allur vökva- og rafknúinn og stjórnað úr i ökumannshúsi dráttarvélar. ^ geng\ OEM 20.^ G/ObUSF Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 - okkar heimur snýst um geedi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.