Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 6
Skeyti frá
Eyjólfi Konráð
Margir bændur undu illa þeim
tröllauknu miðstýringaráformum,
sem þarna var verið að hrinda í
framkvæmd. Fyrst sauð upp úr hjá
Skagfirðingum. Bændur þar, sem
staðið höfðu utan kaupfélaga vildu
gera endurbætur á sínu sláturhúsi í
samræmi við lög og reglugerðir.
Höfðu þeir leitað eftir ráðgjöf og
Ieiðbeiningum hjá héraðsdýralækni
og yfirdýralækni en ekki fengið. Að
loknum framkvæmdum sóttu þeir
til ráðherra um sláturleyfi, en veit-
ingu þeirra var þá svo háttað að ráð-
herra veitti sllkt leyfi (eða undan-
þágu; langlfest sláturhús landsins
eru rekin með undanþágu) að feng-
inni umsögn annarsvegar Fram-
leiðsluráðs hins vegar yfirdýra-
læknis, sem aftur byggði á umsögn
héraðsdýralæknis. Nú brá svo við,
að umsögn yfirdýralæknis var ófá-
anleg og ógerlegt að ná til hans. Það
var svo ekki fyrr en Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson, þá nýorðinn alþingis-
maður sendi Halldóri E. skeyti og
kvaðst sjálfur mundi skjóta fyrsta
hrútinn í þessu sláturhúsi á hádegi
tiltekins dags væri leyfið þá ekki
komið, að ráðherra sendi heimild til
slátrunar. Hafa menn svo slátrað í
þessu húsi óáreittir síðan.
Víkur nú sögunni til Vestfjarða.
Þar var skv. áætluninni gert ráð fyr-
ir einu sláturhúsi fyrir Vestur-
Barðastrandasýslu og öðru á ísa-
Sláturhúsið á Patreksfirði. Stofnlánadeild keypti á liðnum vetri og er núna að reyna að selja.
Á þessum tíma rak dótturfélag
kaupfélagsins á Patreksfirði lítið
frystihús undir nafninu Hraðfrysti-
hús Patreksfjarðar eða HP. Gamal-
gróið kaupmannavald á staðnum
var í upplausn, frystihús þess kom-
ið í eigu Landsbankans og einungis
rekið með höppum og glöppum.
Árið 1972 ákvað því stjórn HP að
byggja nýtt hraðfrystihús frá grunni
og festa sig þannig í sessi sem helsti
atvinnurekandi staðarins. Partur af
fjármögnunaráformum þessa nýja
húss byggðist á því, að gamla frysti-
húsið yrði umbyggt sem sláturhús
fyrir alla sýsluna. Hins vegar Iáðist
að spyrja um vilja bænda í þessu
efni. Barðstrendingar voru um
þessar mundir með áform á prjón-
unum um að endurbyggja sitt slát-
urhús og stofna jafnframt kaupfé-
lag, sem ræki verslun og afurðasölu
í byggðarlaginu. Voru þeir því tregir
mjög í taumi og leist enda ekki á að
byggja sláturhús upp úr gömlu
frystihúsi á eina þéttbýlisstað sýsl-
unnar, sem aldrei hafði verið slátr-
að á áður. Tók mörg ár áður en þeir
yrðu beygðir til samþykkis og þurfti
raunar samstillt átak æðstu manna
SÍS með Framleiðsluráði til að ná
því fram, og fengu þeir loforð um
útibú frá kaupféiaginu í sárabætur.
Arnfirðingar á móti
í Arnarfirði höfðu bændur slátr-
reynslu af því að framselja þessa
starfsemi í hendur annarra. Þegar
fulltrúar þeirra voru kvaddir á fund
á Patreksfirði til að heyra þann
erkibiskupsboðskap að bændum
sýslunnar bæri að taka að sér af-
lóga frystihús þar, voru þeir stað-
ráðnir í að hafa hann að engu. Hið
nýja frystihús HP reyndist ríflega
við vöxt miðað við fjárhagsgetu fé-
lagsins enda var það nærri átta ár í
smíðum, 1974-1982. Greiðslur úr
sjóðum landbúnaðarins hófust
1977 en voru sem dropi í hafið. Þeg-
ar nýja húsið tók til starfa varð nátt-
úrlega að breyta gamla húsinu í slát-
urhús í einum hvelli og án þess að
horfa í skildinginn. I millitíðinni
hafði verið tekin upp verðtrygging á
lánum. Nýja sláturhúsið var því
vonlaust fyrirtæki frá upphafi og
hefði litlu eða engu breytt um hag
þess þótt það hefði einnig fengið til
slátrunar þau 3000 fjár, sem árlega
var slátrað I Arnarfirði. Það hefur
því aldrei getað skilað bændum
grundvallarverði og oftast verið
verulega fjarri því þótt ekki séu til-
tækar öruggar tölur þar að lútandi.
Þess brýnna var nú talið að stöðva
starfsemi Sláturfélags Arnfirðinga
til að hindra samanburð milli
bænda. Enn var yfirdýralæknisem-
bættinu beitt til að synja um slátur-
leyfi. En eftir að allir þingmenn
Vestfirðinga höfðu gengið í málið’
fengið einnar milljón króna lán hjá
Landsbankanum til 3ja ára — eina
lánið, sem félagið hefur fengið frá
upphafi — og gerðar verulegar end-
urbætur á húsinu fyrir næstu slátr-
un. Hefur félagið fengið heimild til
slátrunar síðan og haldið áfram
umbótum á húsinu á hverju ári. En
meðan það er útilokað frá lántöku
úr sjóðum landbúnaðarins getur
eðlilega ekki verið um neinar stór-
framkvæmdir að ræða.
Sláturhús til sölu
Verður nú farið fljótt yfir sögu
rúmsins vegna og borið þar niður,
sem sláturhúsi á Patreksfirði liggur
við gjaldþroti. í des. 1985 selur
stjórnin síðan húsið hlutafélagi,
sem í eru sömu stjórnarmeðlimir og
makar þeirra og er afsalið að mestu
undirritað af sömu mönnum báð-
um megin borðsins. Hafði verið sett
upp rækjuverksmiðja á neðri hæð
hússins, en áfram skyldi slátrað á
efri hæðinni. Yfirfiskimatsmaður
Vestfjarða taldi þó þetta tvennt
ósamrýmanlegt og gerði mönnum
að velja milli hvort heldur skyldi
starfrækt. Hlaut nú og sú spurning
að vakna, hvort ekki bæri að skila
aftur óafturkræfum framlögum
ríkis- og landbúnaðarsjóða, þegar
húsið nú væri tekið undir aðra
starfsemi, auk þess sem áhvílandi
lán frá Stofnlánadeild féllu í gjald-
daga. Endirinn varð sá að húsið fór
á uppboð á sl. vetri og var slegið
Stofnlánadeild. Um síðustu mán-
aðamót auglýsti Stofnlánadeild
það til sölu og þannig standa þessi
mál í augnablikinu.
Allan þann tíma, sem þessu fór
fram, var ekki nóg með að bændur
væru ekki virtir viðlits og við þá
rætt um framvindu mála, heldur
var beinlínis þrætt fyrir að sala
hefði átt sér stað bæði eftir útgáfu
afsals og eins eftir þinglýsingu þess.
Fram á síðustu stund fengu bændur
enga vitneskju um hvar þeir fengju
fé sínu slátrað né hvernig yrði að því
staðið. Loks var fallist á að öllu fé í
sýslunni yrði slátrað á Bíldudal.
Tókst það vel, náðist að greiða
haustgrundvallarverð um áramót,
uppbætur eru greiddar jafnóðum
og þær berast, rekstrarlán eru
greidd hverjum bónda í hlutfalli við
haustinnlegg þeirra. Bændur eru að
losna af innskriftarklafanum og
kynnast nútíma viðskiptaháttum,
sumir í fyrsta sinn. Eftir er að koma
í ljós, hvort bændur á þessu svæði
ná saman um sameiginlega lausn
þessara mála sinna ótruflaðir af
öllu nema eigin sameiginlegu hags-
munum.
BÆNDA
BLAÐIÐ
OSKYNSAMLEG
firði fyrir ísafjarðarsýslur. í V-
Barð. höfðu fram til þessa verið 4
sláturhús: Á Bíldudal, Tálknafirði,
Barðaströnd og í Örlygshöfn. Þau
voru í eigu og rekstri kaupfélaga
eða slátursamlaga.
Ólafur Hannibalsson skrifar
Fyrir um það bil aldarfjórðungi síðan var mikil bjartsýni
ríkjandi meðal framámanna bændasamtakanna um
framtíð sauðfjárbúskapar á íslandi. Formaður Búnað-
arfélags íslands, Halldór Pálsson, taldi að auðveldlega
mætti hafa tvær milljónir fjár á fóðrum. Þá blasti við að
flytja þyrfti út mikið magn af dilkakjöti. Amerískir sér-
fræðingar voru fengnir til ráðgjafar og bentu þeir strax
á að ekki fengjust leyfi fyrir innflutningi til Bandaríkj-
anna nema sláturhús væru úr garði gerð eftir amerískum
stöðlum, sem munu vera þeir hörðustu í heimi.
Slátrunin öll vélvædd
Sláturhúsin í landinu voru vissu-
lega mörg, 80-90 talsins, lítil og
ófullkomin. En nú skyldi tekið stórt
stökk fram á við. Þeim skyldi fækk-
að niður í 10 eða 12, vélvædd, færi-
bandavædd og flísalögð í hólf og
gólf. Gerð var áætlun sem skipti
landinu i hólf og skyldi eitt slátur-
hús í hverju. Lánastofnanir og sjóð-
ir landbúnaðarins skyldu veita lán
til þessa eina húss og ekki annarra.
Sama gilti um ríkisframlag. Ekki
munu höfundar þessarar áætlunar
hafa talið það til ókosta að með
þessu var slátrun í landinu ætlað að
hverfa undir kaupfélögin (SÍS) og
Sláturfélag Suðurlands. Með svo-
litlum velvilja má kannski segja að
áætlun þessi hafi ekki með öllu ver-
ið út í hött, ef við gerum ráð fyrir að
forráðamenn landbúnaðarins hafi
ekki vitað betur en að eina hindrun-
in í vegi fyrir útflutningi á dilka-
kjöti væri ástand og ásigkomulag
sláturhúsanna okkar. En þegar á
þessum árum voru að byrja að
hlaðast upp kjötfjöll í löndunum
allt í kringum okkur og ríkisstyrkir
til landbúnaðar komnir langt fram
úr því sem nokkur hér á landi
mundi láta sig svo mikið sem
dreyma um. Um eðlilegt heims-
markaðsverð á kjöti og öðrum
landbúnaðarafurðum, sem tæki
nokkurt mið af framleiðslukostn-
aði var því ekki að ræða. Engin
ástæða var því til að gera öll slátur-
hús úr garði miðað við útflutnings-
framleiðslu með þeim gífurlega
fjárfestingarkostnaði sem því var
samfara og hjálpaði þó verðbóigan
á þeim tíma vissulega til að gera
hann bærilegri þótt svipur væri hún
hjá sjón frá því sem síðar varð.
að á vegum kaupfélagsins á Bíldu-
dal. Árið 1972 lagði það niður starf-
semi og töldu heimamenn það lið í
áformum um að steypa samvinnu-
félögunum í sýslunni saman í eitt,
Kaupfélag VrBarð. (KVB), enda
mun hafa komið í ljós við uppgjör
sem fram fór 6 árum síðar, að það
átti ríflega fyrir skuldum. Næstu
tvö ár fór slátrun fram ýmist á veg-
um SÍS eða kaupmanns á staðnum
og fór uppgjör fram með þeim
hætti að bændur urðu að Ieita á
náðir Framleiðsluráðs til að fá leið-
réttingu mála sinna. 1975 stofnuðu
bændur svo Sláturfélag Arnfirð-
inga. Nokkru síðar eignaðist það
hús Matvælaiðjunnar á Bíldudal, er
þau voru seld á uppboði, og hófst
handa um að breyta þeim í slátur-
hús. Arnfirðingar höfðu því bitra
veitti ráðherra þó undanþágu til
slátrunar. Að þeirri slátrun lokinni
hugsuðu menn sitt ráð. Hvorki hér-
aðsdýralæknir né yfirdýralæknir
höfðu nokkurn tíma fengist til að
segja til um hvað gera þyrfti til að
húsið teldist fullnægjandi. Síðan
byggðu þeir neikvæðar umsagnir
sinar á því að ekkert væri aðhafst.
Ekki gat félagið fengið aðgang að
umsögn héraðsdýralæknis til yfir-
boðara síns. Var nú brugðið á það
ráð að fá teiknistofu SÍS til að
teikna endurbætur á húsinu bæði
vegna þess að hún er sá aðili hér á
landi, sem mesta reynslu hefur á
þessu sviði og kannski ekki síður
vegna hins, að menn töldu að Páll
Agnar mundi naumast leggja í að
hafna sérfræðilegum tillögum
þeirrar ágætu stofnunar. Var svo
UPPBYGGING SLÁTURHÚSA